Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. desember 2024 11:44 Íslendingar veltu fyrir sér Tyrkjaráninu, vöxtum, jarðhræringum á Reykjanesskaga og fyrirbærinu starfsstjórn á árinu sem er að líða. Vísir/Vilhelm Vísindavefurinn hefur tekið saman þau svör á vefnum sem voru mest lesin árið 2024. Fólk var mikið að pæla í eldgosum, vöxtum og starfsstjórn. Þá vekur athygli hve margir lásu um börn íslenskra kvenna og Tyrkjaránsmanna. Vísindavefur Háskóla Íslands geymir stórt safn svara fræðimanna um alls konar málefni og bætast ný svör við í hverri viku. Þegar listinn yfir vinsælustu svörin er skoðaður sést að umbrotin á Reykjanesskaga voru enn ofarlega í huga fólks - þó ekki jafn ofarlega og þau voru í huga fólks í fyrra þegar meirihluti vinsælustu svaranna tengdist þeim. Óvæntasta svarið á topplistanum fjallar um það hvort Tyrkjaránsmenn hafi eignast börn með íslenskum konum. Það helst þó í hendur við þá þróun að áhugi lesenda vefsins á 16. og 17. öldinni virðist farinn að aukast á kostnað landnámsaldar og birtist í lestri á svörum um Tyrkjaránið, galdrafárið og Stóradóm. Samkvæmt ritstjórn vefsins voru þessi fimm svör mest lesin á árinu: Hvað hefur gosið oft á Reykjanesskaga síðan 2021 og hversu stór hafa gosin verið? eftir Magnús Tuma Guðmundsson og Jón Gunnar Þorsteinsson Hvað er starfsstjórn og hvaða reglur gilda um hana? eftir Hafstein Þór Hauksson Hvers vegna var talið óhætt að flytja til Eyja skömmu eftir gos, meðan Grindavík er nú varanlega ótraust? eftir Pál Einarsson Hvor verður fyrri til að greiða upp jafnhá lán á sömu vöxtum, sá sem tekur verðtryggt lán eða sá sem tekur óverðtryggt? eftir Gylfa Magnússon Er vitað til þess að Tyrkjaránsmenn hafi eignast börn með íslenskum konum? eftir Má Jónsson Fasismi, popúlismi og forseti Íslands Þá segja umsjónarmenn vefsins að stjórnmálafræði sé senuþjófur ársins og að svör um kosningar og stjórnmál hafi sjaldan eða aldrei verið meira lesin á Vísindavefnum. Það er ekki skrítið í ljósi þess hve margar kosningar voru haldnar árinu, forsetakosningar hérlendis og í Bandaríkjunum í sumar og svo Alþingiskosningar í lok nóvember. Mest lesnu svörin um stjórnmálafræði fjölluðu flest um almenn stjórnmálafræðihugtök, lýðræði, fasisma og popúlisma, en einnig hafði fólk mikinn áhuga á forsetaembættinu. Hér má sjá þau sjö sem voru mest lesin: Hvað er lýðræði? eftir Ólaf Pál Jónsson Hvað er fasismi? eftir Hrafnkel Tjörva Stefánsson Hvað merkja hugtökin hægri og vinstri í stjórnmálum? eftir Huldu Þórisdóttur Hvað er popúlismi? eftir Stefaníu Óskarsdóttur Hver eru árslaun forseta Íslands og hvaða fríðindi fylgja starfinu? eftir Björn Reyni Halldórsson Hvað gerir forseti Íslands og hvaða völd hefur hann? eftir Guðna Th. Jóhannesson Hvernig virkar kosningakerfið á Íslandi? eftir Þorkel Helgason Íslendingar þyrstir í upplýsingar Umferð um Vísindavefinn var sambærileg síðustu tveimur árum að sögn ritstjórnar vefsins. „Árlegar heimsóknir á árinu 2024 voru um tvær og hálf milljón og flettingar rúmar þrjár milljónir. Að meðaltali heimsækja um sjö þúsund manns Vísindavefinn daglega og fletta þar tæplega níu þúsund síðum,“ segir í umfjöllun vefsins. Þar segir að gera megi ráð fyrir að þrettán prósent þjóðarinnar heimsæki vefinn í hverri viku. Vísindi Háskólar Eldgos og jarðhræringar Forseti Íslands Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Sjá meira
Vísindavefur Háskóla Íslands geymir stórt safn svara fræðimanna um alls konar málefni og bætast ný svör við í hverri viku. Þegar listinn yfir vinsælustu svörin er skoðaður sést að umbrotin á Reykjanesskaga voru enn ofarlega í huga fólks - þó ekki jafn ofarlega og þau voru í huga fólks í fyrra þegar meirihluti vinsælustu svaranna tengdist þeim. Óvæntasta svarið á topplistanum fjallar um það hvort Tyrkjaránsmenn hafi eignast börn með íslenskum konum. Það helst þó í hendur við þá þróun að áhugi lesenda vefsins á 16. og 17. öldinni virðist farinn að aukast á kostnað landnámsaldar og birtist í lestri á svörum um Tyrkjaránið, galdrafárið og Stóradóm. Samkvæmt ritstjórn vefsins voru þessi fimm svör mest lesin á árinu: Hvað hefur gosið oft á Reykjanesskaga síðan 2021 og hversu stór hafa gosin verið? eftir Magnús Tuma Guðmundsson og Jón Gunnar Þorsteinsson Hvað er starfsstjórn og hvaða reglur gilda um hana? eftir Hafstein Þór Hauksson Hvers vegna var talið óhætt að flytja til Eyja skömmu eftir gos, meðan Grindavík er nú varanlega ótraust? eftir Pál Einarsson Hvor verður fyrri til að greiða upp jafnhá lán á sömu vöxtum, sá sem tekur verðtryggt lán eða sá sem tekur óverðtryggt? eftir Gylfa Magnússon Er vitað til þess að Tyrkjaránsmenn hafi eignast börn með íslenskum konum? eftir Má Jónsson Fasismi, popúlismi og forseti Íslands Þá segja umsjónarmenn vefsins að stjórnmálafræði sé senuþjófur ársins og að svör um kosningar og stjórnmál hafi sjaldan eða aldrei verið meira lesin á Vísindavefnum. Það er ekki skrítið í ljósi þess hve margar kosningar voru haldnar árinu, forsetakosningar hérlendis og í Bandaríkjunum í sumar og svo Alþingiskosningar í lok nóvember. Mest lesnu svörin um stjórnmálafræði fjölluðu flest um almenn stjórnmálafræðihugtök, lýðræði, fasisma og popúlisma, en einnig hafði fólk mikinn áhuga á forsetaembættinu. Hér má sjá þau sjö sem voru mest lesin: Hvað er lýðræði? eftir Ólaf Pál Jónsson Hvað er fasismi? eftir Hrafnkel Tjörva Stefánsson Hvað merkja hugtökin hægri og vinstri í stjórnmálum? eftir Huldu Þórisdóttur Hvað er popúlismi? eftir Stefaníu Óskarsdóttur Hver eru árslaun forseta Íslands og hvaða fríðindi fylgja starfinu? eftir Björn Reyni Halldórsson Hvað gerir forseti Íslands og hvaða völd hefur hann? eftir Guðna Th. Jóhannesson Hvernig virkar kosningakerfið á Íslandi? eftir Þorkel Helgason Íslendingar þyrstir í upplýsingar Umferð um Vísindavefinn var sambærileg síðustu tveimur árum að sögn ritstjórnar vefsins. „Árlegar heimsóknir á árinu 2024 voru um tvær og hálf milljón og flettingar rúmar þrjár milljónir. Að meðaltali heimsækja um sjö þúsund manns Vísindavefinn daglega og fletta þar tæplega níu þúsund síðum,“ segir í umfjöllun vefsins. Þar segir að gera megi ráð fyrir að þrettán prósent þjóðarinnar heimsæki vefinn í hverri viku.
Vísindi Háskólar Eldgos og jarðhræringar Forseti Íslands Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?