Reyna að tryggja stöðugleika í Suður-Kóreu Lovísa Arnardóttir skrifar 15. desember 2024 09:33 Lee Jae-myung er leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokks Suður-Kóreu. Vísir/EPA Leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokks Suður-Kóreu, Lee Jae-myung, hefur heitið að vinna með starfandi forseta landsins svo hægt sé að tryggja stöðugleika eftir að forsetanum var vísað frá í gær. Starfandi forseti Suður-Kóreu, Han Duck-soo, ræddi við forseta Bandaríkjanna í gær og segir í yfirlýsingu að stjórnvöld muni viðhalda utanríkis- og öryggisstefnu án truflunar og gera allt til að tryggja að samband Suður-Kóreu og Bandaríkjanna verði samt og þróað áfram. Í frétt Reuters segir að yfirlýsingunni sé ætlað að róa fjármálamarkaði og bandamenn landsins degi eftir að þingið ákvað að ákæra forseta landsins, Yoon Suk Yeol, fyrir embættisafglöp eftir að hann setti herlög á landið fyrirvaralaust fyrir um viku síðan. Forsætisráðherra Suður Kóreu, Han Duck-soo, er starfandi forseti landsins á meðan stjórnarskrárdómstóll tekur fyrir mál forsetans.Vísir/EPA Lee Jae-myung hefur einnig lýst því yfir að stjórnarandstaðan ætli ekki að sækjast eftir því að Han verði einnig ákærður fyrir aðild hans að ákvörðun Yoon um að setja á herlög. Í frétt Guardian segir einnig að Seðlabanki Suður-Kóreu hafi lýst því yfir í dag að það muni halda mörkuðum stöðugum á meðan fjármálaeftirlit Suður-Kóreu hefur lýst því yfir að það muni útvíkka sjóði sem er ætlað að tryggja stöðugleika á markaði ef þörf er á. Han verður starfandi forseti á meðan stjórnarskrárdómstóll Suður-Kóreu tekur mál Yoon fyrir. Dómstóllinn hefur sex mánuði til að ákveða hvort honum verði vikið úr embætti eða hvort hann verði áfram forseti. Um 200 þúsund manns fögnuðu ákvörðun þingsins í gær. Í frétt Reuters er haft eftir íbúum í Seúl að þau vonist til þess að Han taki engar afdrifaríkar ákvarðanir sem starfandi forseti. Þá er einnig haft eftir stuðningsmanni Yoon að hann sé leiður að Yoon hafi verið vikið frá völdum. Suður-Kórea Bandaríkin Tengdar fréttir Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu, ætlar ekki að stíga til hliðar og heitir því að berjast gegn ásökunum um landráð, vegna óvæntrar herlagayfirlýsingar hans í síðustu viku. Hann segist einnig ætla að berjast gegn tilraunum til að víkja honum úr embætti. 12. desember 2024 09:03 Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Fyrrverandi varnarmálaráðherra Suður-Kóreu, reyndi að hengja sig með nærfötunum sínum í nótt. Hann stendur frammi fyrir ákæru fyrir uppreisn vegna tilraunar Yoon Suk Yeol, forseta landsins, og hans til að koma á herlögum. Þá ríkir umsátursástand um skrifstofu forsetans, þar sem lögregluþjónar reyna að framkvæma húsleit. 11. desember 2024 09:56 Forsetinn verður ekki ákærður Forseti Suður-Kóreu verður ekki ákærður vegna neyðarherlaga sem hann setti í gildi fyrr í vikunni. Flestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn þegar atkvæðagreiðslan fór fram. 7. desember 2024 14:32 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Starfandi forseti Suður-Kóreu, Han Duck-soo, ræddi við forseta Bandaríkjanna í gær og segir í yfirlýsingu að stjórnvöld muni viðhalda utanríkis- og öryggisstefnu án truflunar og gera allt til að tryggja að samband Suður-Kóreu og Bandaríkjanna verði samt og þróað áfram. Í frétt Reuters segir að yfirlýsingunni sé ætlað að róa fjármálamarkaði og bandamenn landsins degi eftir að þingið ákvað að ákæra forseta landsins, Yoon Suk Yeol, fyrir embættisafglöp eftir að hann setti herlög á landið fyrirvaralaust fyrir um viku síðan. Forsætisráðherra Suður Kóreu, Han Duck-soo, er starfandi forseti landsins á meðan stjórnarskrárdómstóll tekur fyrir mál forsetans.Vísir/EPA Lee Jae-myung hefur einnig lýst því yfir að stjórnarandstaðan ætli ekki að sækjast eftir því að Han verði einnig ákærður fyrir aðild hans að ákvörðun Yoon um að setja á herlög. Í frétt Guardian segir einnig að Seðlabanki Suður-Kóreu hafi lýst því yfir í dag að það muni halda mörkuðum stöðugum á meðan fjármálaeftirlit Suður-Kóreu hefur lýst því yfir að það muni útvíkka sjóði sem er ætlað að tryggja stöðugleika á markaði ef þörf er á. Han verður starfandi forseti á meðan stjórnarskrárdómstóll Suður-Kóreu tekur mál Yoon fyrir. Dómstóllinn hefur sex mánuði til að ákveða hvort honum verði vikið úr embætti eða hvort hann verði áfram forseti. Um 200 þúsund manns fögnuðu ákvörðun þingsins í gær. Í frétt Reuters er haft eftir íbúum í Seúl að þau vonist til þess að Han taki engar afdrifaríkar ákvarðanir sem starfandi forseti. Þá er einnig haft eftir stuðningsmanni Yoon að hann sé leiður að Yoon hafi verið vikið frá völdum.
Suður-Kórea Bandaríkin Tengdar fréttir Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu, ætlar ekki að stíga til hliðar og heitir því að berjast gegn ásökunum um landráð, vegna óvæntrar herlagayfirlýsingar hans í síðustu viku. Hann segist einnig ætla að berjast gegn tilraunum til að víkja honum úr embætti. 12. desember 2024 09:03 Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Fyrrverandi varnarmálaráðherra Suður-Kóreu, reyndi að hengja sig með nærfötunum sínum í nótt. Hann stendur frammi fyrir ákæru fyrir uppreisn vegna tilraunar Yoon Suk Yeol, forseta landsins, og hans til að koma á herlögum. Þá ríkir umsátursástand um skrifstofu forsetans, þar sem lögregluþjónar reyna að framkvæma húsleit. 11. desember 2024 09:56 Forsetinn verður ekki ákærður Forseti Suður-Kóreu verður ekki ákærður vegna neyðarherlaga sem hann setti í gildi fyrr í vikunni. Flestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn þegar atkvæðagreiðslan fór fram. 7. desember 2024 14:32 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu, ætlar ekki að stíga til hliðar og heitir því að berjast gegn ásökunum um landráð, vegna óvæntrar herlagayfirlýsingar hans í síðustu viku. Hann segist einnig ætla að berjast gegn tilraunum til að víkja honum úr embætti. 12. desember 2024 09:03
Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Fyrrverandi varnarmálaráðherra Suður-Kóreu, reyndi að hengja sig með nærfötunum sínum í nótt. Hann stendur frammi fyrir ákæru fyrir uppreisn vegna tilraunar Yoon Suk Yeol, forseta landsins, og hans til að koma á herlögum. Þá ríkir umsátursástand um skrifstofu forsetans, þar sem lögregluþjónar reyna að framkvæma húsleit. 11. desember 2024 09:56
Forsetinn verður ekki ákærður Forseti Suður-Kóreu verður ekki ákærður vegna neyðarherlaga sem hann setti í gildi fyrr í vikunni. Flestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn þegar atkvæðagreiðslan fór fram. 7. desember 2024 14:32
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“