„Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Lovísa Arnardóttir skrifar 23. desember 2024 06:37 Helgi Magnús Gunnarsson er vararíkissaksóknari en ríkissaksóknari telur hann vanhæfan. Vísir/Arnar Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari furðar sig á ákvörðun Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara að lýsa hann vanhæfan þrátt fyrir að ráðherra hafi í haust ekki orðið við beiðni hennar um að leysa hann frá störfum. Helgi Magnús segir þetta farið að líkjast einelti frekar en löglegri stjórnsýslu. Hann ætli að skoða sína möguleika en muni ekki taka ákvörðun um framhaldið fyrr en eftir áramót. Líkt og Vísir fjallaði um fyrir og um helgina sneri Helgi Magnús aftur til starfa á föstudag en hann hafði verið í veikindaleyfi að undanförnu. Honum var hins vegar ekki úthlutað neinum verkefnum og sagðist Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari í skilaboðum til hans fyrir viku að hans vinnuframlags væri ekki óskað. Í samtali við Vísi sagði Helgi Magnús að hann fái ekki séð á hvaða lagaforsendum þessi ákvörðun ríkissaksóknara byggi. Í færslu á Facebook í gærkvöldi segir Helgi Magnús að hann hafi talið að málinu væri lokið þegar ráðherra varð ekki við beðni Sigríðar í september. „Ég furða mig á þessari ákvörðun Sigríðar enda hefur ráðherra hafnað kröfu hennar. Það er ekkert nýtt í þessu máli. Ráðherra er sá sem fer með vald til að skipa í stöðu mína og leysa mig frá henni. Ég er hvorki ráðinn né skipaður af ríkissaksóknara heldur ráðherra og er staða mín bundin í lögum en ekki háð duttlungum Sigríðar J. Friðjónsdóttur. Henni ber að una ákvörðun ráðherra sem er endanleg og byggir á lögbundinni valdheimild ráðherra,“ segir Helgi Magnús í færslu sinni. Sigríður veitti honum áminningu vegna ummæla hans um brotaþola kynferðisbrota, samkynhneigða og hælisleitendur á samfélagsmiðlum og óskaði þess svo að hann yrði leystur frá störfum. Dómsmálaráðherra varð ekki við þeirri beiðni. Ákvörðun ráðherra endanleg Nú hafi Sigríður ákveðið að hundsa niðurstöðu ráðherra og þannig sói hún almannafé að sögn Helga Magnúsar. Hann segist efast um að hún hafi vald til þess. „Ef það hefur hvarflað að Sigríði að nýr dómsmálaráðherra muni fella ákvörðun Guðrúnar Hafsteinsdóttur úr gildi þá stenst slíkt ekki lög. Ákvörðunin ráðherra um að hafna erindi Sigríðar er endanleg,“ segir Helgi Magnús og á þá við Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur nýjan dómsmálaráðherra og þingmann Viðreisnar. Helgi Magnús segir fullyrðingar Sigríðar um hæfi hans hafa enga þýðingu. Hann hafi verið staðgengill hennar í 13 ár og það sé fjallað um það í lögum hver sé hennar staðgengill. Hún stjórni því ekki. „Ég hélt að það væri nóg að sitja undir hótunum Kourani í þrjú ár, en ég þyrfti ekki að sitja undir þessu fyrst í sumarleyfinu og núna yfir jólin. Þetta er farið að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu. Ég ætla að bíða með frekari viðbrögð fram á nýja árið,“ segir Helgi Magnús að lokum í færslunni og óskar gleðilegra jóla. Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari sneri aftur til starfa á föstudag í fyrsta skipti frá í júní, en fékk engin verkefni til að sinna og hefur ekki aðgang að tölvukerfi embættisins. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari sendi honum skilaboð fyrir viku þar sem fram kom að hans vinnuframlags væri ekki óskað. Helgi fær ekki séð að ríkissaksóknari hafi lagalega forsendu fyrir þessari ákvörðun. 22. desember 2024 16:00 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari gerir ráð fyrir því að mæta aftur til starfa á föstudag. Hann hefur ekki mætt til vinnu síðan í lok júní þegar ríkissaksóknari afþakkaði vinnuframlag hans og óskaði eftir því við dómsmálaráðherra að Helgi Magnús yrði leystur tímabundið frá störfum. Dómsmálaráðherra varð ekki við þeirri beiðni. 17. desember 2024 12:11 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Sjá meira
Líkt og Vísir fjallaði um fyrir og um helgina sneri Helgi Magnús aftur til starfa á föstudag en hann hafði verið í veikindaleyfi að undanförnu. Honum var hins vegar ekki úthlutað neinum verkefnum og sagðist Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari í skilaboðum til hans fyrir viku að hans vinnuframlags væri ekki óskað. Í samtali við Vísi sagði Helgi Magnús að hann fái ekki séð á hvaða lagaforsendum þessi ákvörðun ríkissaksóknara byggi. Í færslu á Facebook í gærkvöldi segir Helgi Magnús að hann hafi talið að málinu væri lokið þegar ráðherra varð ekki við beðni Sigríðar í september. „Ég furða mig á þessari ákvörðun Sigríðar enda hefur ráðherra hafnað kröfu hennar. Það er ekkert nýtt í þessu máli. Ráðherra er sá sem fer með vald til að skipa í stöðu mína og leysa mig frá henni. Ég er hvorki ráðinn né skipaður af ríkissaksóknara heldur ráðherra og er staða mín bundin í lögum en ekki háð duttlungum Sigríðar J. Friðjónsdóttur. Henni ber að una ákvörðun ráðherra sem er endanleg og byggir á lögbundinni valdheimild ráðherra,“ segir Helgi Magnús í færslu sinni. Sigríður veitti honum áminningu vegna ummæla hans um brotaþola kynferðisbrota, samkynhneigða og hælisleitendur á samfélagsmiðlum og óskaði þess svo að hann yrði leystur frá störfum. Dómsmálaráðherra varð ekki við þeirri beiðni. Ákvörðun ráðherra endanleg Nú hafi Sigríður ákveðið að hundsa niðurstöðu ráðherra og þannig sói hún almannafé að sögn Helga Magnúsar. Hann segist efast um að hún hafi vald til þess. „Ef það hefur hvarflað að Sigríði að nýr dómsmálaráðherra muni fella ákvörðun Guðrúnar Hafsteinsdóttur úr gildi þá stenst slíkt ekki lög. Ákvörðunin ráðherra um að hafna erindi Sigríðar er endanleg,“ segir Helgi Magnús og á þá við Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur nýjan dómsmálaráðherra og þingmann Viðreisnar. Helgi Magnús segir fullyrðingar Sigríðar um hæfi hans hafa enga þýðingu. Hann hafi verið staðgengill hennar í 13 ár og það sé fjallað um það í lögum hver sé hennar staðgengill. Hún stjórni því ekki. „Ég hélt að það væri nóg að sitja undir hótunum Kourani í þrjú ár, en ég þyrfti ekki að sitja undir þessu fyrst í sumarleyfinu og núna yfir jólin. Þetta er farið að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu. Ég ætla að bíða með frekari viðbrögð fram á nýja árið,“ segir Helgi Magnús að lokum í færslunni og óskar gleðilegra jóla.
Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari sneri aftur til starfa á föstudag í fyrsta skipti frá í júní, en fékk engin verkefni til að sinna og hefur ekki aðgang að tölvukerfi embættisins. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari sendi honum skilaboð fyrir viku þar sem fram kom að hans vinnuframlags væri ekki óskað. Helgi fær ekki séð að ríkissaksóknari hafi lagalega forsendu fyrir þessari ákvörðun. 22. desember 2024 16:00 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari gerir ráð fyrir því að mæta aftur til starfa á föstudag. Hann hefur ekki mætt til vinnu síðan í lok júní þegar ríkissaksóknari afþakkaði vinnuframlag hans og óskaði eftir því við dómsmálaráðherra að Helgi Magnús yrði leystur tímabundið frá störfum. Dómsmálaráðherra varð ekki við þeirri beiðni. 17. desember 2024 12:11 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Sjá meira
„Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari sneri aftur til starfa á föstudag í fyrsta skipti frá í júní, en fékk engin verkefni til að sinna og hefur ekki aðgang að tölvukerfi embættisins. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari sendi honum skilaboð fyrir viku þar sem fram kom að hans vinnuframlags væri ekki óskað. Helgi fær ekki séð að ríkissaksóknari hafi lagalega forsendu fyrir þessari ákvörðun. 22. desember 2024 16:00
Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari gerir ráð fyrir því að mæta aftur til starfa á föstudag. Hann hefur ekki mætt til vinnu síðan í lok júní þegar ríkissaksóknari afþakkaði vinnuframlag hans og óskaði eftir því við dómsmálaráðherra að Helgi Magnús yrði leystur tímabundið frá störfum. Dómsmálaráðherra varð ekki við þeirri beiðni. 17. desember 2024 12:11