Búseti sættir sig ekki við vöruhúsið Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. desember 2024 15:31 Bjarni mun funda með lögmanni félagsins á morgun og skoða valmöguleika sína. vísir/bjarni Húsnæðissamvinnufélagið Búseti sættir sig ekki við stærðarinnar vöruhús sem reist var fáum metrum frá fjölbýlishúsi í þeirra eigu. Framkvæmdastjórinn segir stjórnendur munu funda með lögmanni sínum á morgun. Í vikunni hefur mikið verið fjallað um ellefu þúsund metra vöruhús sem var reist við Álfabakka 2 í Breiðholti. Útsýnið sem blasir nú við um stofuglugga íbúa í byggingu Búseta getur seint talist eftirsóknarvert, nefnilega grænn skemmuveggur hinum megin götunnar. Borgarstjóri lét þau ummæli falla á dögunum að borgin myndi hefja samtal við uppbyggingaraðila um að lækka húsið en slíka málamiðlun þarf að mati Búseta að skoða nánar. „Það er með ólíkindum að hús sem er af þessari stærð og umfangi skuli hafa ratað inn á þetta svæði. Maður hefði haldið að borgin sem stjórnvald myndi passa upp á að svona vitleysa gæti ekki gerst,“ segir Bjarni Þór Þórólfsson, framkvæmdastjóri Búseta. Þungaumferð í viðkvæmu hverfi Hann segist munu funda með lögmanni félagsins á morgun og skoða þá valmöguleika sem standa félaginu til boða. Útsýnið út um stofugluggann sé aðeins hluti vandans. „Það sem er ekki síður slæmt er að eðli starfseminnar sem þarna á að rísa er þannig að það verður þungaumferð, trukkatraffík á öllum tímum sólarhringsins. Við erum að fá þau skilaboð að þarna eigi að vera kjötvinnsla og þungaumferð flutningabíla sem munu þurfa að keyra úr kjötvinnslunni vörur í verslanir á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kallar á mikla umferð um viðkvæmt hverfi, þarna er Félag eldri borgara með tvö hús, þjónustumiðstöð fyrir eldri borgara, ÍR með mikla æskulýðsstarfsemi. Það er mjög óheppilegt að trukkatraffíkin skuli þurfa að fara í gegnum þetta hverfi,“ segir hann. Enginn átti von á þessu Bjarni segir að félagið hafi verið meðvitað um að atvinnuhúsnæði myndi rísa á þessari lóð en að enginn hefði getað séð umfangið fyrir. Þar að auki segir hann að deiliskipulag svæðisins geri ekki ráð fyrir kjötiðnaði, sem hluti vöruhússins er helgaður. „Þarna var gert ráð fyrir vörum og þjónustu, skrifstofum og þess háttar. En við erum ekki að sjá heimild fyrir kjötiðnaði,“ segir hann. „Þó að búseti hafi vitað að þarna yrði atvinnustarfsemi gat hann ekki áttað sig á að þarna yrði svona umfangsmikil starfsemi. Þetta er eitthvað sem enginn átti von á og ekki einu sinni sjálfur borgarstjórinn,“ segir Bjarni Þór Þórólfsson, framkvæmdastjóri Búsetu húsnæðissamvinnufélags. Reykjavík Skipulag Húsnæðismál Nágrannadeilur Vöruskemma við Álfabakka Tengdar fréttir „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, segir ummæli borgarstjóra um hæð og útlit umdeilds vöruhúss í Breiðholti „Framsóknarleg.“ Hún segir tillögur hans um að minnka umfang hússins bakkaklór. 14. desember 2024 17:11 Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Forsvarsmenn félagsins sem reisir nú stærðarinnar hús við Álfabakka 2 í Reykjavík, nágrönnum þess til nokkurs ama, segja framkvæmdina í fullu í samræmi við gildandi deiliskipulag og þær heimildir sem borgaryfirvöld hafa gefið út. 13. desember 2024 14:46 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Sjá meira
