Sveindísi enn á ný skellt á bekkinn þrátt fyrir fernuna Sindri Sverrisson skrifar 14. desember 2024 14:59 Sveindís Jane Jónsdóttir hefur ítrekað þurft að sætta sig við að vera utan byrjunarliðs Wolfsburg á þessari leiktíð. Getty/Inaki Esnaola Sveindís Jane Jónsdóttir hefur aðeins byrjað tvo deildarleiki fyrir Wolfsburg í Þýskalandi í vetur og það breyttist ekki í dag, þrátt fyrir fernuna sem hún skoraði gegn Roma á metttíma í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í vikunni. Líkt og gegn Roma og svo oft á þessari leiktíð þá kom Sveindís inn á sem varamaður gegn Werder Bremen í dag. Staðan var þá 2-1 Wolfsburg í vil, eftir tvennu frá Hollendingnum Lineth Beerensteyn, og Jule Brand bætti svo við þriðja marki Wolfsburg sem vann 3-1 útisigur. Wolfsburg er því með 28 stig, stigi á eftir toppliðum Frankfurt og Leverkusen, eftir 12 leiki. Sú staðreynd að Sveindís sé ítrekað á varamannabekk Wolfsburg gæti ýtt undir það að hún yfirgefi félagið þegar samningur hennar við það rennur út næsta sumar. Hún spurð út í framtíð sína hjá félaginu, eftir sigurinn gegn Roma á miðvikudag, en gaf lítið uppi: „Ég hef ekkert verið að hugsa um þetta, heldur bara að gera mitt besta fyrir Wolfsburg og fá eins margar mínútur og ég get. Vonandi munum við í náinni framtíð vita hvað ég geri en ég er mjög ánægð hjá Wolfsburg svo það er allt enn opið,“ sagði Sveindís. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom inn á sem varamaður hjá Leverkusen fyrr í dag þegar liðið jafnaði Frankfurt á toppi deildarinnar með 2-0 sigri gegn Freiburg. Karólína kom inn á þegar um hálftími var eftir, í stöðunni 1-0, en Leverkusen innsiglaði sigurinn með marki seint í uppbótartíma. Hin tvítuga Sofie Zdebel og hin 18 ára Delice Boboy skoruðu mörk Leverkusen. Þetta var fimmti sigur Leverkusen í röð í deildinni og eins og fyrr segir eru Leverkusen og Frankfurt jöfn á toppnum með 29 stig eftir 12 leiki. Glódís Perla Viggósdóttir og samherjar í Bayern eru svo þremur stigum neðar, með leik við Potsdam á morgun til góða. Amanda ekki með Twente Amanda Andradóttir, sem skoraði um síðustu helgi í 4-0 sigri gegn Heerenveen, var ekki í leikmannahópi Twente í hollensku úrvalsdeildinni í dag. Liðið tapaði 2-1 gegn Zwolle og er í 4. sæti hollensku deildarinnar með 17 stig eftir níu leiki. Hildur tekinn af velli eftir fyrri hálfleik Á Spáni var fjórða landsliðskonan, Hildur Antonsdóttir, í byrjunarliði Madrid CFF sem tapaði á útivelli gegn Granada, 1-0. Hildur var önnur tveggja leikmanna Madridarliðsins sem skipt var af velli eftir fyrri hálfleikinn, en staðan var 1-0 að honum loknum. Eftir sigurinn er Granada þremur stigum fyrir ofan Madrid sem situr í 10. sæti af 16 liðum og er með 16 stig eftir 13 leiki. Þýski boltinn Hollenski boltinn Spænski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane Jónsdóttir varð í kvöld fyrsti íslenski leikmaðurinn í sögunni sem nær að skora fernu í aðalkeppni Meistaradeildarinnar. 11. desember 2024 23:02 Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði fernu í Meistaradeildinni í kvöld þegar Wolfsburg vann 6-1 sigur á Roma og tryggði sér sæti í útsláttarkeppni keppninnar. 11. desember 2024 22:43 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Fleiri fréttir María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Sjá meira
Líkt og gegn Roma og svo oft á þessari leiktíð þá kom Sveindís inn á sem varamaður gegn Werder Bremen í dag. Staðan var þá 2-1 Wolfsburg í vil, eftir tvennu frá Hollendingnum Lineth Beerensteyn, og Jule Brand bætti svo við þriðja marki Wolfsburg sem vann 3-1 útisigur. Wolfsburg er því með 28 stig, stigi á eftir toppliðum Frankfurt og Leverkusen, eftir 12 leiki. Sú staðreynd að Sveindís sé ítrekað á varamannabekk Wolfsburg gæti ýtt undir það að hún yfirgefi félagið þegar samningur hennar við það rennur út næsta sumar. Hún spurð út í framtíð sína hjá félaginu, eftir sigurinn gegn Roma á miðvikudag, en gaf lítið uppi: „Ég hef ekkert verið að hugsa um þetta, heldur bara að gera mitt besta fyrir Wolfsburg og fá eins margar mínútur og ég get. Vonandi munum við í náinni framtíð vita hvað ég geri en ég er mjög ánægð hjá Wolfsburg svo það er allt enn opið,“ sagði Sveindís. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom inn á sem varamaður hjá Leverkusen fyrr í dag þegar liðið jafnaði Frankfurt á toppi deildarinnar með 2-0 sigri gegn Freiburg. Karólína kom inn á þegar um hálftími var eftir, í stöðunni 1-0, en Leverkusen innsiglaði sigurinn með marki seint í uppbótartíma. Hin tvítuga Sofie Zdebel og hin 18 ára Delice Boboy skoruðu mörk Leverkusen. Þetta var fimmti sigur Leverkusen í röð í deildinni og eins og fyrr segir eru Leverkusen og Frankfurt jöfn á toppnum með 29 stig eftir 12 leiki. Glódís Perla Viggósdóttir og samherjar í Bayern eru svo þremur stigum neðar, með leik við Potsdam á morgun til góða. Amanda ekki með Twente Amanda Andradóttir, sem skoraði um síðustu helgi í 4-0 sigri gegn Heerenveen, var ekki í leikmannahópi Twente í hollensku úrvalsdeildinni í dag. Liðið tapaði 2-1 gegn Zwolle og er í 4. sæti hollensku deildarinnar með 17 stig eftir níu leiki. Hildur tekinn af velli eftir fyrri hálfleik Á Spáni var fjórða landsliðskonan, Hildur Antonsdóttir, í byrjunarliði Madrid CFF sem tapaði á útivelli gegn Granada, 1-0. Hildur var önnur tveggja leikmanna Madridarliðsins sem skipt var af velli eftir fyrri hálfleikinn, en staðan var 1-0 að honum loknum. Eftir sigurinn er Granada þremur stigum fyrir ofan Madrid sem situr í 10. sæti af 16 liðum og er með 16 stig eftir 13 leiki.
Þýski boltinn Hollenski boltinn Spænski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane Jónsdóttir varð í kvöld fyrsti íslenski leikmaðurinn í sögunni sem nær að skora fernu í aðalkeppni Meistaradeildarinnar. 11. desember 2024 23:02 Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði fernu í Meistaradeildinni í kvöld þegar Wolfsburg vann 6-1 sigur á Roma og tryggði sér sæti í útsláttarkeppni keppninnar. 11. desember 2024 22:43 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Fleiri fréttir María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Sjá meira
Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane Jónsdóttir varð í kvöld fyrsti íslenski leikmaðurinn í sögunni sem nær að skora fernu í aðalkeppni Meistaradeildarinnar. 11. desember 2024 23:02
Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði fernu í Meistaradeildinni í kvöld þegar Wolfsburg vann 6-1 sigur á Roma og tryggði sér sæti í útsláttarkeppni keppninnar. 11. desember 2024 22:43