12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. janúar 2025 21:07 Svona mun nýja vinnsluhúsið fyrir laxinn hjá First Water í Þorlákshöfn líta út en kostnaður við það verður á milli 10 og 12 milljarðar króna. Aðsend Eitt glæsilegasta fiskvinnsluhús, sem mun kosta á milli 10 og 12 milljarða króna verður byggt í Þorlákshöfn í tengslum við landeldi First Whater á laxi. Um 115 starfsmenn munu vinna í húsinu þegar það verður komið í notkun haustið 2026. Fyrirtækið First Water er fremst í flokki í Þorlákshöfn með sitt landeldi í lokuðum kerjum í 50 þúsund tonna landeldisstöð. En við framleiðslu alls fisksins þarf almennilegt og tæknilegt fiskvinnsluhús vegna slátrunar á honum og frágangsins á fiskinum og því tóku fjórar valkyrjur nýverið fyrstu skóflustunguna af nýja húsinu. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi var ein af þeim. „Það er bara gaman að fylgjast með þessu. Ég held að við eigum ótrúleg tækifæri í eldi á laxi á landi. Þetta geta orðið hundruð milljarða útflutningsverðmæti og það munar svo sannarlega um það enda er það auðvitað varanlegur útflutningsvöxtur, sem byggir hér undir hagvöxt og góð lífskjör, ekki bara fyrir okkur heldur til næstu kynslóða,“ segir Heiðrún Lind. Valkyrjunar fjórar sem tóku fyrstu skóflustunguna nýverið af nýja vinnsluhúsinu. Heiðrún Lind er lengst til hægri en svo koma þær Valgerður Friðriksdóttir, mannauðsstjóri, Amelía Ósk Hjálmarsdóttir, stöðvarstjóri og Sigríður Birna Ingimundardóttir, allt starfsmenn First Water.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýja vinnsluhúsið verður allt hið glæsilegasta en þar verður heildargólfflötur þess um 30 þúsund fermetrar en full starfsemi verður í húsinu alla daga ársins og verður allur tæknibúnaður háþróaður og hinn vandaðasti. „Þetta er fyrsta húsið, sem er byggt sérstaklega fyrir laxavinnslur á Íslandi og það verður gríðarlega spennandi að sjá hvernig það kemur út. Við munum í raun og veru séð um að framleiða hérna fyrir 60 þúsund tonn á einni vakt þannig að við gætum í rauninni séð um fyrir fleiri hérna á svæðinu á tveimur vöktum,” segir Eggert Þór Kristófersson, forstjóri First Water í Þorlákshöfn. Hvert fer ykkar lax og hver kaupir? „Að mestu leyti fer þetta til Bretlands og Frakklands eins og er en við gerum ráð fyrir því að þetta verði nokkuð jafnt skipt, Ameríka og Evrópa.” Og Eggert segir að það sé hvergi eins gott að vera með starfsemi eins og hjá First Water en í Þorlákshöfn. „Hún er frábær því hér er aðstæður frábærar. Þú getur sótt sjó hérna með því að bora niður hraunið og svo er stutt niður á höfn, stutt á flugvöllinn og stutt á alla staði og svo náttúrulega er bæjarfélagið vaxandi þannig að það er gott aðgengi að góðu starfsfólki,” segir Eggert Þór. Eggert Þór Kristófersson, forstjóri First Water í Þorlákshöfn, sem segir allar aðstæður í Þorlákshöfn vera frábærar fyrir fyrirtækið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Sjávarútvegur Landeldi Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Fleiri fréttir Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Sjá meira
Fyrirtækið First Water er fremst í flokki í Þorlákshöfn með sitt landeldi í lokuðum kerjum í 50 þúsund tonna landeldisstöð. En við framleiðslu alls fisksins þarf almennilegt og tæknilegt fiskvinnsluhús vegna slátrunar á honum og frágangsins á fiskinum og því tóku fjórar valkyrjur nýverið fyrstu skóflustunguna af nýja húsinu. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi var ein af þeim. „Það er bara gaman að fylgjast með þessu. Ég held að við eigum ótrúleg tækifæri í eldi á laxi á landi. Þetta geta orðið hundruð milljarða útflutningsverðmæti og það munar svo sannarlega um það enda er það auðvitað varanlegur útflutningsvöxtur, sem byggir hér undir hagvöxt og góð lífskjör, ekki bara fyrir okkur heldur til næstu kynslóða,“ segir Heiðrún Lind. Valkyrjunar fjórar sem tóku fyrstu skóflustunguna nýverið af nýja vinnsluhúsinu. Heiðrún Lind er lengst til hægri en svo koma þær Valgerður Friðriksdóttir, mannauðsstjóri, Amelía Ósk Hjálmarsdóttir, stöðvarstjóri og Sigríður Birna Ingimundardóttir, allt starfsmenn First Water.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýja vinnsluhúsið verður allt hið glæsilegasta en þar verður heildargólfflötur þess um 30 þúsund fermetrar en full starfsemi verður í húsinu alla daga ársins og verður allur tæknibúnaður háþróaður og hinn vandaðasti. „Þetta er fyrsta húsið, sem er byggt sérstaklega fyrir laxavinnslur á Íslandi og það verður gríðarlega spennandi að sjá hvernig það kemur út. Við munum í raun og veru séð um að framleiða hérna fyrir 60 þúsund tonn á einni vakt þannig að við gætum í rauninni séð um fyrir fleiri hérna á svæðinu á tveimur vöktum,” segir Eggert Þór Kristófersson, forstjóri First Water í Þorlákshöfn. Hvert fer ykkar lax og hver kaupir? „Að mestu leyti fer þetta til Bretlands og Frakklands eins og er en við gerum ráð fyrir því að þetta verði nokkuð jafnt skipt, Ameríka og Evrópa.” Og Eggert segir að það sé hvergi eins gott að vera með starfsemi eins og hjá First Water en í Þorlákshöfn. „Hún er frábær því hér er aðstæður frábærar. Þú getur sótt sjó hérna með því að bora niður hraunið og svo er stutt niður á höfn, stutt á flugvöllinn og stutt á alla staði og svo náttúrulega er bæjarfélagið vaxandi þannig að það er gott aðgengi að góðu starfsfólki,” segir Eggert Þór. Eggert Þór Kristófersson, forstjóri First Water í Þorlákshöfn, sem segir allar aðstæður í Þorlákshöfn vera frábærar fyrir fyrirtækið.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Sjávarútvegur Landeldi Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Fleiri fréttir Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Sjá meira