Í vikunni hefur mikið verið fjallað um ellefu þúsund metra vöruhús sem var reist við Álfabakka 2 í Breiðholti. Útsýnið sem blasir nú við um stofuglugga íbúa í byggingu Búseta getur seint talist eftirsóknarvert, nefnilega grænn skemmuveggur hinum megin götunnar. Borgarstjóri lét þau ummæli falla á dögunum að borgin myndi hefja samtal við uppbyggingaraðila um að lækka húsið en slíka málamiðlun þarf að mati Búseta að skoða nánar. „Það er með ólíkindum að hús sem er af þessari stærð og umfangi skuli hafa ratað inn á þetta svæði. Maður hefði haldið að borgin sem stjórnvald myndi passa upp á að svona vitleysa gæti ekki gerst,“ segir Bjarni Þór Þórólfsson, framkvæmdastjóri Búseta. Þungaumferð í viðkvæmu hverfi Hann segist munu funda með lögmanni félagsins á morgun og skoða þá valmöguleika sem standa félaginu til boða. Útsýnið út um stofugluggann sé aðeins hluti vandans. „Það sem er ekki síður slæmt er að eðli starfseminnar sem þarna á að rísa er þannig að það verður þungaumferð, trukkatraffík á öllum tímum sólarhringsins. Við erum að fá þau skilaboð að þarna eigi að vera kjötvinnsla og þungaumferð flutningabíla sem munu þurfa að keyra úr kjötvinnslunni vörur í verslanir á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kallar á mikla umferð um viðkvæmt hverfi, þarna er Félag eldri borgara með tvö hús, þjónustumiðstöð fyrir eldri borgara, ÍR með mikla æskulýðsstarfsemi. Það er mjög óheppilegt að trukkatraffíkin skuli þurfa að fara í gegnum þetta hverfi,“ segir hann. Enginn átti von á þessu Bjarni segir að félagið hafi verið meðvitað um að atvinnuhúsnæði myndi rísa á þessari lóð en að enginn hefði getað séð umfangið fyrir. Þar að auki segir hann að deiliskipulag svæðisins geri ekki ráð fyrir kjötiðnaði, sem hluti vöruhússins er helgaður. „Þarna var gert ráð fyrir vörum og þjónustu, skrifstofum og þess háttar. En við erum ekki að sjá heimild fyrir kjötiðnaði,“ segir hann. „Þó að búseti hafi vitað að þarna yrði atvinnustarfsemi gat hann ekki áttað sig á að þarna yrði svona umfangsmikil starfsemi. Þetta er eitthvað sem enginn átti von á og ekki einu sinni sjálfur borgarstjórinn,“ segir Bjarni Þór Þórólfsson, framkvæmdastjóri Búsetu húsnæðissamvinnufélags.
Reykjavík Skipulag Húsnæðismál Nágrannadeilur Vöruskemma við Álfabakka Tengdar fréttir „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, segir ummæli borgarstjóra um hæð og útlit umdeilds vöruhúss í Breiðholti „Framsóknarleg.“ Hún segir tillögur hans um að minnka umfang hússins bakkaklór. 14. desember 2024 17:11 Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Forsvarsmenn félagsins sem reisir nú stærðarinnar hús við Álfabakka 2 í Reykjavík, nágrönnum þess til nokkurs ama, segja framkvæmdina í fullu í samræmi við gildandi deiliskipulag og þær heimildir sem borgaryfirvöld hafa gefið út. 13. desember 2024 14:46 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Sjá meira
„Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, segir ummæli borgarstjóra um hæð og útlit umdeilds vöruhúss í Breiðholti „Framsóknarleg.“ Hún segir tillögur hans um að minnka umfang hússins bakkaklór. 14. desember 2024 17:11
Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Forsvarsmenn félagsins sem reisir nú stærðarinnar hús við Álfabakka 2 í Reykjavík, nágrönnum þess til nokkurs ama, segja framkvæmdina í fullu í samræmi við gildandi deiliskipulag og þær heimildir sem borgaryfirvöld hafa gefið út. 13. desember 2024 14:46