Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Árni Sæberg skrifar 17. desember 2024 12:11 Helgi Magnús er vararíkissaksóknari. Vísir/Einar Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari gerir ráð fyrir því að mæta aftur til starfa á föstudag. Hann hefur ekki mætt til vinnu síðan í lok júní þegar ríkissaksóknari afþakkaði vinnuframlag hans og óskaði eftir því við dómsmálaráðherra að Helgi Magnús yrði leystur tímabundið frá störfum. Dómsmálaráðherra varð ekki við þeirri beiðni. Málið á rætur að rekja til orðræðu sem Helgi Magnús viðhafði um Mohamed Thor Jóhannesson, áður Kourani, en Helgi Magnús og fjölskylda þurftu um árabil að sæta þrálátum hótunum af hálfu Kouranis. Hann var kærður af stjórn Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, vegna ummælanna. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari lagði í kjölfarið til við dómsmálaráðherra að Helgi Magnús yrði leystur tímabundið frá störfum vegna kærunnar. Ákvað sig snemma í september Guðrún Hafsteinsdóttir ákvað þann 9. september síðastliðinn að ekki væri tilefni til þess að leysa Helga Magnús frá störfum. „Það er afstaða dómsmálaráðherra að ummæli vararíkissaksóknara hafi ekki aðeins verið óviðeigandi og í ósamræmi við stöðu hans sem embættismanns, heldur hafi þau einnig verið til þess fallin að draga úr og grafa undan trúverðugleika embættis ríkissaksóknara og ákæruvaldsins í heild. Í því samhengi skipti máli að ummælin beindust meðal annars að innflytjendum og flóttafólki, tilteknum samtökum og einstaklingi sem starfar sem lögmaður. Þá var um ítrekaða háttsemi að ræða, sem var jafnframt sama eðlis og viðkomandi embættismaður fékk áminningu fyrir tveimur árum áður,“ sagði í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Sigríður verði að finna lendingu Helgi Magnús segir í samtali við Vísi að hann reikni með því að snúa aftur til starfa á föstudag. „Sigríður er yfirmaður og hún verður einhvern veginn að finna lendingu á þessu, ég vil bara fara að vinna og að allir séu sáttir.“ Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Ummælin óviðeigandi en Helgi Magnús sleppur Dómsmálaráðherra telur sérstakar aðstæður réttlæta ummæli Helga Magnúsar Gunnarssonar, vararíkissaksóknara, sem séu þó til þess fallin að grafa undan trúverðugleika ákæruvaldsins. Hann verður því ekki leystur frá störfum. Helgi Magnús fagnar ákvörðun ráðherra og hlakkar til að mæta aftur til vinnu. 9. september 2024 15:39 Helgi Magnús situr heima meðan Guðrún leitar sér ráðgjafar Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra getur ekki sagt til um hvenær mál Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara verður afgreitt innan ráðuneytisins. Á meðan situr Helgi Magnús heima. 20. ágúst 2024 12:59 Passi ekki að vera saksóknari og í pólitík á sama tíma Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir í samtali við Vísi að komið hafi verið að máli við hann varðandi hugsanlegt framboð til Alþingis. Hann kveðst vilja halda trúnað um það hver var þar á ferð. 21. október 2024 11:28 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Sjá meira
Málið á rætur að rekja til orðræðu sem Helgi Magnús viðhafði um Mohamed Thor Jóhannesson, áður Kourani, en Helgi Magnús og fjölskylda þurftu um árabil að sæta þrálátum hótunum af hálfu Kouranis. Hann var kærður af stjórn Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, vegna ummælanna. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari lagði í kjölfarið til við dómsmálaráðherra að Helgi Magnús yrði leystur tímabundið frá störfum vegna kærunnar. Ákvað sig snemma í september Guðrún Hafsteinsdóttir ákvað þann 9. september síðastliðinn að ekki væri tilefni til þess að leysa Helga Magnús frá störfum. „Það er afstaða dómsmálaráðherra að ummæli vararíkissaksóknara hafi ekki aðeins verið óviðeigandi og í ósamræmi við stöðu hans sem embættismanns, heldur hafi þau einnig verið til þess fallin að draga úr og grafa undan trúverðugleika embættis ríkissaksóknara og ákæruvaldsins í heild. Í því samhengi skipti máli að ummælin beindust meðal annars að innflytjendum og flóttafólki, tilteknum samtökum og einstaklingi sem starfar sem lögmaður. Þá var um ítrekaða háttsemi að ræða, sem var jafnframt sama eðlis og viðkomandi embættismaður fékk áminningu fyrir tveimur árum áður,“ sagði í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Sigríður verði að finna lendingu Helgi Magnús segir í samtali við Vísi að hann reikni með því að snúa aftur til starfa á föstudag. „Sigríður er yfirmaður og hún verður einhvern veginn að finna lendingu á þessu, ég vil bara fara að vinna og að allir séu sáttir.“
Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Ummælin óviðeigandi en Helgi Magnús sleppur Dómsmálaráðherra telur sérstakar aðstæður réttlæta ummæli Helga Magnúsar Gunnarssonar, vararíkissaksóknara, sem séu þó til þess fallin að grafa undan trúverðugleika ákæruvaldsins. Hann verður því ekki leystur frá störfum. Helgi Magnús fagnar ákvörðun ráðherra og hlakkar til að mæta aftur til vinnu. 9. september 2024 15:39 Helgi Magnús situr heima meðan Guðrún leitar sér ráðgjafar Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra getur ekki sagt til um hvenær mál Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara verður afgreitt innan ráðuneytisins. Á meðan situr Helgi Magnús heima. 20. ágúst 2024 12:59 Passi ekki að vera saksóknari og í pólitík á sama tíma Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir í samtali við Vísi að komið hafi verið að máli við hann varðandi hugsanlegt framboð til Alþingis. Hann kveðst vilja halda trúnað um það hver var þar á ferð. 21. október 2024 11:28 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Sjá meira
Ummælin óviðeigandi en Helgi Magnús sleppur Dómsmálaráðherra telur sérstakar aðstæður réttlæta ummæli Helga Magnúsar Gunnarssonar, vararíkissaksóknara, sem séu þó til þess fallin að grafa undan trúverðugleika ákæruvaldsins. Hann verður því ekki leystur frá störfum. Helgi Magnús fagnar ákvörðun ráðherra og hlakkar til að mæta aftur til vinnu. 9. september 2024 15:39
Helgi Magnús situr heima meðan Guðrún leitar sér ráðgjafar Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra getur ekki sagt til um hvenær mál Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara verður afgreitt innan ráðuneytisins. Á meðan situr Helgi Magnús heima. 20. ágúst 2024 12:59
Passi ekki að vera saksóknari og í pólitík á sama tíma Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir í samtali við Vísi að komið hafi verið að máli við hann varðandi hugsanlegt framboð til Alþingis. Hann kveðst vilja halda trúnað um það hver var þar á ferð. 21. október 2024 11:28