Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. desember 2024 12:21 Fasteignamarkaðurinn á fyrri hluta ársins var gjörólíkur markaðnum á seinni hluta ársins, segir Páll Pálsson, fasteignasali. Vísir/Vilhelm Sögulegt ár á fasteignamarkaði vegna Grindavíkuráhrifa er að baki að sögn fasteignasala og kaupsamningar voru nærri helmingi fleiri en í fyrra. Hann spáir allt að tíu prósenta hækkun á fasteignaverði á næsta ári. Páll Pálsson, fasteignasali, segir fasteignamarkaðinn í ár hafa skipst í tvo gjörólíka markaði; fyrstu sex mánuði ársins og seinni. Á fyrri helmingnum seldust nærri helmingi fleiri fasteignir en árið áður. „Það er náttúrulega út af hamförunum í Grindavík sem byrjuðu í nóvember í fyrra sem ollu því að heilt bæjarfélag þurfti að finna sér annað heimili. Þetta er ekki eins og í Vestmannaeyjum á sínum tíma þegar gaus þar. Þá voru bara flutt inn um fimm hundruð hús, einingahús og þau byggð. Ekkert slíkt var gert fyrir Grindvíkinga heldur kom þetta bara sem auka pressa inn á markaðinn,“ segir Páll. Rýming Grindavíkurbæjar hafi gríðarleg áhrif á fasteignamarkaðinn á árinu.vísir/Vilhelm Árið sé sögulegt að mörgu leyti og maímánuður hafi verið meðal söluhæstu mánaða frá upphafi. „Yfir það heila heila var um 44 prósent meiri sala á árinu 2024 en 2023 en auðvitað var 2023 mjög rólegt ár. Það stefnir í að það verði rúmlega þrettán þúsund kausamningar á landinu öllu á þessu ári en á metárinu 2021 voru samningarnir um 14.300,“ segir Páll. Þessi umsvif höfðu áhrif á fasteignaverð sem hækkaði um níu og hálft prósent á árinu. Meirihluti hækkunarinnar, eða sjö prósent, kom fram á fyrri hluta ársins þegar hamagangurinn var sem mestur. Í heildina er árshækkunin nærri meðaltalinu sem Páll segir þó vera óvenjulegt í ljósi hárra vaxta. „Í raun og veru hefði fasteignaverð ekki átt að hækka svona mikið og hefði aldrei hækkað svona mikið nema út af því að það komu svo margir kaupendur inn á markaðinn. Annars hefði markaðurinn hækkað kannski bara um þrjú til fjögur prósent á þessu ári.“ Páll gerir ráð fyrir áframhaldandi skort á sérbýli á höfuðborgarsvæðinu. Því komi áhugasamir kaupendur til með að halda áfram að leita í jaðarinn, allt frá Akranesi að Selfoss og á Reykjanes.vísir/Vilhelm Páll gerir ráð fyrir um sjö til tíu prósenta hækkun á fasteignaverði á næsta ári miðað við spár greiningardeilda og að verð á sérbýlum haldi áfram að hækka umfram verð á fjölbýli vegna skorts „Það eru mjög fá hverfi sem eru með sem eru með skipulag upp á einbýlishús. Það er þá helst Hnoðraholt í Garðabæ en þær lóðir eru ofboðslega dýrar og það verður mjög dýrt hverfi. Flestir sem eru að byggja í dag eru að byggja fjölbýlishús,“ segir Páll og bendir á að þessi þróun verði líklega til þess að þau sem hafi áhuga á sérbýli haldi áfram að leita í jaðar höfuðborgarsvæðisins. Fasteignamarkaður Grindavík Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Páll Pálsson, fasteignasali, segir fasteignamarkaðinn í ár hafa skipst í tvo gjörólíka markaði; fyrstu sex mánuði ársins og seinni. Á fyrri helmingnum seldust nærri helmingi fleiri fasteignir en árið áður. „Það er náttúrulega út af hamförunum í Grindavík sem byrjuðu í nóvember í fyrra sem ollu því að heilt bæjarfélag þurfti að finna sér annað heimili. Þetta er ekki eins og í Vestmannaeyjum á sínum tíma þegar gaus þar. Þá voru bara flutt inn um fimm hundruð hús, einingahús og þau byggð. Ekkert slíkt var gert fyrir Grindvíkinga heldur kom þetta bara sem auka pressa inn á markaðinn,“ segir Páll. Rýming Grindavíkurbæjar hafi gríðarleg áhrif á fasteignamarkaðinn á árinu.vísir/Vilhelm Árið sé sögulegt að mörgu leyti og maímánuður hafi verið meðal söluhæstu mánaða frá upphafi. „Yfir það heila heila var um 44 prósent meiri sala á árinu 2024 en 2023 en auðvitað var 2023 mjög rólegt ár. Það stefnir í að það verði rúmlega þrettán þúsund kausamningar á landinu öllu á þessu ári en á metárinu 2021 voru samningarnir um 14.300,“ segir Páll. Þessi umsvif höfðu áhrif á fasteignaverð sem hækkaði um níu og hálft prósent á árinu. Meirihluti hækkunarinnar, eða sjö prósent, kom fram á fyrri hluta ársins þegar hamagangurinn var sem mestur. Í heildina er árshækkunin nærri meðaltalinu sem Páll segir þó vera óvenjulegt í ljósi hárra vaxta. „Í raun og veru hefði fasteignaverð ekki átt að hækka svona mikið og hefði aldrei hækkað svona mikið nema út af því að það komu svo margir kaupendur inn á markaðinn. Annars hefði markaðurinn hækkað kannski bara um þrjú til fjögur prósent á þessu ári.“ Páll gerir ráð fyrir áframhaldandi skort á sérbýli á höfuðborgarsvæðinu. Því komi áhugasamir kaupendur til með að halda áfram að leita í jaðarinn, allt frá Akranesi að Selfoss og á Reykjanes.vísir/Vilhelm Páll gerir ráð fyrir um sjö til tíu prósenta hækkun á fasteignaverði á næsta ári miðað við spár greiningardeilda og að verð á sérbýlum haldi áfram að hækka umfram verð á fjölbýli vegna skorts „Það eru mjög fá hverfi sem eru með sem eru með skipulag upp á einbýlishús. Það er þá helst Hnoðraholt í Garðabæ en þær lóðir eru ofboðslega dýrar og það verður mjög dýrt hverfi. Flestir sem eru að byggja í dag eru að byggja fjölbýlishús,“ segir Páll og bendir á að þessi þróun verði líklega til þess að þau sem hafi áhuga á sérbýli haldi áfram að leita í jaðar höfuðborgarsvæðisins.
Fasteignamarkaður Grindavík Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira