Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Árni Sæberg skrifar 17. desember 2024 07:15 Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri SVEIT. Aðsend Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri SVEIT, Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, sakar Eflingu um að beita hótunum og að henda fram ósannindum í umræðuna í stað þess að leita lagalegra leiða til að koma í veg fyrir að SVEIT semji við stéttarfélagið Virðingu. Efling segir Virðingu gervistéttarfélag og samning SVEIT og Virðingar að engu hafandi. Mikið hefur verið fjalla um deilur Eflingar og SVEIT en þær snúa helst að stofnun nýs stéttarfélags, Virðingar, og samningi SVEIT við það. Efling hefur sagt samninginn ólöglegan og fleiri hagsmunasamtök launafólks hafa tekið undir gagnrýni á SVEIT og Virðingu. Aðgerðir farnar að bíta Efling hefur gengið svo langt að grípa til aðgerða gegn SVEIT. Í síðustu viku var tilkynnt um fjölmargar aðgerðir gegn fyrirtækjum innan SVEIT. Þá kom fram í dag að fimmtungur fyrirtækjanna hefði sagt sig úr samtökunum eftir tilkynningu Eflingar um aðgerðir. Miða að því að styrkja þá sem helga sig veitingageiranum Í yfirlýsingu sem Aðalgeir hefur sent út fyrir hönd SVEIT segir að laun fastra starfsmanna hækki 150 til 200 þúsund krónur á ári, samkvæmt kjarasamningi SVEIT og Virðingar, „sem ýmsir aðilar hafa reynt að gera tortryggilegan undanfarnar vikur.“ Samningurinn miði að því að styrkja dagvinnu þeirra sem gera starf í geiranum að aðalatvinnu á kostnað lausafólks sem tekur skemmri og færri vaktir. Þá komi SVEIT ekkert að stofnun Virðingar né ráði þar nokkru. „Þetta er rétt að ítreka enn einu sinni eftir harðar og óvægnar árásir verkalýðsfélagsins Eflingar, sem teknar hafa verið upp af ýmsum öðrum aðilum.“ Fylgi lögum í einu og öllu Þá segir Aðalgeir að kjarasamningsgerð milli SVEIT og Virðingar sé fullkomlega lögleg. Það sjáist best í því að hvorki Efling né nokkuð annað verkalýðsfélag geri minnstu tilraun til að fara lagalegar leiðir til að sýna fram á annað. Frekar sé hótunum beitt og ósannindum hent fram í umræðuna til að reyna að hindra að viðsemjendur á vinnumarkaði veitingageirans semji sín á milli án milligöngu Eflingar. „SVEIT og Virðing fylgja landslögum í einu og öllu við samninga sín á milli, en kjarasamningur félaganna tekur mið af viðkomandi atvinnugrein og er til samræmis við samninga í veitingageiranum á öllum Norðurlöndunum, auk fyrirtækjaþáttar hins svo kallaða stöðugleikasamnings og fjölda vinnustaðasamninga Eflingar við stórfyrirtæki landsins.“ Stéttarfélög Vinnumarkaður Veitingastaðir Kjaramál Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fleiri fréttir Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Sjá meira
Mikið hefur verið fjalla um deilur Eflingar og SVEIT en þær snúa helst að stofnun nýs stéttarfélags, Virðingar, og samningi SVEIT við það. Efling hefur sagt samninginn ólöglegan og fleiri hagsmunasamtök launafólks hafa tekið undir gagnrýni á SVEIT og Virðingu. Aðgerðir farnar að bíta Efling hefur gengið svo langt að grípa til aðgerða gegn SVEIT. Í síðustu viku var tilkynnt um fjölmargar aðgerðir gegn fyrirtækjum innan SVEIT. Þá kom fram í dag að fimmtungur fyrirtækjanna hefði sagt sig úr samtökunum eftir tilkynningu Eflingar um aðgerðir. Miða að því að styrkja þá sem helga sig veitingageiranum Í yfirlýsingu sem Aðalgeir hefur sent út fyrir hönd SVEIT segir að laun fastra starfsmanna hækki 150 til 200 þúsund krónur á ári, samkvæmt kjarasamningi SVEIT og Virðingar, „sem ýmsir aðilar hafa reynt að gera tortryggilegan undanfarnar vikur.“ Samningurinn miði að því að styrkja dagvinnu þeirra sem gera starf í geiranum að aðalatvinnu á kostnað lausafólks sem tekur skemmri og færri vaktir. Þá komi SVEIT ekkert að stofnun Virðingar né ráði þar nokkru. „Þetta er rétt að ítreka enn einu sinni eftir harðar og óvægnar árásir verkalýðsfélagsins Eflingar, sem teknar hafa verið upp af ýmsum öðrum aðilum.“ Fylgi lögum í einu og öllu Þá segir Aðalgeir að kjarasamningsgerð milli SVEIT og Virðingar sé fullkomlega lögleg. Það sjáist best í því að hvorki Efling né nokkuð annað verkalýðsfélag geri minnstu tilraun til að fara lagalegar leiðir til að sýna fram á annað. Frekar sé hótunum beitt og ósannindum hent fram í umræðuna til að reyna að hindra að viðsemjendur á vinnumarkaði veitingageirans semji sín á milli án milligöngu Eflingar. „SVEIT og Virðing fylgja landslögum í einu og öllu við samninga sín á milli, en kjarasamningur félaganna tekur mið af viðkomandi atvinnugrein og er til samræmis við samninga í veitingageiranum á öllum Norðurlöndunum, auk fyrirtækjaþáttar hins svo kallaða stöðugleikasamnings og fjölda vinnustaðasamninga Eflingar við stórfyrirtæki landsins.“
Stéttarfélög Vinnumarkaður Veitingastaðir Kjaramál Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fleiri fréttir Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Sjá meira