„Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. desember 2024 17:11 Borgarfulltrúi Vinstri grænna segir borgina þurfa að axla ábyrgð. Vísir/Samsett Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, segir ummæli borgarstjóra um hæð og útlit umdeilds vöruhúss í Breiðholti „Framsóknarleg.“ Hún segir tillögur hans um að minnka umfang hússins bakkaklór. Í vikunni hefur verið fjallað um stærðar vöruhús sem reist hefur verið steinsnar frá fjölbýlishúsi í Breiðholti. Íbúar í húsinu eru afar ósáttir með nýbygginguna og nýja útsýnið sem getur seint talist eftirsóknarvert. Borgin hefur verið gagnrýnd fyrir að gefa leyfi fyrir uppbyggingunni en borgarstjóri hefur sagst vilja hefja samtal við uppbyggingaraðila um að lækka húsið. Standa þurfi vörð um íbúabyggðina Líf segir ekkert annað koma til greina en að finna starfseminni sem á að fara fram í vöruhúsinu nýjan stað og að borgin þurfi að axla ábyrgð á mistökunum og vinda ofan af þeim. „Ég held að borgin þurfi að axla ábyrgð og leita einhverra leiða sem allir geta sætt sig við,“ segir Líf. „Í stað þess að vera að klóra í bakkann og vera með miðjumoð eins og borgarstjóri sem var með mjög Framsóknarlegt svar: Við ætlum að athuga hvort við getum lækkað þetta um einhverjar hæðir. Þetta snýst ekki um það,“ segir hún. Líf segist ekki vilja baka uppbyggingaraðilanum neitt tjón og að hægt sé að koma til móts við íbúa með því að flytja starfsemina. „Við þurfum að standa vörð um íbúabyggðina og hverfisbraginn. Það er að byggjast upp lítið hverfi. Það vantar einhverja atvinnustarfsemi en ekki starfsemi sem ætti að vera á skilgreindri atvinnulóð,“ segir Líf. Borgin taki á sig tapið Hún segir ábyrgðina borgarinnar. „Ég held að okkur sé best að vera ekki að klóra í bakkann og viðurkenna að þetta hafi verið klúður og leysa það. Þá finnst mér allt í lagi að borgin taki á sig tapið,“ segir Líf. „Mér finnst líka leiðinlegt að leita alltaf að sökudólgum en við verðum að fara í saumana á hvernig þetta gat farið fram hjá öllum þangað til að húsið var risið. Við þurfum líka að læra af þessu og gera þetta betur framvegis,“ segir hún. Reykjavík Skipulag Húsnæðismál Nágrannadeilur Vöruskemma við Álfabakka Tengdar fréttir „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ „Ég skil íbúa mjög vel og mér finnst þetta bara ömurlegt,“ sagði Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, um risavaxið iðnaðarhúsnæði sem risið er í Breiðholti, þétt upp við fjölbýlishús. 13. desember 2024 06:53 Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Forsvarsmenn félagsins sem reisir nú stærðarinnar hús við Álfabakka 2 í Reykjavík, nágrönnum þess til nokkurs ama, segja framkvæmdina í fullu í samræmi við gildandi deiliskipulag og þær heimildir sem borgaryfirvöld hafa gefið út. 13. desember 2024 14:46 Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Íbúi fjölbýlishúss í Breiðholti er allt annað en ánægður með framkvæmdir sem staðið hafa yfir á næstu lóð í meira en ár. Þegar framkvæmdum lýkur mun standa eftir mörg þúsund fermetra vöruhús, steinsnar frá stofuglugganum. 11. desember 2024 21:03 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Fleiri fréttir Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Sjá meira
Í vikunni hefur verið fjallað um stærðar vöruhús sem reist hefur verið steinsnar frá fjölbýlishúsi í Breiðholti. Íbúar í húsinu eru afar ósáttir með nýbygginguna og nýja útsýnið sem getur seint talist eftirsóknarvert. Borgin hefur verið gagnrýnd fyrir að gefa leyfi fyrir uppbyggingunni en borgarstjóri hefur sagst vilja hefja samtal við uppbyggingaraðila um að lækka húsið. Standa þurfi vörð um íbúabyggðina Líf segir ekkert annað koma til greina en að finna starfseminni sem á að fara fram í vöruhúsinu nýjan stað og að borgin þurfi að axla ábyrgð á mistökunum og vinda ofan af þeim. „Ég held að borgin þurfi að axla ábyrgð og leita einhverra leiða sem allir geta sætt sig við,“ segir Líf. „Í stað þess að vera að klóra í bakkann og vera með miðjumoð eins og borgarstjóri sem var með mjög Framsóknarlegt svar: Við ætlum að athuga hvort við getum lækkað þetta um einhverjar hæðir. Þetta snýst ekki um það,“ segir hún. Líf segist ekki vilja baka uppbyggingaraðilanum neitt tjón og að hægt sé að koma til móts við íbúa með því að flytja starfsemina. „Við þurfum að standa vörð um íbúabyggðina og hverfisbraginn. Það er að byggjast upp lítið hverfi. Það vantar einhverja atvinnustarfsemi en ekki starfsemi sem ætti að vera á skilgreindri atvinnulóð,“ segir Líf. Borgin taki á sig tapið Hún segir ábyrgðina borgarinnar. „Ég held að okkur sé best að vera ekki að klóra í bakkann og viðurkenna að þetta hafi verið klúður og leysa það. Þá finnst mér allt í lagi að borgin taki á sig tapið,“ segir Líf. „Mér finnst líka leiðinlegt að leita alltaf að sökudólgum en við verðum að fara í saumana á hvernig þetta gat farið fram hjá öllum þangað til að húsið var risið. Við þurfum líka að læra af þessu og gera þetta betur framvegis,“ segir hún.
Reykjavík Skipulag Húsnæðismál Nágrannadeilur Vöruskemma við Álfabakka Tengdar fréttir „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ „Ég skil íbúa mjög vel og mér finnst þetta bara ömurlegt,“ sagði Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, um risavaxið iðnaðarhúsnæði sem risið er í Breiðholti, þétt upp við fjölbýlishús. 13. desember 2024 06:53 Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Forsvarsmenn félagsins sem reisir nú stærðarinnar hús við Álfabakka 2 í Reykjavík, nágrönnum þess til nokkurs ama, segja framkvæmdina í fullu í samræmi við gildandi deiliskipulag og þær heimildir sem borgaryfirvöld hafa gefið út. 13. desember 2024 14:46 Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Íbúi fjölbýlishúss í Breiðholti er allt annað en ánægður með framkvæmdir sem staðið hafa yfir á næstu lóð í meira en ár. Þegar framkvæmdum lýkur mun standa eftir mörg þúsund fermetra vöruhús, steinsnar frá stofuglugganum. 11. desember 2024 21:03 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Fleiri fréttir Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Sjá meira
„Mér finnst þetta bara ömurlegt“ „Ég skil íbúa mjög vel og mér finnst þetta bara ömurlegt,“ sagði Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, um risavaxið iðnaðarhúsnæði sem risið er í Breiðholti, þétt upp við fjölbýlishús. 13. desember 2024 06:53
Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Forsvarsmenn félagsins sem reisir nú stærðarinnar hús við Álfabakka 2 í Reykjavík, nágrönnum þess til nokkurs ama, segja framkvæmdina í fullu í samræmi við gildandi deiliskipulag og þær heimildir sem borgaryfirvöld hafa gefið út. 13. desember 2024 14:46
Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Íbúi fjölbýlishúss í Breiðholti er allt annað en ánægður með framkvæmdir sem staðið hafa yfir á næstu lóð í meira en ár. Þegar framkvæmdum lýkur mun standa eftir mörg þúsund fermetra vöruhús, steinsnar frá stofuglugganum. 11. desember 2024 21:03