Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Lovísa Arnardóttir skrifar 30. desember 2024 11:30 Aðalgeir svarar formanni Framsýnar. Vísir/Ívar Fannar Aðalgeir Ásvaldsson framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingarmarkaði, SVEIT, segir stærstu ógnina við starfsöryggi starfsmanna veitingastaða á Íslandi verkalýðshreyfinguna og kjarasamningana sem gerðir voru fyrir hönd stéttarinnar. „Fátt er alvarlegra en þessi aðför þeirra að þúsundum starfa í grein sem er afar viðkvæm, svo viðkvæm í raun að flestir veitingastaðir þurfa að loka í nokkra mánuði á ári. En svona staðreyndir henta kannski ekki á leslistum forsvarsmanna Framsýnar? Sannleikurinn getur nefnilega verið skrambi óþægilegur stundum,“ segir Aðalgeir í tilkynningu frá samtökunum. Sjá einnig: Aðför að réttindum verkafólks Tilefni tilkynningarinnar er grein sem formaður Framsýnar skrifaði á vef Vísis í gær. Þar gagnrýndi hann stéttarfélagið Virðingu og SVEIT fyrir að koma að stofnun þess. Hann sagði eina tilgang félagsins að brjóta niður lágmarksréttindi verkafólks á íslenskum vinnumarkaði. „SVEIT er fulltrúi hins illa hér á landi að hans mati, enda varar hann við því að „græðgispésarnir“ fái ekki að „komast upp með ofbeldi gagnvart þeim tekjulægstu á vinnumarkaði með gervi kjarasamningi.“ Hér birtist þekkt stef frá verkalýðshreyfingunni sem virðist ákveðin í að láta enn á ný reyna á hin gömlu sannindi, að ef lygin er endurtekin nógu oft, þá muni fólk á endanum trúa henni,“ segir Aðalgeir í tilkynningu SVEIT. Hann segir mörg fyrirtæki í veitingarekstri berjast í bökkum vegna kjarasamninga sem taki ekki mið af raunveruleika og miði helst að því „að hækka laun ungmenna í hlutastarfi á kostnað fastráðinna starfsmanna.“ Hann segir fáa reka veitingastað á Íslandi til að verða ríkir og að velta íslenskra veitingastaða hafi dregist saman á meðan launahlutfall hafi aukist og kostnaðarhækkanir séu meiri. „Má kannski líka segja það upphátt að stærsta ógnin nú við starfsöryggi starfsmanna veitingastaða á Íslandi sé einmitt sú sama verkalýðshreyfing sem samdi greinina inn í þá hörmulegu stöðu sem nú ríkir. Fátt er alvarlegra en þessi aðför þeirra að þúsundum starfa í grein sem er afar viðkvæm, svo viðkvæm í raun að flestir veitingastaðir þurfa að loka í nokkra mánuði á ári. En svona staðreyndir henta kannski ekki á leslistum forsvarsmanna Framsýnar? Sannleikurinn getur nefnilega verið skrambi óþægilegur stundum,“ segir að lokum í tilkynningunni. Kjaramál Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Veitingastaðir Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Lögmaður segir aðgerðir Eflingar gegn Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði vera fordæmalausar. Kjör starfsmanna í dagvinnu séu ósanngjörn en enginn vilji hlusta á samtökin. 20. desember 2024 21:01 Svar við hótunum Eflingar Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði -SVEIT- voru stofnuð í júní árið 2021. Aðdragandi stofnunar samtakanna var þó mun lengri. 20. desember 2024 12:32 Mest lesið Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira
„Fátt er alvarlegra en þessi aðför þeirra að þúsundum starfa í grein sem er afar viðkvæm, svo viðkvæm í raun að flestir veitingastaðir þurfa að loka í nokkra mánuði á ári. En svona staðreyndir henta kannski ekki á leslistum forsvarsmanna Framsýnar? Sannleikurinn getur nefnilega verið skrambi óþægilegur stundum,“ segir Aðalgeir í tilkynningu frá samtökunum. Sjá einnig: Aðför að réttindum verkafólks Tilefni tilkynningarinnar er grein sem formaður Framsýnar skrifaði á vef Vísis í gær. Þar gagnrýndi hann stéttarfélagið Virðingu og SVEIT fyrir að koma að stofnun þess. Hann sagði eina tilgang félagsins að brjóta niður lágmarksréttindi verkafólks á íslenskum vinnumarkaði. „SVEIT er fulltrúi hins illa hér á landi að hans mati, enda varar hann við því að „græðgispésarnir“ fái ekki að „komast upp með ofbeldi gagnvart þeim tekjulægstu á vinnumarkaði með gervi kjarasamningi.“ Hér birtist þekkt stef frá verkalýðshreyfingunni sem virðist ákveðin í að láta enn á ný reyna á hin gömlu sannindi, að ef lygin er endurtekin nógu oft, þá muni fólk á endanum trúa henni,“ segir Aðalgeir í tilkynningu SVEIT. Hann segir mörg fyrirtæki í veitingarekstri berjast í bökkum vegna kjarasamninga sem taki ekki mið af raunveruleika og miði helst að því „að hækka laun ungmenna í hlutastarfi á kostnað fastráðinna starfsmanna.“ Hann segir fáa reka veitingastað á Íslandi til að verða ríkir og að velta íslenskra veitingastaða hafi dregist saman á meðan launahlutfall hafi aukist og kostnaðarhækkanir séu meiri. „Má kannski líka segja það upphátt að stærsta ógnin nú við starfsöryggi starfsmanna veitingastaða á Íslandi sé einmitt sú sama verkalýðshreyfing sem samdi greinina inn í þá hörmulegu stöðu sem nú ríkir. Fátt er alvarlegra en þessi aðför þeirra að þúsundum starfa í grein sem er afar viðkvæm, svo viðkvæm í raun að flestir veitingastaðir þurfa að loka í nokkra mánuði á ári. En svona staðreyndir henta kannski ekki á leslistum forsvarsmanna Framsýnar? Sannleikurinn getur nefnilega verið skrambi óþægilegur stundum,“ segir að lokum í tilkynningunni.
Kjaramál Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Veitingastaðir Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Lögmaður segir aðgerðir Eflingar gegn Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði vera fordæmalausar. Kjör starfsmanna í dagvinnu séu ósanngjörn en enginn vilji hlusta á samtökin. 20. desember 2024 21:01 Svar við hótunum Eflingar Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði -SVEIT- voru stofnuð í júní árið 2021. Aðdragandi stofnunar samtakanna var þó mun lengri. 20. desember 2024 12:32 Mest lesið Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira
Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Lögmaður segir aðgerðir Eflingar gegn Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði vera fordæmalausar. Kjör starfsmanna í dagvinnu séu ósanngjörn en enginn vilji hlusta á samtökin. 20. desember 2024 21:01
Svar við hótunum Eflingar Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði -SVEIT- voru stofnuð í júní árið 2021. Aðdragandi stofnunar samtakanna var þó mun lengri. 20. desember 2024 12:32