„Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Samúel Karl Ólason skrifar 18. desember 2024 10:52 Þessi mynd er meðal þess myndefnis frá Kúrsk sem hefur verið í drefiingu undanfarna daga og er hún sögð sýna hermann frá Norður-Kóreu. Undanfarna daga hafa fregnir borist af því að dátar Kims Jong Un frá Norður-Kóreu hafi tekið þátt í bardögum gegn úkraínskum hermönnum í Kúrskhéraði í Rússlandi. Þar eru þeir sagðir hafa orðið fyrir mannfalli en úkraínskir hermenn hafa sagt þá sækja fram án stuðnings og bryndreka. Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu sendi hermenn til stuðnings Rússa í október og er talið að þeir séu um tíu til tólf þúsund talsins. Frá því Rússar gerðu innrás í Úkraínu hefur Kim einnig sent umfangsmikið magn af skotfærum fyrir stórskotalið, fallbyssur, eldflaugar og önnur hergögn til Rússlands. Kollegarnir Vladimír Pútín og Kim skrifuðu í sumar undir varnarsáttmála og hafa ríkin aukið samstarf á sviði varnarmála. Í staðinn er Kim sagður fá peninga, olíu og tæknilega aðstoð, svo eitthvað sé nefnt. Sjá einnig: Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Eins og frægt er gerðu Úkraínumenn skyndisókn inn í Kúrskhérað í sumar og náðu tökum á töluverðu svæði þar. Rússar hafa síðan þá reynt að reka Úkraínumenn á brott en það hefur gengið hægt. Umfangsmeiri árásir í Kúrsk Oleksandr Sirskí, yfirmaður herafla Úkraínu, sagði í gær að árásir Rússa í Kúrsk væru orðnar umfangsmeiri og hélt hann því einnig fram að norðurkóreskir hermenn hefðu orðið fyrir miklu mannfalli. Þá hefur Reuters fréttaveitan eftir ónafngreindum embættismanni í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna að nokkur hundruð hermenn frá Norður-Kóreu hafðu fallið eða særst. Talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna sagði á mánudaginn að svo virtist sem norðurkóreskir hermenn hefðu fyrst tekið þátt í bardögum í Kúrsk í síðustu viku. Hann sagði ljóst að þeir hefðu orðið fyrir mannfalli en vildi ekki vildi ekki fara nánar út í það, samkvæmt frétt New York Times. Rússneskir herbloggarar hafa einnig á undanförnum dögum sagt frá því að norðurkóreskir hermenn hafi tekið þátt í átökunum í Kúrsk. Áður hafa Úkraínumenn sagt að hermenn Kims hafi fengið rússneska herbúninga og skilríki sem gefi til kynna að þeir séu frá austurhluta Rússlands. Sjá einnig: Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Þá hefur NYT eftir sérfræðingum að útlit sé fyrir að Kim hafi fengið allt að sex milljarða dala fyrir hergagnasendingar og hermannaflutninga til Rússlands. Hér að neðan má sjá myndband sem úkraínskir hermenn segja sýna norðurkóreska hermenn sækja fram í Kúrskhéraði á dögunum. Þar að neðan er svo myndband af klasasprengjuárás sem á að hafa verið gerð á norðurkórseka hermenn í Kúrsk. 🇰🇵#NorthKorea'n storm troopersNechayiv, #Kursk battlefield pic.twitter.com/C3uIcpYSJN— C4H10FO2P ☠️ (@markito0171) December 16, 2024 cluster missile strike on presumed north korean infantry at the location geolocated belowhttps://t.co/3eHf1feHAU https://t.co/AYHm0s6XI3 pic.twitter.com/cJn7XCITJt— imi (m) (@moklasen) December 16, 2024 Úkraína Rússland Norður-Kórea Vladimír Pútín Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Rússneska leyniþjónustan FSB segist hafa handtekið tuttugu og níu ára gamlan mann frá Úsbekistan grunaðan um að hafa ráðið Igor Kirillov, rússneska hershöfðingjann sem var sprengdur í loft upp í Moskvu í gærmorgun, af dögum. 18. desember 2024 07:37 Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Tvö rússnesk olíuskip með alls 27 innanborðs eru stórskemmd eftir hremmingar á Svartahafi, í Kerch-sundi sem sker Rússland og Krímskaga. 15. desember 2024 20:09 Eru Rússar að hörfa frá Sýrlandi? Rússneskir hermenn í Sýrlandi hafa streymt til Hmeimim herstöðvar Rússlands í Latakiahéraði. Gervihnattamyndir sýna að þar hafa hermenn verið að taka saman loftvarnarkerfi og þykir það benda til þess að Rússar séu alfarið að yfirgefa Sýrland eftir fall ríkisstjórnar Bashars al-Assad. 13. desember 2024 16:18 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu sendi hermenn til stuðnings Rússa í október og er talið að þeir séu um tíu til tólf þúsund talsins. Frá því Rússar gerðu innrás í Úkraínu hefur Kim einnig sent umfangsmikið magn af skotfærum fyrir stórskotalið, fallbyssur, eldflaugar og önnur hergögn til Rússlands. Kollegarnir Vladimír Pútín og Kim skrifuðu í sumar undir varnarsáttmála og hafa ríkin aukið samstarf á sviði varnarmála. Í staðinn er Kim sagður fá peninga, olíu og tæknilega aðstoð, svo eitthvað sé nefnt. Sjá einnig: Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Eins og frægt er gerðu Úkraínumenn skyndisókn inn í Kúrskhérað í sumar og náðu tökum á töluverðu svæði þar. Rússar hafa síðan þá reynt að reka Úkraínumenn á brott en það hefur gengið hægt. Umfangsmeiri árásir í Kúrsk Oleksandr Sirskí, yfirmaður herafla Úkraínu, sagði í gær að árásir Rússa í Kúrsk væru orðnar umfangsmeiri og hélt hann því einnig fram að norðurkóreskir hermenn hefðu orðið fyrir miklu mannfalli. Þá hefur Reuters fréttaveitan eftir ónafngreindum embættismanni í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna að nokkur hundruð hermenn frá Norður-Kóreu hafðu fallið eða særst. Talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna sagði á mánudaginn að svo virtist sem norðurkóreskir hermenn hefðu fyrst tekið þátt í bardögum í Kúrsk í síðustu viku. Hann sagði ljóst að þeir hefðu orðið fyrir mannfalli en vildi ekki vildi ekki fara nánar út í það, samkvæmt frétt New York Times. Rússneskir herbloggarar hafa einnig á undanförnum dögum sagt frá því að norðurkóreskir hermenn hafi tekið þátt í átökunum í Kúrsk. Áður hafa Úkraínumenn sagt að hermenn Kims hafi fengið rússneska herbúninga og skilríki sem gefi til kynna að þeir séu frá austurhluta Rússlands. Sjá einnig: Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Þá hefur NYT eftir sérfræðingum að útlit sé fyrir að Kim hafi fengið allt að sex milljarða dala fyrir hergagnasendingar og hermannaflutninga til Rússlands. Hér að neðan má sjá myndband sem úkraínskir hermenn segja sýna norðurkóreska hermenn sækja fram í Kúrskhéraði á dögunum. Þar að neðan er svo myndband af klasasprengjuárás sem á að hafa verið gerð á norðurkórseka hermenn í Kúrsk. 🇰🇵#NorthKorea'n storm troopersNechayiv, #Kursk battlefield pic.twitter.com/C3uIcpYSJN— C4H10FO2P ☠️ (@markito0171) December 16, 2024 cluster missile strike on presumed north korean infantry at the location geolocated belowhttps://t.co/3eHf1feHAU https://t.co/AYHm0s6XI3 pic.twitter.com/cJn7XCITJt— imi (m) (@moklasen) December 16, 2024
Úkraína Rússland Norður-Kórea Vladimír Pútín Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Rússneska leyniþjónustan FSB segist hafa handtekið tuttugu og níu ára gamlan mann frá Úsbekistan grunaðan um að hafa ráðið Igor Kirillov, rússneska hershöfðingjann sem var sprengdur í loft upp í Moskvu í gærmorgun, af dögum. 18. desember 2024 07:37 Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Tvö rússnesk olíuskip með alls 27 innanborðs eru stórskemmd eftir hremmingar á Svartahafi, í Kerch-sundi sem sker Rússland og Krímskaga. 15. desember 2024 20:09 Eru Rússar að hörfa frá Sýrlandi? Rússneskir hermenn í Sýrlandi hafa streymt til Hmeimim herstöðvar Rússlands í Latakiahéraði. Gervihnattamyndir sýna að þar hafa hermenn verið að taka saman loftvarnarkerfi og þykir það benda til þess að Rússar séu alfarið að yfirgefa Sýrland eftir fall ríkisstjórnar Bashars al-Assad. 13. desember 2024 16:18 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Rússneska leyniþjónustan FSB segist hafa handtekið tuttugu og níu ára gamlan mann frá Úsbekistan grunaðan um að hafa ráðið Igor Kirillov, rússneska hershöfðingjann sem var sprengdur í loft upp í Moskvu í gærmorgun, af dögum. 18. desember 2024 07:37
Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Tvö rússnesk olíuskip með alls 27 innanborðs eru stórskemmd eftir hremmingar á Svartahafi, í Kerch-sundi sem sker Rússland og Krímskaga. 15. desember 2024 20:09
Eru Rússar að hörfa frá Sýrlandi? Rússneskir hermenn í Sýrlandi hafa streymt til Hmeimim herstöðvar Rússlands í Latakiahéraði. Gervihnattamyndir sýna að þar hafa hermenn verið að taka saman loftvarnarkerfi og þykir það benda til þess að Rússar séu alfarið að yfirgefa Sýrland eftir fall ríkisstjórnar Bashars al-Assad. 13. desember 2024 16:18