Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar 2. janúar 2025 16:01 Ég er ekki feiminn við að tjá skoðanir mínar á opinberum vettvangi eins og með greinarskrifum í Moggann sem enginn nennir að lesa og hér á Vísi sem er ágætis vettvangur fyrir „viðskiptatengda“ umræðu, enda les enginn facebook vinur minn neitt eða lækar, sem ekki tengist fjölskyldu og ferðalögum. En, mér er umhugað að vita hvers vegna Ríkið sem er alltaf að mæra sig af því að styrkja einkarekna fjölmiðla setur alltaf e.k. fyrirvara um að „þessi eða hinn“ sé útilokaður því ég sæki um allt sem auglýst er en fæ alltaf sama svarið „close but no cigar“. Hagsmunatengsl? Það er ekki eins og maður sé formaður grátkórsins í fullu starfi. Ég er búinn að borga fyrir þessar talsetningar og íslenskan texta og þegar ég sá auglýstan styrk um að „fá smotterí til baka“ sótti ég að sjálfsögðu um, enda er þetta gert af áhugamennsku þar sem ég er hættur að vinna, enda lúinn gamall veikur kall. En reglugerð Ráðherra tekur bara til „áskriftarmiðils“ ekki opins miðils. Svo ég bara áframsendi erindið til Umboðsmanns Alþingis og óska eftir því að hann skilgreini hvað það er sem nákvæmlega stendur út af borðinu þegar kemur að styrkveitingum Menningarmálaráðuneytisins gagnvart ljósvakamiðlum þessa lands, því áskrift sem slík getur klárlega verið án endurgjalds, það vita það allir með gáfnafar yfir reiðhjólaslöngu, en við sjáum bara til. Eftir stendur, ég væli þangað til einhver hlustar, því miður er það bara svo að þetta er svo sérhæfður vettvangur að mjög margir bara skilja ekki röflið í þessum kalli sem sífellt er að væla yfir því hvað allir eru vondir við hann. En, það er bara ekki þannig. Ég er reiður gamall kall fyrir hönd einkaframtaksins sem stígur á stokk, stofnar ljósvakamiðil í ókeypis línulegri dreifingu, setur svo upp kostnaðarsöm öpp því iptv dreifing fjarskiptafyrirtækjanna er að mínu mati næstum úrelt og ég fæ bara miklu meira fyrir tæpar 8 milljónir á ári í að efla eigin dreifingu en að moka undir rassinn á keppinautum mínum og auðvitað gremst manni að þegar loksins auglýstur styrkur sem stendur fyrir því að klappa manni á bakið með því að „endurgreiða“ manni áður útlagðan kostnað fyrir það eitt að skemmta börnum þessa lands sem kannski eiga ekki foreldra sem kannski geta ekki eða vilja borga áskriftargjöld og þá er ég ekki að tala um barnaefnið á Rúv, það er nóg til að æra óstöðugan með 5 milljarða framlag Ríkisins á hverju ári. Og af hverju vælir þá ekki þessi gamli reiði kall út auglýsingar á stöðinni sinni? Ég skal svara því efnislega, auglýsingamarkaðurinn á Íslandi er nokkuð sérhæfður miðað við löndin í kringum okkur. Þegar ég fyrst lét það boð út í „auglýsingakosmósið“ í fyrra, þá fékk ég sömu svörin frá öllum: Sannaðu þig fyrst! Og hey, ég gerði það bara einfaldlega með að láta verkin tala. Skjár 1 fékk rúmlega 60.000 áhorf í desember og stendur því í nákvæmlega 297.731 áhorfi á árinu 2024. Geri aðrir betur og kannski er bara eitthvað að marka gamla reiða kallinn sem getur allavega klappað sér á bakið eftir að hafa tekið slaginn og unnið, enda eini einstaklingurinn sem stendur í því að bjóða landsmönnum opið og ókeypis línulegt sjónvarp án styrkja... Höfundur er stofnandi og eini eigandis Skjá 1. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Ég er ekki feiminn við að tjá skoðanir mínar á opinberum vettvangi eins og með greinarskrifum í Moggann sem enginn nennir að lesa og hér á Vísi sem er ágætis vettvangur fyrir „viðskiptatengda“ umræðu, enda les enginn facebook vinur minn neitt eða lækar, sem ekki tengist fjölskyldu og ferðalögum. En, mér er umhugað að vita hvers vegna Ríkið sem er alltaf að mæra sig af því að styrkja einkarekna fjölmiðla setur alltaf e.k. fyrirvara um að „þessi eða hinn“ sé útilokaður því ég sæki um allt sem auglýst er en fæ alltaf sama svarið „close but no cigar“. Hagsmunatengsl? Það er ekki eins og maður sé formaður grátkórsins í fullu starfi. Ég er búinn að borga fyrir þessar talsetningar og íslenskan texta og þegar ég sá auglýstan styrk um að „fá smotterí til baka“ sótti ég að sjálfsögðu um, enda er þetta gert af áhugamennsku þar sem ég er hættur að vinna, enda lúinn gamall veikur kall. En reglugerð Ráðherra tekur bara til „áskriftarmiðils“ ekki opins miðils. Svo ég bara áframsendi erindið til Umboðsmanns Alþingis og óska eftir því að hann skilgreini hvað það er sem nákvæmlega stendur út af borðinu þegar kemur að styrkveitingum Menningarmálaráðuneytisins gagnvart ljósvakamiðlum þessa lands, því áskrift sem slík getur klárlega verið án endurgjalds, það vita það allir með gáfnafar yfir reiðhjólaslöngu, en við sjáum bara til. Eftir stendur, ég væli þangað til einhver hlustar, því miður er það bara svo að þetta er svo sérhæfður vettvangur að mjög margir bara skilja ekki röflið í þessum kalli sem sífellt er að væla yfir því hvað allir eru vondir við hann. En, það er bara ekki þannig. Ég er reiður gamall kall fyrir hönd einkaframtaksins sem stígur á stokk, stofnar ljósvakamiðil í ókeypis línulegri dreifingu, setur svo upp kostnaðarsöm öpp því iptv dreifing fjarskiptafyrirtækjanna er að mínu mati næstum úrelt og ég fæ bara miklu meira fyrir tæpar 8 milljónir á ári í að efla eigin dreifingu en að moka undir rassinn á keppinautum mínum og auðvitað gremst manni að þegar loksins auglýstur styrkur sem stendur fyrir því að klappa manni á bakið með því að „endurgreiða“ manni áður útlagðan kostnað fyrir það eitt að skemmta börnum þessa lands sem kannski eiga ekki foreldra sem kannski geta ekki eða vilja borga áskriftargjöld og þá er ég ekki að tala um barnaefnið á Rúv, það er nóg til að æra óstöðugan með 5 milljarða framlag Ríkisins á hverju ári. Og af hverju vælir þá ekki þessi gamli reiði kall út auglýsingar á stöðinni sinni? Ég skal svara því efnislega, auglýsingamarkaðurinn á Íslandi er nokkuð sérhæfður miðað við löndin í kringum okkur. Þegar ég fyrst lét það boð út í „auglýsingakosmósið“ í fyrra, þá fékk ég sömu svörin frá öllum: Sannaðu þig fyrst! Og hey, ég gerði það bara einfaldlega með að láta verkin tala. Skjár 1 fékk rúmlega 60.000 áhorf í desember og stendur því í nákvæmlega 297.731 áhorfi á árinu 2024. Geri aðrir betur og kannski er bara eitthvað að marka gamla reiða kallinn sem getur allavega klappað sér á bakið eftir að hafa tekið slaginn og unnið, enda eini einstaklingurinn sem stendur í því að bjóða landsmönnum opið og ókeypis línulegt sjónvarp án styrkja... Höfundur er stofnandi og eini eigandis Skjá 1.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun