Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. janúar 2025 13:02 Töluverð svifryksmengun er árlegur fylgifiskur flugelda um áramótin. Vísir/Vilhelm Gildi svifryksmengunar mældis margfalt yfir heilsuverndarmörkum þegar mest var í nótt, en varði skemur en óttast hafði verið. Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort flugeldum hafi verið skotið upp í minna magni en oft áður. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hvetur almenning til að hreinsa upp flugeldarusl og skila í viðeigandi grenndargáma. Mikil og slæm svifryksmengun vegna flugelda mældist í höfuðborginni í gærkvöldi og í nótt að sögn Svövu S. Steinarsdóttur, sérfræðings hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. „Sólarhringsheilsuverndarmörkin fyrir svifryk, semsagt PM10 eru 50 míkrógrömm á rúmmeter, og hæsta klukkustundargildið í stöðinni okkar við Grensásveg var 633 míkgrógrömm á rúmmeter. Þannig að þetta eru náttúrlega gildi sem eru margfalt yfir því sem heilsuverndarmörkin eru og þess vegna getur þetta náttúrlega verið mjög ertandi fyrir fólk að anda að sér þessum ögnum,“ segir Svava. Svava S. Steinarsdóttir. Ástandið varði þó skemur en óttast hafði verið vegna veðurskilyrða. „Það var vissulega mikil mengun í kringum miðnættið en þetta kannski varði ekki eins lengi eins og við höfðum óttast. Það fóru að batna loftgæðin frekar hratt þegar líða tók á nóttina og topparnir voru kannski hæstir klukkan eitt, það er fyrsta klukkustund ársins sem var hvað verst, en svo fór þetta hríðlækkandi þegar líða fór á nóttina. Vissulega var þetta slæmt, en ekki jafn slæmt eins og við höfðum kannski óttast miðað við veðuraðstæður,“ segir Svava. Vísir/Vilhelm Flugeldaruslið má ekki fara í almennar sorptunnur Í samanburði við fyrri ár hafi gildi mengunar farið álíka hátt og verið hefur. Þau hafi hins vegar varað skemur en oft áður. „Ég velti bara fyrir mér hvort það hafi verið skotið upp minna eða hvort að það hafi orðið einhver slík breyting á hegðun fólks,“ segir Svava. „Það kannski vakti athygli mína einmitt það er þetta fíngerða svifryk sem er svo einkennandi fyrir flugelda, við fórum að sjá mikla hækkun á því fyrr um kvöldið þó svo það færi ekki yfir þessi mörk sem að við erum að gefa okkur. En það var mjög áberandi að þetta hékk í loftinu framan af kvöldi.“ Þá hvetur hún fólk til að taka saman ruslið sem flugeldarnir skilja eftir sig og fara með á grenndargáma sem dreift hefur verið víða um borgina. „Þeir mega ekki fara í almennt rusl og endilega hreinsa upp borgina eftir okkur,“ segir Svava. Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Umhverfismál Loftgæði Áramót Flugeldar Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklag ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Sjá meira
Mikil og slæm svifryksmengun vegna flugelda mældist í höfuðborginni í gærkvöldi og í nótt að sögn Svövu S. Steinarsdóttur, sérfræðings hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. „Sólarhringsheilsuverndarmörkin fyrir svifryk, semsagt PM10 eru 50 míkrógrömm á rúmmeter, og hæsta klukkustundargildið í stöðinni okkar við Grensásveg var 633 míkgrógrömm á rúmmeter. Þannig að þetta eru náttúrlega gildi sem eru margfalt yfir því sem heilsuverndarmörkin eru og þess vegna getur þetta náttúrlega verið mjög ertandi fyrir fólk að anda að sér þessum ögnum,“ segir Svava. Svava S. Steinarsdóttir. Ástandið varði þó skemur en óttast hafði verið vegna veðurskilyrða. „Það var vissulega mikil mengun í kringum miðnættið en þetta kannski varði ekki eins lengi eins og við höfðum óttast. Það fóru að batna loftgæðin frekar hratt þegar líða tók á nóttina og topparnir voru kannski hæstir klukkan eitt, það er fyrsta klukkustund ársins sem var hvað verst, en svo fór þetta hríðlækkandi þegar líða fór á nóttina. Vissulega var þetta slæmt, en ekki jafn slæmt eins og við höfðum kannski óttast miðað við veðuraðstæður,“ segir Svava. Vísir/Vilhelm Flugeldaruslið má ekki fara í almennar sorptunnur Í samanburði við fyrri ár hafi gildi mengunar farið álíka hátt og verið hefur. Þau hafi hins vegar varað skemur en oft áður. „Ég velti bara fyrir mér hvort það hafi verið skotið upp minna eða hvort að það hafi orðið einhver slík breyting á hegðun fólks,“ segir Svava. „Það kannski vakti athygli mína einmitt það er þetta fíngerða svifryk sem er svo einkennandi fyrir flugelda, við fórum að sjá mikla hækkun á því fyrr um kvöldið þó svo það færi ekki yfir þessi mörk sem að við erum að gefa okkur. En það var mjög áberandi að þetta hékk í loftinu framan af kvöldi.“ Þá hvetur hún fólk til að taka saman ruslið sem flugeldarnir skilja eftir sig og fara með á grenndargáma sem dreift hefur verið víða um borgina. „Þeir mega ekki fara í almennt rusl og endilega hreinsa upp borgina eftir okkur,“ segir Svava.
Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Umhverfismál Loftgæði Áramót Flugeldar Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklag ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Sjá meira