Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. desember 2024 11:48 Lárus Óskar er svæðisstjóri hjá Hjálpræðishernum. Um sextíu manns komu í jólamat Hjálpræðishersins í gærkvöldi, og voru allir gestir leystir út með gjöfum. Svæðisforingi hersins segir gleðilegt að geta endurvakið hefðina, eftir nokkurra ára hlé. Hjálpræðisherinn hefur um árabil haft þann sið að bjóða fólki sem er eitt um jólin í mat klukkan sex á aðfangadagskvöld, þar sem það getur átt notalega og fallega stund saman. Svæðisforingi segir allt hafa gengið vel. „Þetta voru milli 50 og 60 manns sem komu og borðuðu hjá okkur lambalæri og hamborgarhrygg með öllu tilheyrandi. Svo er alltaf hefð hjá okkur lesa jólasögu, vera með jólahugvekju, syngja jólalög og dansa í kringum jólatréð,“ segir Lárus Óskar Sigmundsson, svæðisforingi hjá Hjálpræðishernum. Að kvöldi loknu hafi allir verið leystir út með gjöfum. Mikil þörf á síðasta ári Þrátt fyrir að um áralanga hefð sé að ræða lagðist hún niður á tímum Covid, en var endurvakin nú í ár. „Það var gott að koma aftur, geta gert þetta og hjálpað fólki sem er eitt um jólin.“ Gert hafði verið ráð fyrir um 90 til 100 manns, en Lárus segir alltaf einhver afföll verða, sér í lagi þegar færðin er jafn slæm og í gær. „Maður sá að þörfin var mikil, sérstaklega í fyrra. Það var mikið af fólki sem hringdi í fyrra og spurði hvort við værum með jólamat. Þá sögðum við 'Nei, því miður'. Það var gott að geta sagt í ár 'Jú, við erum með það og þú ert hjartanlega velkominn'.“ Lárus segist finna fyrir miklum stuðningi við hreyfinguna, sem treysti á frjáls framlög. „Það er rosa góður og mikill stuðningur, hvert einasta ár.“ Jól Góðverk Hjálparstarf Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Sjá meira
Hjálpræðisherinn hefur um árabil haft þann sið að bjóða fólki sem er eitt um jólin í mat klukkan sex á aðfangadagskvöld, þar sem það getur átt notalega og fallega stund saman. Svæðisforingi segir allt hafa gengið vel. „Þetta voru milli 50 og 60 manns sem komu og borðuðu hjá okkur lambalæri og hamborgarhrygg með öllu tilheyrandi. Svo er alltaf hefð hjá okkur lesa jólasögu, vera með jólahugvekju, syngja jólalög og dansa í kringum jólatréð,“ segir Lárus Óskar Sigmundsson, svæðisforingi hjá Hjálpræðishernum. Að kvöldi loknu hafi allir verið leystir út með gjöfum. Mikil þörf á síðasta ári Þrátt fyrir að um áralanga hefð sé að ræða lagðist hún niður á tímum Covid, en var endurvakin nú í ár. „Það var gott að koma aftur, geta gert þetta og hjálpað fólki sem er eitt um jólin.“ Gert hafði verið ráð fyrir um 90 til 100 manns, en Lárus segir alltaf einhver afföll verða, sér í lagi þegar færðin er jafn slæm og í gær. „Maður sá að þörfin var mikil, sérstaklega í fyrra. Það var mikið af fólki sem hringdi í fyrra og spurði hvort við værum með jólamat. Þá sögðum við 'Nei, því miður'. Það var gott að geta sagt í ár 'Jú, við erum með það og þú ert hjartanlega velkominn'.“ Lárus segist finna fyrir miklum stuðningi við hreyfinguna, sem treysti á frjáls framlög. „Það er rosa góður og mikill stuðningur, hvert einasta ár.“
Jól Góðverk Hjálparstarf Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Sjá meira