Heitavatnsleki geti leikið hús jafn illa og bruni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. desember 2024 20:31 Sigrún er sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS. Vísir/Ragnar Dagur Húseigendur þurfa að hafa varann á og gera viðeigandi ráðstafanir í kuldakastinu sem nú gengur yfir. Þetta segir forvarnasérfræðingur. Vatnsleki geti haft sömu áhrif á eignir og húsabruni. Líkt og greint hefur verið frá er nokkur kuldatíð í veðurkortunum, og útlit fyrir að víða nái frost tveggja stafa tölu á hitamælum. Kaldast verður til innsveita, þar sem sums staðar er spáð allt að 20 stiga frosti. Sérfræðingur í forvörnum hjá tryggingafélagi bendir á að eigendur sumarhúsa þurfi sérstaklega að hafa varann á í kuldakastinu sem nú gengur yfir. „Það er aðallega að vatnið sé ekki að frjósa. Það er bæði í sumarhúsum, þeir einstaklingar sem eiga sumarhús, en svo erum við líka að sjá í loftræstikerfum í fyrirtækjum og öðru þvíumlíku, það á til að frjósa í svona miklu frosti,“ segir Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS. Vatnslekar tíðir í árferði sem þessu Hún hvetur fólk eindregið til að huga að eignum sínum og athuga hvort merki séu um leka eða frost í lögnum. „Ef það er frosið í sumarhúsum þá þarf að passa vel upp á þegar þiðnar aftur, þá fer vatnið oft á tíðum að flæða.“ Þá bendir Sigrún á að kuldakastinu fylgi eðlilega hálka, en ekki síður þegar því sleppir. „Það er svo mikill klaki víða, og þegar fer að hlána aftur verður undirlagið mjög hált.“ Heitavatnsleki á við húsbruna Helsta hættan sé þó frost í lögnum, sem Sigrún segir fólk oft á tíðum ekki huga að, þar semhugsunarhátturinn sé sá að þetta komi ekki fyrir það sjálft. Hún geldur varhug við því. „Það er alveg skelfilegt að lenda í vatnstjóni. Það vita þeir sem hafa á það reynt, og ég tala nú ekki um ef heita vatnið lekur. Skemmdamáttur þess er alveg gríðarlegur og í raun og veru geta hús verið eins og eftir bruna þegar heitt vatn lekur. Það skemmir allt.“ Áramótin varhugaverð Svo eru það auðvitað áramótin, sem er forvarnaflokkur út af fyrir sig. „Það er náttúrulega bara að vera vel klæddur. Það má búast við ágætis mengun frá flugeldunum og ég hvet alla til að fara eftir leiðbeiningum í hvívetna við meðhöndlun flugelda: Nota öryggisgleraugu, nota skinnhanska á hendur, þeir sem eru að meðhöndla flugeldana, og þeir sem eru að horfa á eiga líka að vera með öryggisgleraugu.“ Veður Tryggingar Slysavarnir Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira
Líkt og greint hefur verið frá er nokkur kuldatíð í veðurkortunum, og útlit fyrir að víða nái frost tveggja stafa tölu á hitamælum. Kaldast verður til innsveita, þar sem sums staðar er spáð allt að 20 stiga frosti. Sérfræðingur í forvörnum hjá tryggingafélagi bendir á að eigendur sumarhúsa þurfi sérstaklega að hafa varann á í kuldakastinu sem nú gengur yfir. „Það er aðallega að vatnið sé ekki að frjósa. Það er bæði í sumarhúsum, þeir einstaklingar sem eiga sumarhús, en svo erum við líka að sjá í loftræstikerfum í fyrirtækjum og öðru þvíumlíku, það á til að frjósa í svona miklu frosti,“ segir Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS. Vatnslekar tíðir í árferði sem þessu Hún hvetur fólk eindregið til að huga að eignum sínum og athuga hvort merki séu um leka eða frost í lögnum. „Ef það er frosið í sumarhúsum þá þarf að passa vel upp á þegar þiðnar aftur, þá fer vatnið oft á tíðum að flæða.“ Þá bendir Sigrún á að kuldakastinu fylgi eðlilega hálka, en ekki síður þegar því sleppir. „Það er svo mikill klaki víða, og þegar fer að hlána aftur verður undirlagið mjög hált.“ Heitavatnsleki á við húsbruna Helsta hættan sé þó frost í lögnum, sem Sigrún segir fólk oft á tíðum ekki huga að, þar semhugsunarhátturinn sé sá að þetta komi ekki fyrir það sjálft. Hún geldur varhug við því. „Það er alveg skelfilegt að lenda í vatnstjóni. Það vita þeir sem hafa á það reynt, og ég tala nú ekki um ef heita vatnið lekur. Skemmdamáttur þess er alveg gríðarlegur og í raun og veru geta hús verið eins og eftir bruna þegar heitt vatn lekur. Það skemmir allt.“ Áramótin varhugaverð Svo eru það auðvitað áramótin, sem er forvarnaflokkur út af fyrir sig. „Það er náttúrulega bara að vera vel klæddur. Það má búast við ágætis mengun frá flugeldunum og ég hvet alla til að fara eftir leiðbeiningum í hvívetna við meðhöndlun flugelda: Nota öryggisgleraugu, nota skinnhanska á hendur, þeir sem eru að meðhöndla flugeldana, og þeir sem eru að horfa á eiga líka að vera með öryggisgleraugu.“
Veður Tryggingar Slysavarnir Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira