Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. desember 2024 17:17 Dagurinn hjá Damon Heta byrjaði mjög vel, en endaði alls ekki vel. Bradley Collyer/PA Images via Getty Images Ástralski pílukastarinn Damon Heta féll úr leik á heimsmeistaramótinu í pílu á ótrúlegan hátt í dag. Heta, sem situr í níunda sæti heimslistans, mætti Luke Woodhouse, sem situr í 35. sæti, í fyrsta leik dagsins á heimsmeistaramótinu sem fór af stað á ný eftir örstutt jólafrí. Eftir tap í fyrsta setti virtist Heta ætla að ganga frá málunum nokkuð þægilega með því að klára næstu þrjú sett, 3-1, 3-2 og 3-2. Í öðru þriðja setti ætlaði allt um koll að keyra í Alexandra Palace þegar Ástralinn náði níu pílna leik og Heta virtist óstöðvandi. Heta vann svo fyrst legginn í fimmta setti ogvar því í góðum málum. Þá fór hins vegar allt í skrúfuna hjá Heta og Woodhouse tók öll völd. Hinn enski Woodhouse vann næstu níu leggi og tryggði sér þar með ótrúlegan 4-3 sigur og um leið sæti í 16-manna úrslitum þar sem hann mætir Stephen Bunting. Stephen Bunting vann einmitt öruggan 4-1 sigur gegn Lettanum Madars Razma í þriðja leik dagsins í dag og þá tryggði Johnny Clayton sér einnig sæti í 16-manna úrslitum með 4-3 sigri gegn Daryl Gurney. Clayton mætir annað hvort Gerwyn Price eða Joe Cullen í 16-manna úrslitum. Í kvöld fara svo fram þrjár aðrar viðureignir í 32-manna úrslitum heimsmeistaramótsins. Þá mætast Gerwyn Price og Joe Cullen, Jarmaine Wattimena og Peter Wright, og að lokum fær Nick Kenny að kljást við ríkjandi heimsmeistara, Luke Humphries. Pílukast Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Fleiri fréttir Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Átti Henderson að fá rautt spjald? Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið „Verður stærsti dagur ævi minnar“ Sjá meira
Heta, sem situr í níunda sæti heimslistans, mætti Luke Woodhouse, sem situr í 35. sæti, í fyrsta leik dagsins á heimsmeistaramótinu sem fór af stað á ný eftir örstutt jólafrí. Eftir tap í fyrsta setti virtist Heta ætla að ganga frá málunum nokkuð þægilega með því að klára næstu þrjú sett, 3-1, 3-2 og 3-2. Í öðru þriðja setti ætlaði allt um koll að keyra í Alexandra Palace þegar Ástralinn náði níu pílna leik og Heta virtist óstöðvandi. Heta vann svo fyrst legginn í fimmta setti ogvar því í góðum málum. Þá fór hins vegar allt í skrúfuna hjá Heta og Woodhouse tók öll völd. Hinn enski Woodhouse vann næstu níu leggi og tryggði sér þar með ótrúlegan 4-3 sigur og um leið sæti í 16-manna úrslitum þar sem hann mætir Stephen Bunting. Stephen Bunting vann einmitt öruggan 4-1 sigur gegn Lettanum Madars Razma í þriðja leik dagsins í dag og þá tryggði Johnny Clayton sér einnig sæti í 16-manna úrslitum með 4-3 sigri gegn Daryl Gurney. Clayton mætir annað hvort Gerwyn Price eða Joe Cullen í 16-manna úrslitum. Í kvöld fara svo fram þrjár aðrar viðureignir í 32-manna úrslitum heimsmeistaramótsins. Þá mætast Gerwyn Price og Joe Cullen, Jarmaine Wattimena og Peter Wright, og að lokum fær Nick Kenny að kljást við ríkjandi heimsmeistara, Luke Humphries.
Pílukast Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Fleiri fréttir Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Átti Henderson að fá rautt spjald? Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið „Verður stærsti dagur ævi minnar“ Sjá meira