Kæra forseta Suður-Kóreu fyrir afglöp í embætti Lovísa Arnardóttir skrifar 14. desember 2024 07:43 Almenningur kallar eftir því að forsetinn verði handtekinn. Vísir/EPA Þingið í Suður-Kóreu hefur samþykkt að ákæra forseta landsins Yoon Suk Yeol fyrir embættisafglöp. Þingið greiddi atkvæði um það í morgun og var tillagan samþykkt með miklum meirihluta, 204 gegn 85. Forsætisráðherra landsins, Han Duck-soo, mun tímabundið taka við sem forseti. Samkvæmt frétt AP um málið hefur stjórnarskrárdómstóll landsins 180 daga til að ákveða hvort að honum verði vikið úr embætti eða ekki. Mikið uppnám hefur verið í samfélaginu frá því að Yoon setti fyrirvaralaust herlög á landið þann 3. desember. Tugir þúsunda hafa mótmælt á götum Seúl síðustu daga, og í morgun, og þegar ljóst var að forsetinn yrði kærður brutust út mikil fagnaðarlæti. Vika er síðan atkvæðagreiðsla um landráð var afgreidd á þinginu í fyrsta sinn en þá kom meirihluti stjórnarþingmanna sér hjá því að greiða atkvæði. Opinberum mótmælum gegn Yoon hefur fjölgað síðan þá og vinsældir hans hrakað. Í frétt AP segir að tugir þúsunda mótmæli nú þrátt fyrir mikinn kulda í Seúl og hafi gert það síðustu tvær vikurnar. Þau kalla eftir því að honum verði vikið úr embætti og hann handtekinn. Þúsundir stuðningsmanna hans hafa einnig komið saman í Seúl en þau eru ekki eins mörg. Tugir þúsunda mótmæla ákvörðun forsetans og segja hann hafa framið landráð.Vísir/EPA Herlögin voru aðeins í gildi í um sex klukkustundir en höfðu ekki verið sett á í um fjóra áratugi. Ákvörðun Yoon hefur haft víðtæk áhrif pólitískt og á efnahagslífið. Þingið greiddi atkvæði um að snúa ákvörðuninni við samdægurs þannig hann neyddist til að gera það. Yoon hefur verið sakaður um uppreisn og hafa bent á að samkvæmt lögum má forseti landsins aðeins setja á herlög á stríðstímum eða í svipuðu neyðarástandi. Í tillögunni sem tekin var fyrir á þinginu í dag kom fram að hann hafi „framkvæmd uppreisn sem trufli friðinn í Lýðveldinu Kóreu með því að setja á svið röð óeirða“. Fólk hefur mótmælt daglega síðustu tæpar tvær vikurnar.Vísir/EPA Þá er það einnig gagnrýnt að hann hafi notað lögreglu og her í aðgerðum sínum. Yoon hefur mótmælt ásökunum en á meðan hann er til rannsóknar má hann ekki yfirgefa landið. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að tillagan var afgreidd á þinginu í Suður-Kóreu. Suður-Kórea Tengdar fréttir Forsetinn verður ekki ákærður Forseti Suður-Kóreu verður ekki ákærður vegna neyðarherlaga sem hann setti í gildi fyrr í vikunni. Flestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn þegar atkvæðagreiðslan fór fram. 7. desember 2024 14:32 Yfirgáfu þingsalinn fyrir atkvæðagreiðsluna Ólíklegt er að ákæra um embættismissi á hendur forseta Suður-Kóreu nái í gegnum Suður-kóreska þingið. Langflestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn áður en atkvæðagreiðslan hófst. Mikil vonbrigði eru meðal mótmælenda. 7. desember 2024 10:52 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Sjá meira
Forsætisráðherra landsins, Han Duck-soo, mun tímabundið taka við sem forseti. Samkvæmt frétt AP um málið hefur stjórnarskrárdómstóll landsins 180 daga til að ákveða hvort að honum verði vikið úr embætti eða ekki. Mikið uppnám hefur verið í samfélaginu frá því að Yoon setti fyrirvaralaust herlög á landið þann 3. desember. Tugir þúsunda hafa mótmælt á götum Seúl síðustu daga, og í morgun, og þegar ljóst var að forsetinn yrði kærður brutust út mikil fagnaðarlæti. Vika er síðan atkvæðagreiðsla um landráð var afgreidd á þinginu í fyrsta sinn en þá kom meirihluti stjórnarþingmanna sér hjá því að greiða atkvæði. Opinberum mótmælum gegn Yoon hefur fjölgað síðan þá og vinsældir hans hrakað. Í frétt AP segir að tugir þúsunda mótmæli nú þrátt fyrir mikinn kulda í Seúl og hafi gert það síðustu tvær vikurnar. Þau kalla eftir því að honum verði vikið úr embætti og hann handtekinn. Þúsundir stuðningsmanna hans hafa einnig komið saman í Seúl en þau eru ekki eins mörg. Tugir þúsunda mótmæla ákvörðun forsetans og segja hann hafa framið landráð.Vísir/EPA Herlögin voru aðeins í gildi í um sex klukkustundir en höfðu ekki verið sett á í um fjóra áratugi. Ákvörðun Yoon hefur haft víðtæk áhrif pólitískt og á efnahagslífið. Þingið greiddi atkvæði um að snúa ákvörðuninni við samdægurs þannig hann neyddist til að gera það. Yoon hefur verið sakaður um uppreisn og hafa bent á að samkvæmt lögum má forseti landsins aðeins setja á herlög á stríðstímum eða í svipuðu neyðarástandi. Í tillögunni sem tekin var fyrir á þinginu í dag kom fram að hann hafi „framkvæmd uppreisn sem trufli friðinn í Lýðveldinu Kóreu með því að setja á svið röð óeirða“. Fólk hefur mótmælt daglega síðustu tæpar tvær vikurnar.Vísir/EPA Þá er það einnig gagnrýnt að hann hafi notað lögreglu og her í aðgerðum sínum. Yoon hefur mótmælt ásökunum en á meðan hann er til rannsóknar má hann ekki yfirgefa landið. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að tillagan var afgreidd á þinginu í Suður-Kóreu.
Suður-Kórea Tengdar fréttir Forsetinn verður ekki ákærður Forseti Suður-Kóreu verður ekki ákærður vegna neyðarherlaga sem hann setti í gildi fyrr í vikunni. Flestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn þegar atkvæðagreiðslan fór fram. 7. desember 2024 14:32 Yfirgáfu þingsalinn fyrir atkvæðagreiðsluna Ólíklegt er að ákæra um embættismissi á hendur forseta Suður-Kóreu nái í gegnum Suður-kóreska þingið. Langflestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn áður en atkvæðagreiðslan hófst. Mikil vonbrigði eru meðal mótmælenda. 7. desember 2024 10:52 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Sjá meira
Forsetinn verður ekki ákærður Forseti Suður-Kóreu verður ekki ákærður vegna neyðarherlaga sem hann setti í gildi fyrr í vikunni. Flestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn þegar atkvæðagreiðslan fór fram. 7. desember 2024 14:32
Yfirgáfu þingsalinn fyrir atkvæðagreiðsluna Ólíklegt er að ákæra um embættismissi á hendur forseta Suður-Kóreu nái í gegnum Suður-kóreska þingið. Langflestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn áður en atkvæðagreiðslan hófst. Mikil vonbrigði eru meðal mótmælenda. 7. desember 2024 10:52