Veruleikinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 14. desember 2024 11:02 Með inngöngu í Evrópusambandið myndum við Íslendingar meðal annars ganga inn í ákveðið fyrirkomulag varðandi það hvaða vægi einstök ríki sambandsins hafa þegar teknar eru ákvarðanir á vettvangi þess. Þar er fyrst og fremst miðað við íbúafjölda ríkjanna og hefur þróunin hingað til verið í vaxandi mæli í þá áttina. Ekki sízt í ráðherraráði Evrópusambandsins sem gjarnan er talið valdamesta stofnun þess. Eðli málsins samkvæmt hefur þessi þróun komið sér verst fyrir fámennustu ríkin innan sambandsins. Vægi Íslands á þingi Evrópusambandsins yrði sex þingmenn af vel yfir 700 sem væri hliðstætt við það að hafa hálfan þingmann á Alþingi. Hvað ráðherraáðið varðar væri staðan enn verri, þar sem alfarið er miðað við íbúafjölda þar ólíkt því sem áður var, eða einungis á við 5% af alþingismanni. Til að mynda má finna sérstaka reiknivél á vef ráðsins þar sem hægt er að sjá vægi ríkja sambandsins í ráðinu. Vissulega gæti Ísland viðrað sjónarmið sín en gæti á engan hátt treyst því að þau yrðu tekin til greina. Meðal þeirra mála sem háð eru vægi ríkja innan Evrópusambandsins út frá íbúafjölda eru sjávarútvegsmál og orkumál sem skipta okkur Íslendinga miklu máli. Landlukt ríki eins og Luxemborg sem telur um 670 þúsund íbúa hefði þannig meira um sjávarútvegsmál okkar Íslendinga að segja en við sjálf í krafti íbúafjölda síns. Hið sama á við um hin fjögur ríki sambandsins sem ekki eiga land að sjó sem og auðvitað öll önnur ríki þess enda yrði Ísland langfámennasta ríkið. Þetta er einfaldlega veruleikinn í þeim efnum. Væntanlega segir það sig sjálft að Evrópusambandið væri ekki að koma sér upp slíku kerfi ef ekki væri ætlunin að beita því. Enda hefur sambandið beitt því óspart og fjölmörg dæmi um það að margfalt fjölmennari ríki en Ísland hafi orðið undir í atkvæðagreiðslum á vettvangi þess og það gjarnan um mikilvæg hagsmunamál þeirra eins og ég tók dæmi um í annari grein minni um þessi mál á dögunum. Þannig kemur til að mynda fram á vef ráðherraráðsins að langflestar ákvarðanir þess, 80%, séu teknar með þessu fyrirkomulagi. Með öðrum orðum er afskaplega langur vegur frá því að um minnimáttarkennd fyrir hönd lands og þjóðar sé að ræða þegar vakin er athygli á þessum veruleika eins og Andrés Pétursson, fyrrverandi formaður Evrópusamtakanna, vildi meina í grein á Vísi fyrr í vikunni. Reyndar kemur sú gagnrýni úr nokkuð harðri átt enda hefur málflutningur Evrópusambandssinna í gegnum tíðina ekki sízt snúizt um það að við þyrfum að ganga í Evrópusambandið vegna þess að við værum einfaldlega of lítil og fámenn til þess að standa á eigin fótum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Halldór 17.01.2026 Halldór Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Með inngöngu í Evrópusambandið myndum við Íslendingar meðal annars ganga inn í ákveðið fyrirkomulag varðandi það hvaða vægi einstök ríki sambandsins hafa þegar teknar eru ákvarðanir á vettvangi þess. Þar er fyrst og fremst miðað við íbúafjölda ríkjanna og hefur þróunin hingað til verið í vaxandi mæli í þá áttina. Ekki sízt í ráðherraráði Evrópusambandsins sem gjarnan er talið valdamesta stofnun þess. Eðli málsins samkvæmt hefur þessi þróun komið sér verst fyrir fámennustu ríkin innan sambandsins. Vægi Íslands á þingi Evrópusambandsins yrði sex þingmenn af vel yfir 700 sem væri hliðstætt við það að hafa hálfan þingmann á Alþingi. Hvað ráðherraáðið varðar væri staðan enn verri, þar sem alfarið er miðað við íbúafjölda þar ólíkt því sem áður var, eða einungis á við 5% af alþingismanni. Til að mynda má finna sérstaka reiknivél á vef ráðsins þar sem hægt er að sjá vægi ríkja sambandsins í ráðinu. Vissulega gæti Ísland viðrað sjónarmið sín en gæti á engan hátt treyst því að þau yrðu tekin til greina. Meðal þeirra mála sem háð eru vægi ríkja innan Evrópusambandsins út frá íbúafjölda eru sjávarútvegsmál og orkumál sem skipta okkur Íslendinga miklu máli. Landlukt ríki eins og Luxemborg sem telur um 670 þúsund íbúa hefði þannig meira um sjávarútvegsmál okkar Íslendinga að segja en við sjálf í krafti íbúafjölda síns. Hið sama á við um hin fjögur ríki sambandsins sem ekki eiga land að sjó sem og auðvitað öll önnur ríki þess enda yrði Ísland langfámennasta ríkið. Þetta er einfaldlega veruleikinn í þeim efnum. Væntanlega segir það sig sjálft að Evrópusambandið væri ekki að koma sér upp slíku kerfi ef ekki væri ætlunin að beita því. Enda hefur sambandið beitt því óspart og fjölmörg dæmi um það að margfalt fjölmennari ríki en Ísland hafi orðið undir í atkvæðagreiðslum á vettvangi þess og það gjarnan um mikilvæg hagsmunamál þeirra eins og ég tók dæmi um í annari grein minni um þessi mál á dögunum. Þannig kemur til að mynda fram á vef ráðherraráðsins að langflestar ákvarðanir þess, 80%, séu teknar með þessu fyrirkomulagi. Með öðrum orðum er afskaplega langur vegur frá því að um minnimáttarkennd fyrir hönd lands og þjóðar sé að ræða þegar vakin er athygli á þessum veruleika eins og Andrés Pétursson, fyrrverandi formaður Evrópusamtakanna, vildi meina í grein á Vísi fyrr í vikunni. Reyndar kemur sú gagnrýni úr nokkuð harðri átt enda hefur málflutningur Evrópusambandssinna í gegnum tíðina ekki sízt snúizt um það að við þyrfum að ganga í Evrópusambandið vegna þess að við værum einfaldlega of lítil og fámenn til þess að standa á eigin fótum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun