Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar 16. desember 2024 23:16 Borist hafa af því fréttir að fyrirtæki eins og Alvotech og Arion banki hafi hug á því að stofna leikskóla eða einhvers konar dagvistunarúrræði fyrir börn starfsmanna sinna. Fyrir þessum hugmyndum hefur Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur, meðal annars talað. Margar áleitnar spurningar vakna þegar svona umræða fer af stað. Gallarnir eru margir og nægir að nefna forgang fyrir börn starfsfólks fyrirtækjanna sem sveitarfélög, sem gera samning við slík einkafyrirtæki, setja sem kröfu. Við það skapast ójafnræði sem erfitt er fyrir sveitarfélög að rökstyðja. Hingað til hefur verið sátt innan samfélagsins um að leikskólarnir séu byggðir upp á samfélagslegum grunni, líkt og grunnskólarnir. Hvernig væri umræðan ef Alvotech og Arion banki hygðust stofna grunnskóla? „Talsmenn fyrirtækjanna segja að lakur árangur íslenskra nemenda á Pisa prófinu muni til lengri tíma skekkja samkeppnisstöðu þeirra. Við þurfum betur menntað starfsfólk og þar skiptir miklu máli að grunnurinn sé góður.“ Erum við að sjá hér raungerast einhverja allsherjar stefnubreytingu á þeim samfélagssáttmála sem ríkt hefur um skólakerfið? Þessi hugmynd fyrirtækja að setja á laggir leikskóla sprettur upp úr þeim vanda sem ofvöxtur leikskólakerfisins hefur skapað. Leikskólastigið hefur þróast hratt sem skólastig og í raun allt of hratt til þess að geta staðið almennilega undir sér. Ákvarðanir samfélagsins um að taka sífellt inn yngri og yngri börn án þess að hugsa málið fyllilega til enda hefur aukið á vandann og komið okkur öllum í erfiða stöðu. Að ætla á ofurhraða að brúa bilið milli leikskóla og fæðingarorlofs með leikskólum myndi setja aukinn þrýsting á kerfi sem þolir ekki meiri þrýsting. Almennt hefur umræðan um brúun bilsins að litlu leyti verið út frá forsendum og þörfum barna. Fáir leita svara við spurningunni: „Hvað er best fyrir 1-2 ára börn?“ Vandi leikskólakerfisins er skortur á fagmenntuðu starfsfólki. Hvorki Alovotech né Arion banki munu framleiða kennara á örskotsstundu. Staðan er einfaldlega þannig að á meðan verið er að ná nýliðun á flug er eina raunhæfa lausnin að brúa bilið með lengra fæðingarorlofi, skilyrtu milli kynja. Það mætti til dæmis skoða að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla með þrepaskiptu kerfi sem talar saman við fæðingarorlofskerfið þar sem dvalartími barna lengist í áföngum eftir því sem þau eldast. Það hefur verið slegið met í innritun í leikskólakennaranám mörg ár aftur í tímann. Nýliðunin mun hins vegar taka tíma þar sem kerfið hefur stækkað hraðar en við ráðum við. Það virðist vera einhver hugsanavilla í gangi um að einkafyrirtækjum muni ganga betur en opinberum aðilum að laða til sín kennara. Staðreyndin er þessi. Hlutfall kennara með leyfisbréf í leikskólum, reknum af sveitarfélögunum, er 26%. Hlutfall kennara með leyfisbréf í sjálfstætt starfandi leikskólum er 18%. Að meðaltali gengur sjálfstætt starfandi skólum ekki betur að laða til sín kennara en skólum sem sveitarfélögin reka. Stærsta verkefni sveitarfélaga er að fjölga leikskólakennurum. Við erum ekki að ná að viðhalda nægilega háum gæðum í námi á leikskólastigi vegna mikils skorts á kennurum. Í dag vantar 2.469 kennara til að uppfylla lagalegar skyldur sem kveða á um að 67% þeirra sem sinna uppeldi og menntun í leikskólum eigi að hafa leyfisbréf kennara. Til að fjölga kennurum enn frekar þarf að gera störf í leikskólum eftirsóttari, draga úr starfsmannaveltu og styðja við starfsfólk og stjórnendur leikskóla. Það er aðallega tvennt sem mun stuðla að fjölgun kennara: Laun þurfa að vera samkeppnishæf við aðra sérfræðinga á markaði. Það þarf að skapa kennurum á leikskólastiginu starfsaðstæður sem þeir vilja starfa í. Eini raunverulegi staðurinn þar sem hægt er að vinna markvisst að þessum tveimur punktum er við kjarasamningsborðið. Þar sitjum við núna. Við það borð veita einstaklingar eins og Einar Þorsteinsson borgarstjóri umboð til þess að gera kjarasamninga sem raunverulega geta fjölgað kennurum á leikskólastiginu. Það er sami Einar Þorsteinsson og kvartar yfir því að ekki fáist nægilega margir kennarar til starfa í leikskólum landsins. Eins og staðan er í dag virðist vera mjög djúpt á umboði frá honum til að gera það sem þarf. Hér fer ekki saman hljóð og mynd. Höfundur er formaður Félags leikskólakennara Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Freyr Gíslason Alvotech Arion banki Leikskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Borist hafa af því fréttir að fyrirtæki eins og Alvotech og Arion banki hafi hug á því að stofna leikskóla eða einhvers konar dagvistunarúrræði fyrir börn starfsmanna sinna. Fyrir þessum hugmyndum hefur Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur, meðal annars talað. Margar áleitnar spurningar vakna þegar svona umræða fer af stað. Gallarnir eru margir og nægir að nefna forgang fyrir börn starfsfólks fyrirtækjanna sem sveitarfélög, sem gera samning við slík einkafyrirtæki, setja sem kröfu. Við það skapast ójafnræði sem erfitt er fyrir sveitarfélög að rökstyðja. Hingað til hefur verið sátt innan samfélagsins um að leikskólarnir séu byggðir upp á samfélagslegum grunni, líkt og grunnskólarnir. Hvernig væri umræðan ef Alvotech og Arion banki hygðust stofna grunnskóla? „Talsmenn fyrirtækjanna segja að lakur árangur íslenskra nemenda á Pisa prófinu muni til lengri tíma skekkja samkeppnisstöðu þeirra. Við þurfum betur menntað starfsfólk og þar skiptir miklu máli að grunnurinn sé góður.“ Erum við að sjá hér raungerast einhverja allsherjar stefnubreytingu á þeim samfélagssáttmála sem ríkt hefur um skólakerfið? Þessi hugmynd fyrirtækja að setja á laggir leikskóla sprettur upp úr þeim vanda sem ofvöxtur leikskólakerfisins hefur skapað. Leikskólastigið hefur þróast hratt sem skólastig og í raun allt of hratt til þess að geta staðið almennilega undir sér. Ákvarðanir samfélagsins um að taka sífellt inn yngri og yngri börn án þess að hugsa málið fyllilega til enda hefur aukið á vandann og komið okkur öllum í erfiða stöðu. Að ætla á ofurhraða að brúa bilið milli leikskóla og fæðingarorlofs með leikskólum myndi setja aukinn þrýsting á kerfi sem þolir ekki meiri þrýsting. Almennt hefur umræðan um brúun bilsins að litlu leyti verið út frá forsendum og þörfum barna. Fáir leita svara við spurningunni: „Hvað er best fyrir 1-2 ára börn?“ Vandi leikskólakerfisins er skortur á fagmenntuðu starfsfólki. Hvorki Alovotech né Arion banki munu framleiða kennara á örskotsstundu. Staðan er einfaldlega þannig að á meðan verið er að ná nýliðun á flug er eina raunhæfa lausnin að brúa bilið með lengra fæðingarorlofi, skilyrtu milli kynja. Það mætti til dæmis skoða að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla með þrepaskiptu kerfi sem talar saman við fæðingarorlofskerfið þar sem dvalartími barna lengist í áföngum eftir því sem þau eldast. Það hefur verið slegið met í innritun í leikskólakennaranám mörg ár aftur í tímann. Nýliðunin mun hins vegar taka tíma þar sem kerfið hefur stækkað hraðar en við ráðum við. Það virðist vera einhver hugsanavilla í gangi um að einkafyrirtækjum muni ganga betur en opinberum aðilum að laða til sín kennara. Staðreyndin er þessi. Hlutfall kennara með leyfisbréf í leikskólum, reknum af sveitarfélögunum, er 26%. Hlutfall kennara með leyfisbréf í sjálfstætt starfandi leikskólum er 18%. Að meðaltali gengur sjálfstætt starfandi skólum ekki betur að laða til sín kennara en skólum sem sveitarfélögin reka. Stærsta verkefni sveitarfélaga er að fjölga leikskólakennurum. Við erum ekki að ná að viðhalda nægilega háum gæðum í námi á leikskólastigi vegna mikils skorts á kennurum. Í dag vantar 2.469 kennara til að uppfylla lagalegar skyldur sem kveða á um að 67% þeirra sem sinna uppeldi og menntun í leikskólum eigi að hafa leyfisbréf kennara. Til að fjölga kennurum enn frekar þarf að gera störf í leikskólum eftirsóttari, draga úr starfsmannaveltu og styðja við starfsfólk og stjórnendur leikskóla. Það er aðallega tvennt sem mun stuðla að fjölgun kennara: Laun þurfa að vera samkeppnishæf við aðra sérfræðinga á markaði. Það þarf að skapa kennurum á leikskólastiginu starfsaðstæður sem þeir vilja starfa í. Eini raunverulegi staðurinn þar sem hægt er að vinna markvisst að þessum tveimur punktum er við kjarasamningsborðið. Þar sitjum við núna. Við það borð veita einstaklingar eins og Einar Þorsteinsson borgarstjóri umboð til þess að gera kjarasamninga sem raunverulega geta fjölgað kennurum á leikskólastiginu. Það er sami Einar Þorsteinsson og kvartar yfir því að ekki fáist nægilega margir kennarar til starfa í leikskólum landsins. Eins og staðan er í dag virðist vera mjög djúpt á umboði frá honum til að gera það sem þarf. Hér fer ekki saman hljóð og mynd. Höfundur er formaður Félags leikskólakennara
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun