„Maður mun sakna þess mjög“ Tómas Arnar Þorláksson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 20. desember 2024 20:41 Guðlaugur Þór Þórðarson, fráfarandi umhverfis- orku- og loftslagsráðherra. Vísir/Einar „Núna er þetta að detta inn, að maður er að fara og maður er að kveðja gott fólk sem hefur verið einstaklega gaman að vinna með og árangursríkt. Maður er náttúrulega að minna sig á að það er ekkert að fara neitt en það er samt þannig þegar þú ert búinn að vinna með fólki svona náið og svo mikið í ráðuneytinu og stofnunum. Það er á þessum tímapunkti sem að það hellist yfir mann og maður mun sakna þess mjög.“ Þetta sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, fráfarandi umhverfis- orku- og loftslagsráðherra, í samtali við fréttastofu í dag á meðan hann tók saman muni sína á skrifstofu sinni í ráðuneytinu og gerði sig reiðubúin til að kveðja sína starfstöð til nokkurra ára. Eins og greint hefur verið frá fundaði ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar, fráfarandi forsætisráðherra, í síðasta sinn í morgun. Ráðherrar eru þegar farnir að tæma skrifstofur sínar en þingstörf í stjórnarandstöðu eru fram undan fyrir ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins kynna nýja ríkisstjórn í Hafnarborg í Hafnarfirði á morgun klukkan 13.00. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins hefur ekkert gefið upp varðandi hvort hann muni sækjast eftir áframhaldandi formennsku á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í lok febrúar. Skorað hefur verið á Guðrúnu Hafsteinsdóttur, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur að bjóða sig fram til formennsku. Spurður hvort hann sé búinn að ákveða hvort hann bjóði sig fram segir Guðlaugur: „Ekki enn þá. Ég ætla ekki að lýsa neinu yfir núna, ekki í dag.“ Guðlaugur segist aðspurður vera vel stemmdur fyrir því að fara í stjórnarandstöðu. Það sé ekkert nýtt fyrir honum. „Það er fullkominn misskilningur að þú hafir ekki áhrif í stjórnarandstöðu. Það er líka misskilningur að það sé ekki gaman. Það eru auðvitað fullkomin forréttindi að fá traust og stuðning fólks til að sinna þessum störfum, það að vera þingmaður og ráðherra. Þannig að ég mun bara gera mitt allra besta til að standa undir þeim væntingum og stuðningi sem ég hef fengið.“ Kannski gott tækifæri fyrir flokkinn til að fara í smá uppbyggingu? „Já ég held það. Ég held að það sé bara mjög gott. Við vitum alveg hver kosningaúrslitin voru. Það liggur bara fyrir. Það er mjög mikilvægt að við séum öflugri og sterkari og stærri. Þannig að við þurfum að nýta tímann mjög vel núna til að byggja okkur upp og sækja fram.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Sjá meira
Þetta sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, fráfarandi umhverfis- orku- og loftslagsráðherra, í samtali við fréttastofu í dag á meðan hann tók saman muni sína á skrifstofu sinni í ráðuneytinu og gerði sig reiðubúin til að kveðja sína starfstöð til nokkurra ára. Eins og greint hefur verið frá fundaði ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar, fráfarandi forsætisráðherra, í síðasta sinn í morgun. Ráðherrar eru þegar farnir að tæma skrifstofur sínar en þingstörf í stjórnarandstöðu eru fram undan fyrir ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins kynna nýja ríkisstjórn í Hafnarborg í Hafnarfirði á morgun klukkan 13.00. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins hefur ekkert gefið upp varðandi hvort hann muni sækjast eftir áframhaldandi formennsku á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í lok febrúar. Skorað hefur verið á Guðrúnu Hafsteinsdóttur, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur að bjóða sig fram til formennsku. Spurður hvort hann sé búinn að ákveða hvort hann bjóði sig fram segir Guðlaugur: „Ekki enn þá. Ég ætla ekki að lýsa neinu yfir núna, ekki í dag.“ Guðlaugur segist aðspurður vera vel stemmdur fyrir því að fara í stjórnarandstöðu. Það sé ekkert nýtt fyrir honum. „Það er fullkominn misskilningur að þú hafir ekki áhrif í stjórnarandstöðu. Það er líka misskilningur að það sé ekki gaman. Það eru auðvitað fullkomin forréttindi að fá traust og stuðning fólks til að sinna þessum störfum, það að vera þingmaður og ráðherra. Þannig að ég mun bara gera mitt allra besta til að standa undir þeim væntingum og stuðningi sem ég hef fengið.“ Kannski gott tækifæri fyrir flokkinn til að fara í smá uppbyggingu? „Já ég held það. Ég held að það sé bara mjög gott. Við vitum alveg hver kosningaúrslitin voru. Það liggur bara fyrir. Það er mjög mikilvægt að við séum öflugri og sterkari og stærri. Þannig að við þurfum að nýta tímann mjög vel núna til að byggja okkur upp og sækja fram.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Sjá meira