Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar 19. desember 2024 10:02 Því er stundum fleygt fram í opinberri umræðu að samkeppni á íslenskum fjármálamarkaði sé lítil. Þessu hefur verið svo oft haldið fram, án haldbærs rökstuðnings, að margir eru farnir að taka þessu sem ákveðnum sannindum. Það er hins vegar ýmislegt sem styður það að hér sé samkeppnistigið ekki einungis nokkuð hátt heldur hærra en í þeim löndum sem við berum okkur gjarnan saman við. Oft má rekja þessa umræðu um skort á samkeppni einfaldlega til misskilnings. Þannig telja sumir t.d. að hátt vaxtastig hljóti að gefa til kynna að samkeppni sé lítil. Því er til að svara að almennt vaxtastig er að miklu leyti utan áhrifasviðs bankanna og ræðst að mestu leyti af verðbólguþróun og stýrivaxtastigi sem er í höndum Seðlabankans. Eðli fjármálaþjónustu styður við aukna samkeppni Samkeppni getur verið með ýmsum hætti en ef við horfum einungis á verðsamkeppni þá ræðst hún að töluverðu leyti af eðli vörunnar, þ.e. hvort hún er einsleit eða ekki. Dæmi um einsleita vöru er t.d. bensín og dæmi um hið gagnstæða er t.d. bílar. Einsleit vara er því sú sama eða nánast sú sama hver sem söluaðilinn er. Á markaði með einsleita vöru keppa fyrirtæki aðallega á grundvelli verðs því varan er sú sama í augum neytenda. Á slíkum markaði er einnig lítil tryggð við vörumerki. Neytendur einfaldlega velja ódýrustu vöruna burtséð frá því hver selur hana. Stærsti hluti inn- og útlána sem bankarnir bjóða s.s. húsnæðislán og yfirdráttarlán má kalla einsleita vöru og felst samkeppni þeirra á milli því fyrst og fremst í verðlagningunni á þeim lánum. Íslenskir neytendur veita fjármálafyrirtækjum mjög mikið aðhald Samkeppnisstig á markaði með einsleita vöru ræðst að töluverðu leyti af neytendunum sjálfum. Í opinberri umræðu er oft rætt um neytendur eins og illa upplýsta einstaklinga sem hafa engin áhrif á verðlagninguna með ákvörðunum sínum. Það er ekki rétt enda skiptir hegðun allra neytenda máli þó að áhrif hvers og eins séu skiljanlega lítil. Eftir því sem þeir eru duglegri að versla þar sem varan er ódýrust hverju sinni þeim mun meira aðhald skapa þeir gagnvart fyrirtækjunum og þeim mun meiri áhrif hafa þeir á samkeppnisstigið og verðlagninguna til lækkunar. Þá eru neytendur mun duglegri að segja sínar skoðanir og frá reynslu sinni en áður, t.d. á samfélagsmiðlum. Langmesti hreyfanleikinn í Evrópu er á íslenskum fjármálamarkaði Segja má að það, hversu duglegir neytendur eru að veita markaðnum aðhald, megi mæla að einhverju leyti með því hversu mikið og títt þeir færa sín viðskipti á milli fyrirtækja. Kannanir hafa verið gerðar á hreyfanleika neytenda á fjármálamarkaði í löndum Evrópu. Gallup hefur framkvæmt samskonar könnun meðal íslenskra neytenda. Niðurstaðan er sú að Íslendingar eru langduglegastir Evrópuþjóða að færa sig á milli fjármálafyrirtækja og eru þeir þar mjög langt frá meðaltalinu. Út frá því má ætla að engir neytendur í Evrópu veiti fjármálafyrirtækjum jafn mikið aðhald í verðlagningu á fjármálaþjónustu. Stigin hafa verið skref til þess að efla samkeppnisstigið Þessi mikli hreyfanleiki kemur þó ekki alveg úr tómarúmi. Þannig hafa verið stigin mikilvæg skref til þess að auka þennan hreyfanleika og hafa stjórnvöld m.a. aukið hvata til þess að hægt sé að færa fjármálaviðskipti milli einstakra fyrirtækja með því að lækka þröskulda fyrir slíku, t.d. hvað snýr að takmörkun á uppgreiðslugjaldi lána og afnámi stimpilgjalda. Stór hluti Íslendinga sinnir nær öllum sínum bankaviðskiptum fyrir framan tölvuská og eru margir með innlánsreikninga í fleiri en einni fjármálastofnun. Í gegnum síma og rafræn skilríki er hægt að stofna nýja reikninga hjá öðru fyrirtæki með afar einföldum hætti. Fjöldi einstaklinga á innlánsreikninga á fleiri en einum stað og getur á innan við einni mínútu fært innlánin sín þangað sem þau bera hæstu vextina án þess að stíga upp úr sófanum heima hjá sér. Hér er rétt að benda á að það er leitun að Evrópulandi þar sem jafn auðvelt er að stofna innlánsreikning, til þess að elta bestu innlánsvextina, eins og er hér á landi. Í sumum löndum getur þetta verið töluvert mál og tekið nokkra daga. Þar er mun erfiðara fyrir neytendur að veita fyrirtækjunum sama aðhald. Aukið gagnsæi gerir neytendum auðveldara fyrir að stuðla að samkeppni Aukið gagnsæi á markaðnum hefur einnig áhrif á hreyfanleikann og þannig á samkeppnisstigið. Þeim mun betur sem neytendur geta borið saman verðlagningu ólíkra fyrirtækja þeim mun auðveldara er fyrir neytendur að elta bestu kjörin. Í þessu sambandi má t.d. benda á heimasíðu Aurbjargar sem veitir gott og samanburðarhæft yfirlit yfir kjör húsnæðislána á Íslandi en til marks um samkeppni á þeim markaði bjóða yfir 20 aðilar húsnæðislán til íslenskra heimila. Fleiri vísbendingar benda í þá átt að hér á landi sé umtalsverð samkeppni á fjármálamarkaði. Arðsemi eigin fjár hefur t.d. verið lægri en að meðaltali í Evrópu í töluvert langan tíma. Hér er rétt að hafa í huga að mikil hagræðing hefur átt sér stað í íslenska bankakerfinu allt frá hruni. Sú hagræðing hefur skilað því að kostnaðarhlutföll íslenskra banka eru lág í samanburði við önnur Evrópulönd. Lág arðsemi eigin fjár verður því ekki rakin til óhóflegs kostnaðar í rekstri. Þessu til viðbótar sýnir ný skýrsla Evrópska bankaeftirlitsins að af 22 Evrópuþjóðum var mismunur á inn- og útlánsvöxtum bankanna einn sá minnsti hér á landi í fyrra og að hann hafi lækkað verulega milli áranna 2021 og 2023. Það bendir til verðsamkeppni bæði á inn- og og útlánsvöxtum. Heilt yfir má segja að eðli fjármálaþjónustu, gagnsæi og lágir þröskuldar fyrir neytendur til að skipta á milli fjármálafyrirtækja hafi skilað sér í miklum hreyfanleika hér á landi sem hafi skapað verulegt aðhald frá neytendum í samkeppnislegu ljósi. Höfundur er hagfræðingur Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármálafyrirtæki Samkeppnismál Mest lesið Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Sjá meira
Því er stundum fleygt fram í opinberri umræðu að samkeppni á íslenskum fjármálamarkaði sé lítil. Þessu hefur verið svo oft haldið fram, án haldbærs rökstuðnings, að margir eru farnir að taka þessu sem ákveðnum sannindum. Það er hins vegar ýmislegt sem styður það að hér sé samkeppnistigið ekki einungis nokkuð hátt heldur hærra en í þeim löndum sem við berum okkur gjarnan saman við. Oft má rekja þessa umræðu um skort á samkeppni einfaldlega til misskilnings. Þannig telja sumir t.d. að hátt vaxtastig hljóti að gefa til kynna að samkeppni sé lítil. Því er til að svara að almennt vaxtastig er að miklu leyti utan áhrifasviðs bankanna og ræðst að mestu leyti af verðbólguþróun og stýrivaxtastigi sem er í höndum Seðlabankans. Eðli fjármálaþjónustu styður við aukna samkeppni Samkeppni getur verið með ýmsum hætti en ef við horfum einungis á verðsamkeppni þá ræðst hún að töluverðu leyti af eðli vörunnar, þ.e. hvort hún er einsleit eða ekki. Dæmi um einsleita vöru er t.d. bensín og dæmi um hið gagnstæða er t.d. bílar. Einsleit vara er því sú sama eða nánast sú sama hver sem söluaðilinn er. Á markaði með einsleita vöru keppa fyrirtæki aðallega á grundvelli verðs því varan er sú sama í augum neytenda. Á slíkum markaði er einnig lítil tryggð við vörumerki. Neytendur einfaldlega velja ódýrustu vöruna burtséð frá því hver selur hana. Stærsti hluti inn- og útlána sem bankarnir bjóða s.s. húsnæðislán og yfirdráttarlán má kalla einsleita vöru og felst samkeppni þeirra á milli því fyrst og fremst í verðlagningunni á þeim lánum. Íslenskir neytendur veita fjármálafyrirtækjum mjög mikið aðhald Samkeppnisstig á markaði með einsleita vöru ræðst að töluverðu leyti af neytendunum sjálfum. Í opinberri umræðu er oft rætt um neytendur eins og illa upplýsta einstaklinga sem hafa engin áhrif á verðlagninguna með ákvörðunum sínum. Það er ekki rétt enda skiptir hegðun allra neytenda máli þó að áhrif hvers og eins séu skiljanlega lítil. Eftir því sem þeir eru duglegri að versla þar sem varan er ódýrust hverju sinni þeim mun meira aðhald skapa þeir gagnvart fyrirtækjunum og þeim mun meiri áhrif hafa þeir á samkeppnisstigið og verðlagninguna til lækkunar. Þá eru neytendur mun duglegri að segja sínar skoðanir og frá reynslu sinni en áður, t.d. á samfélagsmiðlum. Langmesti hreyfanleikinn í Evrópu er á íslenskum fjármálamarkaði Segja má að það, hversu duglegir neytendur eru að veita markaðnum aðhald, megi mæla að einhverju leyti með því hversu mikið og títt þeir færa sín viðskipti á milli fyrirtækja. Kannanir hafa verið gerðar á hreyfanleika neytenda á fjármálamarkaði í löndum Evrópu. Gallup hefur framkvæmt samskonar könnun meðal íslenskra neytenda. Niðurstaðan er sú að Íslendingar eru langduglegastir Evrópuþjóða að færa sig á milli fjármálafyrirtækja og eru þeir þar mjög langt frá meðaltalinu. Út frá því má ætla að engir neytendur í Evrópu veiti fjármálafyrirtækjum jafn mikið aðhald í verðlagningu á fjármálaþjónustu. Stigin hafa verið skref til þess að efla samkeppnisstigið Þessi mikli hreyfanleiki kemur þó ekki alveg úr tómarúmi. Þannig hafa verið stigin mikilvæg skref til þess að auka þennan hreyfanleika og hafa stjórnvöld m.a. aukið hvata til þess að hægt sé að færa fjármálaviðskipti milli einstakra fyrirtækja með því að lækka þröskulda fyrir slíku, t.d. hvað snýr að takmörkun á uppgreiðslugjaldi lána og afnámi stimpilgjalda. Stór hluti Íslendinga sinnir nær öllum sínum bankaviðskiptum fyrir framan tölvuská og eru margir með innlánsreikninga í fleiri en einni fjármálastofnun. Í gegnum síma og rafræn skilríki er hægt að stofna nýja reikninga hjá öðru fyrirtæki með afar einföldum hætti. Fjöldi einstaklinga á innlánsreikninga á fleiri en einum stað og getur á innan við einni mínútu fært innlánin sín þangað sem þau bera hæstu vextina án þess að stíga upp úr sófanum heima hjá sér. Hér er rétt að benda á að það er leitun að Evrópulandi þar sem jafn auðvelt er að stofna innlánsreikning, til þess að elta bestu innlánsvextina, eins og er hér á landi. Í sumum löndum getur þetta verið töluvert mál og tekið nokkra daga. Þar er mun erfiðara fyrir neytendur að veita fyrirtækjunum sama aðhald. Aukið gagnsæi gerir neytendum auðveldara fyrir að stuðla að samkeppni Aukið gagnsæi á markaðnum hefur einnig áhrif á hreyfanleikann og þannig á samkeppnisstigið. Þeim mun betur sem neytendur geta borið saman verðlagningu ólíkra fyrirtækja þeim mun auðveldara er fyrir neytendur að elta bestu kjörin. Í þessu sambandi má t.d. benda á heimasíðu Aurbjargar sem veitir gott og samanburðarhæft yfirlit yfir kjör húsnæðislána á Íslandi en til marks um samkeppni á þeim markaði bjóða yfir 20 aðilar húsnæðislán til íslenskra heimila. Fleiri vísbendingar benda í þá átt að hér á landi sé umtalsverð samkeppni á fjármálamarkaði. Arðsemi eigin fjár hefur t.d. verið lægri en að meðaltali í Evrópu í töluvert langan tíma. Hér er rétt að hafa í huga að mikil hagræðing hefur átt sér stað í íslenska bankakerfinu allt frá hruni. Sú hagræðing hefur skilað því að kostnaðarhlutföll íslenskra banka eru lág í samanburði við önnur Evrópulönd. Lág arðsemi eigin fjár verður því ekki rakin til óhóflegs kostnaðar í rekstri. Þessu til viðbótar sýnir ný skýrsla Evrópska bankaeftirlitsins að af 22 Evrópuþjóðum var mismunur á inn- og útlánsvöxtum bankanna einn sá minnsti hér á landi í fyrra og að hann hafi lækkað verulega milli áranna 2021 og 2023. Það bendir til verðsamkeppni bæði á inn- og og útlánsvöxtum. Heilt yfir má segja að eðli fjármálaþjónustu, gagnsæi og lágir þröskuldar fyrir neytendur til að skipta á milli fjármálafyrirtækja hafi skilað sér í miklum hreyfanleika hér á landi sem hafi skapað verulegt aðhald frá neytendum í samkeppnislegu ljósi. Höfundur er hagfræðingur Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun