Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2025 09:27 Magnus Carlsen og Jan Nepomniatsjtsjí, kallaður Nepo, á HM í atskák og hraðskák í New York. Getty Norðmaðurinn Magnus Carlsen og Rússinn Jan Nepomniatsjtsjí, kallaður Nepo, eru báðir heimsmeistarar í hraðskák 2024. Carlsen og Nepo ákváðu að deila heimsmeistaratitlinum eftir að hafa spilað þrjár skákir í bráðabana sem enduðu allar með jafntefli. Bandaríski skákmaðurinn Hans Niemann er allt annað en sáttur með niðurstöðuna, og segir hann skákheiminn nú opinberlega vera orðinn að „brandara“ enda hafi það aldrei gerst að tveir skákmenn deili heimsmeistaratitli með þessum hætti. Þá segir hann Alþjóðaskáksambandinu hafa verið stjórnað af Carlsen í tvígang þessa vikuna. Carlsen var mjög ánægður með niðurstöðuna að loknum úrslitaleiknum. „Mér líður mjög vel með það að deila gullinu með Nepo,“ sagði Carlsen í gærkvöldi, en HM í at- og hraðskák lauk í New York í gærkvöldi. „Báðir eiga skilið að vinna gullið,“ sagði Carlsen í samtali við VG og bætti við að þeir hafi báðir verið orðnir þreyttir. Úrslitaviðureignin fór í bráðabana þar sem staðan var 2-2 eftir fyrstu fjórar umferðirnar. Til að vinna viðureignina hefði annar þeirra þurft að vinna eina skák í viðbót, en eftir að þrjár enduðu með jafntefli lögðu þeir til að þeir myndu deila gullinu. Forsvarsmenn FIDE samþykktu það. Carlsen vann þar með mótið þriðja árið í röð, en alls tóku um þrjú hundruð skákmenn þátt í mótinu. Um var að ræða átjánda heimsmeistaratitil Norðmannsins. Mikið hefur gustað um Carlsen og þátttöku hans í mótinu eftir að hann ákvað að draga sig úr keppni í hraðskákshluta mótsins. Carlsen gerði það eftir að Alþjóðaskáksambandið sektaði hann vegna brots á reglum um klæðaburð, en Norðmaðurinn hafði þá mætt til leiks í gallabuxum. Sættir náðust þó og mætti Carlsen til leiks í atskákshlutanum, aftur í gallabuxum. Niemann, sem Carlsen vann í áttamanna úrslitum, var þó yfir sig hneykslaður eftir að niðurstaðan lá fyrir um að samþykkt hafi verið að þeir Carlsen og Nepo deildu gullinu. „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara. ÞETTA HEFUR ALDREI ÁÐUR GERST Í SÖGUNNI. Ég trúi því ekki að opinberu sambandi skákarinnar hafi verið stýrt af einum skákmanni Í ANNAÐ SKIPTI Í VIKUNNI. ÞAÐ GETUR BARA VERIÐ EINN HEIMSMEISTARI!“ Skák Noregur Rússland Tengdar fréttir Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Magnus Carlsen mætti aftur, í glænýjum gallabuxum, á heimsmeistaramótið í at- og hraðskák í New York. Hann fékk sekt fyrir að keppa í gallabuxum og dró sig af þeirri ástæðu úr keppni síðasta föstudag. 31. desember 2024 13:01 Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Norski skákmeistarinn Magnus Carlsen hefur snúið aftur til leiks á heimsmeistaramótið í at- og hraðskák í New York. Hann dró sig úr keppni á föstudag eftir að hafa fengið sekt fyrir að tefla í gallabuxum. 29. desember 2024 23:03 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira
Bandaríski skákmaðurinn Hans Niemann er allt annað en sáttur með niðurstöðuna, og segir hann skákheiminn nú opinberlega vera orðinn að „brandara“ enda hafi það aldrei gerst að tveir skákmenn deili heimsmeistaratitli með þessum hætti. Þá segir hann Alþjóðaskáksambandinu hafa verið stjórnað af Carlsen í tvígang þessa vikuna. Carlsen var mjög ánægður með niðurstöðuna að loknum úrslitaleiknum. „Mér líður mjög vel með það að deila gullinu með Nepo,“ sagði Carlsen í gærkvöldi, en HM í at- og hraðskák lauk í New York í gærkvöldi. „Báðir eiga skilið að vinna gullið,“ sagði Carlsen í samtali við VG og bætti við að þeir hafi báðir verið orðnir þreyttir. Úrslitaviðureignin fór í bráðabana þar sem staðan var 2-2 eftir fyrstu fjórar umferðirnar. Til að vinna viðureignina hefði annar þeirra þurft að vinna eina skák í viðbót, en eftir að þrjár enduðu með jafntefli lögðu þeir til að þeir myndu deila gullinu. Forsvarsmenn FIDE samþykktu það. Carlsen vann þar með mótið þriðja árið í röð, en alls tóku um þrjú hundruð skákmenn þátt í mótinu. Um var að ræða átjánda heimsmeistaratitil Norðmannsins. Mikið hefur gustað um Carlsen og þátttöku hans í mótinu eftir að hann ákvað að draga sig úr keppni í hraðskákshluta mótsins. Carlsen gerði það eftir að Alþjóðaskáksambandið sektaði hann vegna brots á reglum um klæðaburð, en Norðmaðurinn hafði þá mætt til leiks í gallabuxum. Sættir náðust þó og mætti Carlsen til leiks í atskákshlutanum, aftur í gallabuxum. Niemann, sem Carlsen vann í áttamanna úrslitum, var þó yfir sig hneykslaður eftir að niðurstaðan lá fyrir um að samþykkt hafi verið að þeir Carlsen og Nepo deildu gullinu. „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara. ÞETTA HEFUR ALDREI ÁÐUR GERST Í SÖGUNNI. Ég trúi því ekki að opinberu sambandi skákarinnar hafi verið stýrt af einum skákmanni Í ANNAÐ SKIPTI Í VIKUNNI. ÞAÐ GETUR BARA VERIÐ EINN HEIMSMEISTARI!“
Skák Noregur Rússland Tengdar fréttir Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Magnus Carlsen mætti aftur, í glænýjum gallabuxum, á heimsmeistaramótið í at- og hraðskák í New York. Hann fékk sekt fyrir að keppa í gallabuxum og dró sig af þeirri ástæðu úr keppni síðasta föstudag. 31. desember 2024 13:01 Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Norski skákmeistarinn Magnus Carlsen hefur snúið aftur til leiks á heimsmeistaramótið í at- og hraðskák í New York. Hann dró sig úr keppni á föstudag eftir að hafa fengið sekt fyrir að tefla í gallabuxum. 29. desember 2024 23:03 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira
Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Magnus Carlsen mætti aftur, í glænýjum gallabuxum, á heimsmeistaramótið í at- og hraðskák í New York. Hann fékk sekt fyrir að keppa í gallabuxum og dró sig af þeirri ástæðu úr keppni síðasta föstudag. 31. desember 2024 13:01
Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Norski skákmeistarinn Magnus Carlsen hefur snúið aftur til leiks á heimsmeistaramótið í at- og hraðskák í New York. Hann dró sig úr keppni á föstudag eftir að hafa fengið sekt fyrir að tefla í gallabuxum. 29. desember 2024 23:03