Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. desember 2024 12:21 Fasteignamarkaðurinn á fyrri hluta ársins var gjörólíkur markaðnum á seinni hluta ársins, segir Páll Pálsson, fasteignasali. Vísir/Vilhelm Sögulegt ár á fasteignamarkaði vegna Grindavíkuráhrifa er að baki að sögn fasteignasala og kaupsamningar voru nærri helmingi fleiri en í fyrra. Hann spáir allt að tíu prósenta hækkun á fasteignaverði á næsta ári. Páll Pálsson, fasteignasali, segir fasteignamarkaðinn í ár hafa skipst í tvo gjörólíka markaði; fyrstu sex mánuði ársins og seinni. Á fyrri helmingnum seldust nærri helmingi fleiri fasteignir en árið áður. „Það er náttúrulega út af hamförunum í Grindavík sem byrjuðu í nóvember í fyrra sem ollu því að heilt bæjarfélag þurfti að finna sér annað heimili. Þetta er ekki eins og í Vestmannaeyjum á sínum tíma þegar gaus þar. Þá voru bara flutt inn um fimm hundruð hús, einingahús og þau byggð. Ekkert slíkt var gert fyrir Grindvíkinga heldur kom þetta bara sem auka pressa inn á markaðinn,“ segir Páll. Rýming Grindavíkurbæjar hafi gríðarleg áhrif á fasteignamarkaðinn á árinu.vísir/Vilhelm Árið sé sögulegt að mörgu leyti og maímánuður hafi verið meðal söluhæstu mánaða frá upphafi. „Yfir það heila heila var um 44 prósent meiri sala á árinu 2024 en 2023 en auðvitað var 2023 mjög rólegt ár. Það stefnir í að það verði rúmlega þrettán þúsund kausamningar á landinu öllu á þessu ári en á metárinu 2021 voru samningarnir um 14.300,“ segir Páll. Þessi umsvif höfðu áhrif á fasteignaverð sem hækkaði um níu og hálft prósent á árinu. Meirihluti hækkunarinnar, eða sjö prósent, kom fram á fyrri hluta ársins þegar hamagangurinn var sem mestur. Í heildina er árshækkunin nærri meðaltalinu sem Páll segir þó vera óvenjulegt í ljósi hárra vaxta. „Í raun og veru hefði fasteignaverð ekki átt að hækka svona mikið og hefði aldrei hækkað svona mikið nema út af því að það komu svo margir kaupendur inn á markaðinn. Annars hefði markaðurinn hækkað kannski bara um þrjú til fjögur prósent á þessu ári.“ Páll gerir ráð fyrir áframhaldandi skort á sérbýli á höfuðborgarsvæðinu. Því komi áhugasamir kaupendur til með að halda áfram að leita í jaðarinn, allt frá Akranesi að Selfoss og á Reykjanes.vísir/Vilhelm Páll gerir ráð fyrir um sjö til tíu prósenta hækkun á fasteignaverði á næsta ári miðað við spár greiningardeilda og að verð á sérbýlum haldi áfram að hækka umfram verð á fjölbýli vegna skorts „Það eru mjög fá hverfi sem eru með sem eru með skipulag upp á einbýlishús. Það er þá helst Hnoðraholt í Garðabæ en þær lóðir eru ofboðslega dýrar og það verður mjög dýrt hverfi. Flestir sem eru að byggja í dag eru að byggja fjölbýlishús,“ segir Páll og bendir á að þessi þróun verði líklega til þess að þau sem hafi áhuga á sérbýli haldi áfram að leita í jaðar höfuðborgarsvæðisins. Fasteignamarkaður Grindavík Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Sjá meira
Páll Pálsson, fasteignasali, segir fasteignamarkaðinn í ár hafa skipst í tvo gjörólíka markaði; fyrstu sex mánuði ársins og seinni. Á fyrri helmingnum seldust nærri helmingi fleiri fasteignir en árið áður. „Það er náttúrulega út af hamförunum í Grindavík sem byrjuðu í nóvember í fyrra sem ollu því að heilt bæjarfélag þurfti að finna sér annað heimili. Þetta er ekki eins og í Vestmannaeyjum á sínum tíma þegar gaus þar. Þá voru bara flutt inn um fimm hundruð hús, einingahús og þau byggð. Ekkert slíkt var gert fyrir Grindvíkinga heldur kom þetta bara sem auka pressa inn á markaðinn,“ segir Páll. Rýming Grindavíkurbæjar hafi gríðarleg áhrif á fasteignamarkaðinn á árinu.vísir/Vilhelm Árið sé sögulegt að mörgu leyti og maímánuður hafi verið meðal söluhæstu mánaða frá upphafi. „Yfir það heila heila var um 44 prósent meiri sala á árinu 2024 en 2023 en auðvitað var 2023 mjög rólegt ár. Það stefnir í að það verði rúmlega þrettán þúsund kausamningar á landinu öllu á þessu ári en á metárinu 2021 voru samningarnir um 14.300,“ segir Páll. Þessi umsvif höfðu áhrif á fasteignaverð sem hækkaði um níu og hálft prósent á árinu. Meirihluti hækkunarinnar, eða sjö prósent, kom fram á fyrri hluta ársins þegar hamagangurinn var sem mestur. Í heildina er árshækkunin nærri meðaltalinu sem Páll segir þó vera óvenjulegt í ljósi hárra vaxta. „Í raun og veru hefði fasteignaverð ekki átt að hækka svona mikið og hefði aldrei hækkað svona mikið nema út af því að það komu svo margir kaupendur inn á markaðinn. Annars hefði markaðurinn hækkað kannski bara um þrjú til fjögur prósent á þessu ári.“ Páll gerir ráð fyrir áframhaldandi skort á sérbýli á höfuðborgarsvæðinu. Því komi áhugasamir kaupendur til með að halda áfram að leita í jaðarinn, allt frá Akranesi að Selfoss og á Reykjanes.vísir/Vilhelm Páll gerir ráð fyrir um sjö til tíu prósenta hækkun á fasteignaverði á næsta ári miðað við spár greiningardeilda og að verð á sérbýlum haldi áfram að hækka umfram verð á fjölbýli vegna skorts „Það eru mjög fá hverfi sem eru með sem eru með skipulag upp á einbýlishús. Það er þá helst Hnoðraholt í Garðabæ en þær lóðir eru ofboðslega dýrar og það verður mjög dýrt hverfi. Flestir sem eru að byggja í dag eru að byggja fjölbýlishús,“ segir Páll og bendir á að þessi þróun verði líklega til þess að þau sem hafi áhuga á sérbýli haldi áfram að leita í jaðar höfuðborgarsvæðisins.
Fasteignamarkaður Grindavík Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Sjá meira