Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Kjartan Kjartansson skrifar 23. desember 2024 13:40 Útibú Subway í Hamraborg í Kópavogi. Fyrirtækið er eitt af fimm sem Efling sakar um að standa að baki gervikjarasamningi SVEIT og Virðingar. Vísir/Vilhelm Skyndibitakeðjan Subway er á meðal fimm veitingastaða og fyrirtækja sem stéttarfélagið Efling sakar um að standa að baki því sem það kallar „gervikjarasamning“ sem hlunnfari starfsfólk. Fyrirtækin hafi ekki svarað erindum Eflingar. Efling hefur átt í illdeilum við Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) vegna stéttarfélagsins Virðingar. Fullyrða fulltrúar Eflingar að Virðing sé „gervistéttarfélag“ sem tengist SVEIT. Þau hafi svo skrifað undir „gervikjarasamning“ sem skerði launakjör og réttindi starfsfólks verulega. Framkvæmdastjóri SVEIT vísaði því á bug að samtökin tengdust Virðingu fyrr í þessum mánuði. Fyrirtækin fimm sem Efling heldur því fram að standa að baki kjarasamningi SVEIT og Virðingar eru Rok, Subway, Public House Gastropub, Hard Rock Cafe og Finnsson Bistro. Ekkert þeirra hafi svarað erindum Eflingar varðandi afstöðu þeirra til kjarasamningsins. Í tilkynningu Eflingar er því meðal annars haldið fram að félagið hafi undir höndum gögn sem sýni að starfsfólk Subway hafi verið látið greiða félagsgjöld til Virðingar. Skúli Gunnar Sigfússon, eigandi og framkvæmdastjóri móðurfélags Subway, sitji í stjórn SVEIT. Þá hafi félagið heimildir fyrir því að Óskar Finnsson, matreiðslumaður á Finnsson og stjórnarformaður félagsins sem á staðinn, hafi lýst því yfir að hann ætli sér að skrá starfsfólk í Virðingu og hefa því engan annan kost í þeim efnum. Efling bendir einnig á að Ronja Björk Bjarnadóttir, dóttir Hrefnu Bjarkar Sverrisdóttur, eiganda og framkvæmdastjóra Roks, sé ein af stofnendum Virðingar og sitji í varastjórn. Hrefna Björk sé stofnandi, stjórnarmaður og fyrrum formaður SVEIT. Mikill meirihluti fyrirtækja sem hafi verið í félagatali SVEIT hafi staðfest við Eflingu að þau hafi sagt sig úr samtökunum eða að starfsfólk vinni ekki eftir kjarasamningi SVEIT við Virðingu. Veitingastaðir Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira
Efling hefur átt í illdeilum við Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) vegna stéttarfélagsins Virðingar. Fullyrða fulltrúar Eflingar að Virðing sé „gervistéttarfélag“ sem tengist SVEIT. Þau hafi svo skrifað undir „gervikjarasamning“ sem skerði launakjör og réttindi starfsfólks verulega. Framkvæmdastjóri SVEIT vísaði því á bug að samtökin tengdust Virðingu fyrr í þessum mánuði. Fyrirtækin fimm sem Efling heldur því fram að standa að baki kjarasamningi SVEIT og Virðingar eru Rok, Subway, Public House Gastropub, Hard Rock Cafe og Finnsson Bistro. Ekkert þeirra hafi svarað erindum Eflingar varðandi afstöðu þeirra til kjarasamningsins. Í tilkynningu Eflingar er því meðal annars haldið fram að félagið hafi undir höndum gögn sem sýni að starfsfólk Subway hafi verið látið greiða félagsgjöld til Virðingar. Skúli Gunnar Sigfússon, eigandi og framkvæmdastjóri móðurfélags Subway, sitji í stjórn SVEIT. Þá hafi félagið heimildir fyrir því að Óskar Finnsson, matreiðslumaður á Finnsson og stjórnarformaður félagsins sem á staðinn, hafi lýst því yfir að hann ætli sér að skrá starfsfólk í Virðingu og hefa því engan annan kost í þeim efnum. Efling bendir einnig á að Ronja Björk Bjarnadóttir, dóttir Hrefnu Bjarkar Sverrisdóttur, eiganda og framkvæmdastjóra Roks, sé ein af stofnendum Virðingar og sitji í varastjórn. Hrefna Björk sé stofnandi, stjórnarmaður og fyrrum formaður SVEIT. Mikill meirihluti fyrirtækja sem hafi verið í félagatali SVEIT hafi staðfest við Eflingu að þau hafi sagt sig úr samtökunum eða að starfsfólk vinni ekki eftir kjarasamningi SVEIT við Virðingu.
Veitingastaðir Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira