Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. desember 2024 21:17 Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups. Vísir/Bjarni Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á því sem hann kallar „gjörning“ lögreglu, eftir að lögreglumenn mættu í Skeifuna í gær til að stöðva þar netverslun með áfengi. Hann, eins og aðrir forsvarsmenn netverslana, telur starfsemina innan gildandi laga, sem þó séu meingölluð. Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af fjórum netverslunum með áfengi í gær, á öðrum degi jóla. Þar á meðal var Nýja vínbúðin í Skipholti. Forsvarsmenn nýju vínbúðarinnar segjast þó í fullum rétti, enda hafi lögregla á endanum „hrökklast frá“. Lögregla fór í aðgerðir sínar í gær á þeim grundvelli að sölustaðir með áfengi skuli vera lokaðir á helgidögum þjóðkirkjunnar, eins og stendur í áfengislögum. Engin áfengissala sem slík í gangi Sigurður Reynaldsson framkvæmdastjóri Hagkaups, einnar af þeim fjórum netverslunum sem lögregla vitjaði í gær, tekur hins vegar undir með kollegum sínum hjá Nýju vínbúðinni; áfengislögin nái einfaldlega ekki til netverslananna. Þær eru skráðar erlendis og Hagkaup sjái til að mynda aðeins um að skrá niður pantanir og afhenda í póstbox. „Hér í búðinni á sér ekki stað nein [áfengis]sala. Þannig að við skiljum ekki alveg að lögregla skuli koma hér inn og vilji stoppa sölu sem ekki á sér stað í búðinni,“ segir Sigurður. „Þannig að við vorum svolítið hissa á þessari heimsókn.“ „Aldagömul“ og úr sér gengin lög Brugðist hafi verið við beiðni lögreglu eins og kostur var. „Við stoppuðum tiltekt á vörum og báðum þá sem höfðu fengið tilkynningar um að sækja að koma eftir miðnætti. Það var það sem við gerðum til að bregðast við. En í millitíðinni þurfum við að komast að því hvernig gjörningur þetta var,“ segir Sigurður. „Það sem lögregla situr uppi með eru aldagömul lög sem ekki virka sem skyldi.“ Lögregla vildi ekki veita viðtal vegna málsins í dag. Ágreiningur er uppi um lögmæti áfengisverslana á netinu almennt og mál nokkurra slíkra versluna eru á borði ákærusviðs. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu gæti tíðinda verið að vænta af þeirri rannsókn fljótlega eftir áramót. Netverslun með áfengi Lögreglumál Verslun Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af fjórum netverslunum með áfengi í gær, á öðrum degi jóla. Þar á meðal var Nýja vínbúðin í Skipholti. Forsvarsmenn nýju vínbúðarinnar segjast þó í fullum rétti, enda hafi lögregla á endanum „hrökklast frá“. Lögregla fór í aðgerðir sínar í gær á þeim grundvelli að sölustaðir með áfengi skuli vera lokaðir á helgidögum þjóðkirkjunnar, eins og stendur í áfengislögum. Engin áfengissala sem slík í gangi Sigurður Reynaldsson framkvæmdastjóri Hagkaups, einnar af þeim fjórum netverslunum sem lögregla vitjaði í gær, tekur hins vegar undir með kollegum sínum hjá Nýju vínbúðinni; áfengislögin nái einfaldlega ekki til netverslananna. Þær eru skráðar erlendis og Hagkaup sjái til að mynda aðeins um að skrá niður pantanir og afhenda í póstbox. „Hér í búðinni á sér ekki stað nein [áfengis]sala. Þannig að við skiljum ekki alveg að lögregla skuli koma hér inn og vilji stoppa sölu sem ekki á sér stað í búðinni,“ segir Sigurður. „Þannig að við vorum svolítið hissa á þessari heimsókn.“ „Aldagömul“ og úr sér gengin lög Brugðist hafi verið við beiðni lögreglu eins og kostur var. „Við stoppuðum tiltekt á vörum og báðum þá sem höfðu fengið tilkynningar um að sækja að koma eftir miðnætti. Það var það sem við gerðum til að bregðast við. En í millitíðinni þurfum við að komast að því hvernig gjörningur þetta var,“ segir Sigurður. „Það sem lögregla situr uppi með eru aldagömul lög sem ekki virka sem skyldi.“ Lögregla vildi ekki veita viðtal vegna málsins í dag. Ágreiningur er uppi um lögmæti áfengisverslana á netinu almennt og mál nokkurra slíkra versluna eru á borði ákærusviðs. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu gæti tíðinda verið að vænta af þeirri rannsókn fljótlega eftir áramót.
Netverslun með áfengi Lögreglumál Verslun Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira