Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Jón Ísak Ragnarsson skrifar 3. janúar 2025 18:27 Fasteignagjöld hjá Akraneskaupstað hækkuðu um allt að 17 prósent á nýju ári og gjaldskrá tryggingarfélags um 14 prósent. Vilhjálmur Birgisson segir framferðið óboðlegt. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins heldur uppteknum hætti á nýju ári og skorar á fyrirtæki og stofnanir að halda aftur af verðlagshækkunum. Hann hefur lagt fram áskorun í sex liðum til stofnana og fyrirtækja þar sem hvatt er til samfélagslegrar ábyrgðar til að stöðva vítahring verðbólgu. Kveikjan að áskoruninni eru umtalsverðar verðlagshækkanir tryggingarfélaga og hækkun fasteignagjalda hjá Akraneskaupstað. „Þetta ár byrjar eins og öll önnur þ.e.a.s fyrirtæki og sveitarfélög halda uppi viðteknum hætti og varpa hækkunum miskunnarlaust á almenning í upphafi hvers árs!“ skrifaði Vilhjálmur á Facebook síðu sína í gær. Tilefni pistilsins var verðhækkun hjá tryggingarfélaginu VÍS, sem hækkaði verð sitt um fjórtán prósent um áramótin. Nokkrum dögum áður hafði Vilhjálmur vakið athygli á umtalsverðri hækkun fasteignagjalda á Akranesi, þar sem fasteignagjöld fjölbýlishúsa hækkuðu um allt að sautján prósent um áramótin. Hækkanir langt umfram hækkun neysluvísitölunnar Vilhjálmur segir að framangreindar verðhækkanir séu langt umfram hækkun neysluvísitölunnar, sem hafi verið um 4,8 prósent. Ljóst sé að mörg fyrirtæki ætli ekki að taka þátt í þeirri vegferð sem verkalýðshreyfingin hafi verið tilbúin að fara í. „Þetta framferði fyrirtækja og sveitarfélaga er með öllu óboðlegt enda munum við aldrei ná tökum á verðbólgunni né ná að lækka vexti ef allir ætla ekki að axla sína ábyrgð í þeirri vegferð. Eitt er víst að launafólk og heimili þessa lands munu ekki ein geta axlað þá ábyrgð,“ segir Vilhjálmur. Fyrir áramót greindi Vilhjálmur frá hækkun fasteignagjalda hjá Akraneskaupstað á nýju ári. Þá sagði hann að fasteignagjöld hjá þeim sem búa í fjölbýlishúsum hefðu hækkað um 17,6 prósent, en hjá þeim sem byggju í raðhúsum hefðu þau hækkað um 11,56 prósent. Hjá þeim sem byggju í einbýli hefðu þau hækkað um 12,06 prósent. „Það er eins og alltaf að öllum vanda er miskunnarlaust varpað á herðar heimilanna, launafólks og fyrirtækja, en eftir mínum heimildum eru fasteignagjöld á fyrirtæki að hækka um allt að 25%,“ segir hann svo. Áskorun í sex liðum Í dag birti hann svo áskorun í sex liðum sem stíluð var til fyrirtækja og stofnana ríkis og sveitarfélaga. Þar segir hann að launafólk hafi þegar stigið stórt og mikilvægt skref í baráttunni við verðbólguna með því að gera hófstillta langtíma kjarasamninga. Nú sé komið að fyrirtækjum, sveitarfélögum, ríki, fjármálastofnunum, tryggingarfyrirtækjum og orkufyrirtækjum að axla ábyrgð og standa með launafólki og heimilum. Áskorunin er eftirfarandi: Hættið öllum óþarfa hækkunum á vöruverði, þjónustu, gjaldskrám, tryggingaiðgjöldum og orkuverði. Slíkar hækkanir leggjast þungt á heimilin og grafa undan fjárhagslegu öryggi launafólks. Lækkið vexti og dragið úr okurkjörum í fjármálakerfinu. Fjármálastofnanir verða að hætta að hámarka eigin hagnað á kostnað almennings og skapa svigrúm fyrir heimilin til að standa undir sínum skuldbindingum. Endurskoðið verðlagningu tryggingaiðgjalda. Tryggingarfélög verða að sýna samfélagslega ábyrgð með því að hætta óhóflegum hækkunum sem setja enn frekara álag á heimili landsins. Tryggið sanngjarnt orkuverð. Orkufyrirtæki hafa lykilhlutverki að gegna í að létta undir með heimilum og fyrirtækjum með því að stilla orkuverði í hóf og setja hagsmuni samfélagsins í forgang. Takið ábyrgð á verðstöðugleika. Fyrirtæki, sveitarfélög, fjármálakerfi, tryggingafélög og orkufyrirtæki verða að standa saman með því að stilla af verðlagningu og draga úr álögum sem hafa beinar afleiðingar fyrir fjárhagsstöðu heimila og launafólks. Sýnið raunverulega samfélagslega ábyrgð. Orð um samfélagslega ábyrgð verða að endurspeglast í aðgerðum sem létta byrðar af heimilum og styðja við þau í baráttunni gegn verðbólgu. Rætt var við Vilhjálm í Reykjavík síðdegis í dag. Efnahagsmál Neytendur Verðlag Tryggingar Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira
„Þetta ár byrjar eins og öll önnur þ.e.a.s fyrirtæki og sveitarfélög halda uppi viðteknum hætti og varpa hækkunum miskunnarlaust á almenning í upphafi hvers árs!“ skrifaði Vilhjálmur á Facebook síðu sína í gær. Tilefni pistilsins var verðhækkun hjá tryggingarfélaginu VÍS, sem hækkaði verð sitt um fjórtán prósent um áramótin. Nokkrum dögum áður hafði Vilhjálmur vakið athygli á umtalsverðri hækkun fasteignagjalda á Akranesi, þar sem fasteignagjöld fjölbýlishúsa hækkuðu um allt að sautján prósent um áramótin. Hækkanir langt umfram hækkun neysluvísitölunnar Vilhjálmur segir að framangreindar verðhækkanir séu langt umfram hækkun neysluvísitölunnar, sem hafi verið um 4,8 prósent. Ljóst sé að mörg fyrirtæki ætli ekki að taka þátt í þeirri vegferð sem verkalýðshreyfingin hafi verið tilbúin að fara í. „Þetta framferði fyrirtækja og sveitarfélaga er með öllu óboðlegt enda munum við aldrei ná tökum á verðbólgunni né ná að lækka vexti ef allir ætla ekki að axla sína ábyrgð í þeirri vegferð. Eitt er víst að launafólk og heimili þessa lands munu ekki ein geta axlað þá ábyrgð,“ segir Vilhjálmur. Fyrir áramót greindi Vilhjálmur frá hækkun fasteignagjalda hjá Akraneskaupstað á nýju ári. Þá sagði hann að fasteignagjöld hjá þeim sem búa í fjölbýlishúsum hefðu hækkað um 17,6 prósent, en hjá þeim sem byggju í raðhúsum hefðu þau hækkað um 11,56 prósent. Hjá þeim sem byggju í einbýli hefðu þau hækkað um 12,06 prósent. „Það er eins og alltaf að öllum vanda er miskunnarlaust varpað á herðar heimilanna, launafólks og fyrirtækja, en eftir mínum heimildum eru fasteignagjöld á fyrirtæki að hækka um allt að 25%,“ segir hann svo. Áskorun í sex liðum Í dag birti hann svo áskorun í sex liðum sem stíluð var til fyrirtækja og stofnana ríkis og sveitarfélaga. Þar segir hann að launafólk hafi þegar stigið stórt og mikilvægt skref í baráttunni við verðbólguna með því að gera hófstillta langtíma kjarasamninga. Nú sé komið að fyrirtækjum, sveitarfélögum, ríki, fjármálastofnunum, tryggingarfyrirtækjum og orkufyrirtækjum að axla ábyrgð og standa með launafólki og heimilum. Áskorunin er eftirfarandi: Hættið öllum óþarfa hækkunum á vöruverði, þjónustu, gjaldskrám, tryggingaiðgjöldum og orkuverði. Slíkar hækkanir leggjast þungt á heimilin og grafa undan fjárhagslegu öryggi launafólks. Lækkið vexti og dragið úr okurkjörum í fjármálakerfinu. Fjármálastofnanir verða að hætta að hámarka eigin hagnað á kostnað almennings og skapa svigrúm fyrir heimilin til að standa undir sínum skuldbindingum. Endurskoðið verðlagningu tryggingaiðgjalda. Tryggingarfélög verða að sýna samfélagslega ábyrgð með því að hætta óhóflegum hækkunum sem setja enn frekara álag á heimili landsins. Tryggið sanngjarnt orkuverð. Orkufyrirtæki hafa lykilhlutverki að gegna í að létta undir með heimilum og fyrirtækjum með því að stilla orkuverði í hóf og setja hagsmuni samfélagsins í forgang. Takið ábyrgð á verðstöðugleika. Fyrirtæki, sveitarfélög, fjármálakerfi, tryggingafélög og orkufyrirtæki verða að standa saman með því að stilla af verðlagningu og draga úr álögum sem hafa beinar afleiðingar fyrir fjárhagsstöðu heimila og launafólks. Sýnið raunverulega samfélagslega ábyrgð. Orð um samfélagslega ábyrgð verða að endurspeglast í aðgerðum sem létta byrðar af heimilum og styðja við þau í baráttunni gegn verðbólgu. Rætt var við Vilhjálm í Reykjavík síðdegis í dag.
Efnahagsmál Neytendur Verðlag Tryggingar Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira