Háspenna þegar Dobey og MVG fóru í undanúrslit Smári Jökull Jónsson skrifar 1. janúar 2025 16:15 Michael van Gerwen og Chris Dobey eru komnir í undanúrslit. Vísir/Getty Chris Dobey og Michael van Gerwen tryggðu sér í dag sæti í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í pílukasti eftir sigra í æsispennandi viðureignum í Alexandra Palace. Í fyrstu viðureign dagsins mættust „Ísmaðurinn“ Gerwyn Price og Englendingurinn Chris Dobey. Price varð heimsmeistari árið 2021 en Dobey var að freista þess að komast í undanúrslit heimsmeistaramótsins í fyrsta sinn á sínum ferli. Í upphafi leiks leit út fyrir að Dobey þyrfti að bíða lengur eftir tækifærinu til að komast í undanúrslit. Price vann fyrstu tvo settin nokkuð örugglega en fimm sett þarf til að fara með sigur af hólmi í leiknum. Chris Dobey fagnaði innilega þegar sigurinn var í höfn enda kominn í undanúrslit heimsmeistaramótsins í fyrsta sinn.Vísir/Getty Dobey sneri hins vegar leiknum sér í vil á augabragði. Price gekk hörmulega að hitta í tvöföldu reitina til að klára leggina og Dobey gekk á lagið. Hann vann fjögur sett í röð og komst í 4-2. Hann fékk gott tækifæri til að tryggja sér sigur í sjöunda settinu en klikkaði á fimm pílum í röð sem hefðu tryggt sigurinn. Price minnkaði muninn í 4-3 en í áttunda settinu náði Dobey að standast pressuna og tryggði sér 5-3 sigur í settum. Hæsti gæðaflokkur hjá Rydz og MVG Viðureign Callan Rydz og Michael van Gerwen sem fylgdi í kjölfarið var stórkostleg skemmtun. Leikurinn var jafn í upphafi og skiptust þeir Rydz og van Gerwen á að vinna leggi. Þegar staðan var 2-2 í settum skipti van Gerwen í næsta gír og sýndi takta sem hann hefur sýnt píluáhugamönnum áður. Hann raðaði inn stórum tölum og Rydz gat lítið að gert þrátt fyrir að vera að spila ágætlega sjálfur. Van Gerwen komst í 4-2 og var með leikinn í hendi sér. Þá vaknaði Rydz hins vegar á nýjan leik. Hann spilaði stórkostlega í sjöunda settinu og minnkaði muninn í 4-3. RYDZ NOT LYING DOWN!!This is real grit and determination from Rydz as he breaks Van Gerwen and now has the darts to stay in the match!📺 https://t.co/ItCofNEHJs#WCDarts pic.twitter.com/GOgcwuyeDN— PDC Darts (@OfficialPDC) January 1, 2025 Í áttunda settinu byrjaði Rydz betur en van Gerwen svaraði og settið fór í oddalegg. Þar fékk Rydz tvær pílur til að tryggja sér oddasett en klikkaði og það nýtti van Gerwen sér. Hann kláraði með því að hitta í tvöfaldan sextán með síðustu pílunni og tryggja sér þar með sæti í undanúrslitum. VAN GERWEN WINS AN ALL-TIME CLASSIC AGAINST RYDZ!! 🤯Both averaging over 103, with 31x180s hit between them but Michael van Gerwen gets over the line to keep hopes of a fourth world title alive!Pushed all the way by a magnificent Callan Rydz 👏#WCDarts pic.twitter.com/3dEDRgImTi— PDC Darts (@OfficialPDC) January 1, 2025 Alls náðu þeir Rydz og van Gerwen að skora 180 stig í þrjátíu og eitt skipti í leiknum og voru báðir með meðaltal yfir 100 stig. Pílukast Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir „Eitthvað sem þarf að endurvekja líka“ „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Sjá meira
Í fyrstu viðureign dagsins mættust „Ísmaðurinn“ Gerwyn Price og Englendingurinn Chris Dobey. Price varð heimsmeistari árið 2021 en Dobey var að freista þess að komast í undanúrslit heimsmeistaramótsins í fyrsta sinn á sínum ferli. Í upphafi leiks leit út fyrir að Dobey þyrfti að bíða lengur eftir tækifærinu til að komast í undanúrslit. Price vann fyrstu tvo settin nokkuð örugglega en fimm sett þarf til að fara með sigur af hólmi í leiknum. Chris Dobey fagnaði innilega þegar sigurinn var í höfn enda kominn í undanúrslit heimsmeistaramótsins í fyrsta sinn.Vísir/Getty Dobey sneri hins vegar leiknum sér í vil á augabragði. Price gekk hörmulega að hitta í tvöföldu reitina til að klára leggina og Dobey gekk á lagið. Hann vann fjögur sett í röð og komst í 4-2. Hann fékk gott tækifæri til að tryggja sér sigur í sjöunda settinu en klikkaði á fimm pílum í röð sem hefðu tryggt sigurinn. Price minnkaði muninn í 4-3 en í áttunda settinu náði Dobey að standast pressuna og tryggði sér 5-3 sigur í settum. Hæsti gæðaflokkur hjá Rydz og MVG Viðureign Callan Rydz og Michael van Gerwen sem fylgdi í kjölfarið var stórkostleg skemmtun. Leikurinn var jafn í upphafi og skiptust þeir Rydz og van Gerwen á að vinna leggi. Þegar staðan var 2-2 í settum skipti van Gerwen í næsta gír og sýndi takta sem hann hefur sýnt píluáhugamönnum áður. Hann raðaði inn stórum tölum og Rydz gat lítið að gert þrátt fyrir að vera að spila ágætlega sjálfur. Van Gerwen komst í 4-2 og var með leikinn í hendi sér. Þá vaknaði Rydz hins vegar á nýjan leik. Hann spilaði stórkostlega í sjöunda settinu og minnkaði muninn í 4-3. RYDZ NOT LYING DOWN!!This is real grit and determination from Rydz as he breaks Van Gerwen and now has the darts to stay in the match!📺 https://t.co/ItCofNEHJs#WCDarts pic.twitter.com/GOgcwuyeDN— PDC Darts (@OfficialPDC) January 1, 2025 Í áttunda settinu byrjaði Rydz betur en van Gerwen svaraði og settið fór í oddalegg. Þar fékk Rydz tvær pílur til að tryggja sér oddasett en klikkaði og það nýtti van Gerwen sér. Hann kláraði með því að hitta í tvöfaldan sextán með síðustu pílunni og tryggja sér þar með sæti í undanúrslitum. VAN GERWEN WINS AN ALL-TIME CLASSIC AGAINST RYDZ!! 🤯Both averaging over 103, with 31x180s hit between them but Michael van Gerwen gets over the line to keep hopes of a fourth world title alive!Pushed all the way by a magnificent Callan Rydz 👏#WCDarts pic.twitter.com/3dEDRgImTi— PDC Darts (@OfficialPDC) January 1, 2025 Alls náðu þeir Rydz og van Gerwen að skora 180 stig í þrjátíu og eitt skipti í leiknum og voru báðir með meðaltal yfir 100 stig.
Pílukast Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir „Eitthvað sem þarf að endurvekja líka“ „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Sjá meira