Stakk samfanga ítrekað á meðan hann afplánaði átta ára dóm Árni Sæberg skrifar 13. desember 2024 15:41 Fangelsið Litla Hraun á Eyrarbakka. Lífið innan veggja fangelsins virðist vera komið aftur í sinn vanagang eftir skammvinnt verkfall meðal fanga. Vísir/Vilhelm Ingólfur Kjartansson hefur verið dæmdur til átta ára fangelsisvistar fyrir margvísleg brot framin í fangelsinu Litla-Hrauni, þar á meðal sérstaklega hættulega líkamsárás. Brotin framdi hann á meðan hann afplánaði annan átta ára dóm fyrir tilraun til manndráps. Ingólfur er 22 ára. Þetta var niðurstaða Héraðsdóms Suðurlands, sem kvað upp dóm þann 6. desember. Í dóminum segir að Ingólfur hafi verið verið sakfelldur fyrir tvær líkamsárásir, fjögur brot gegn valdstjórninni og eina sérstaklega hættulega líkamsárás. Sérstaklega hættulegu líkamsárásina framdi hann þann 23. nóvember í fyrra, með því að stinga samfanga sinn ítrekað með sporjárni, með þeim afleiðingum að samfanginn hlaut átta stungusár og samfallið lunga. Árásin var sögð tengjast skotárás sem framin var í Úlfarsárdal í byrjun sama mánaðar og önnur stunguárás daginn eftir að Ingólfur lét til skarar skríða hafi svo tengst árás hans. Ekki fallist á að um tilraun hafi verið að ræða Í dóminum segir að Ingólfur hafi játað háttsemi þá sem honum var gefin að sök í ákærunni en neitað að hann hafi haft ásetning til þess að drepa samfanga sinn. Í framburði Ingólfs við aðalmeðferð vegna ákærunnar hafi komið fram að hann hafi haft spornjárnið á sér af tilviljun og hann hafi í raun bara verið að sveifla sporjárninu og ekki gert sér grein fyrir að hann hafi stungið samfangann fyrr en eftir á. Að mati dómsins sé fjarstæðukennt að Ingólfur hafi ekki gert sér grein fyrir því að hann væri að stinga samfangann. Af upptöku megi glögglega sjá að Ingólfur leggi margsinnis til samfangans, vitandi að hann væri með vopnið í hendi sér. Hafið væri yfir allan vafa að ákærði gerði sér grein fyrir að hann var að stinga brotaþola og að hann hafði ásetning til að stinga samfangann umrætt sinn með sporjárninu og að hann hefði að minnsta kosti ásetning til að meiða hann. Ingólfur hafi kannast við að hafa átt upptökin að átökum þeirra umrætt sinn. Aðspurður hvort honum hefði ekki dottið í hug að samfanginn gæti hlotið stungusár og áverka sem mögulega gætu verið lífshættulegir hafi hann kveðist ekki hafa dottið það í hug og bent á að hann hafi ekki reynt að stinga samfangann í höfuð, háls eða hjarta. „You shot my friend“ Þá segir að Ingólfur hafi, aðspurður um ástæðu þess að hann hafi ráðist á samfangann, kveðist ekki hafa vita hvar hann hefði samfangann, sem hefði nýverið skotið vin hans og hann hafi ekki vitað hvort hann væri vopnaður. Hins vegar hafi Ingólfur neitað því að atlaga hans að samfanganum hafi verið í hefndarskyni vegna þess að hann hefði skotið vin hans, en um þá skotárás liggi ekkert fyrir í gögnum málsins. Draga má þá ályktun að skotárásin sem um ræðir hafi verið skotárásin í Silfratjörn í Úlfarsárdal nokkrum dögum fyrir árás Ingólfs. Ungur maður að nafni Shokri Keryo hlaut þriggja og hálfs árs fangelsidóm fyrir árásina. Einn maður varð fyrir skoti í árásinni, það er Gabríel Douane sem komist hefur endurtekið í kast við lögin undanfarin ár. Hann hlaut sár á hægri sköflung. Í dóminum segir að Ingólfur hafi neitað að hafa viðhaft orðin „you shot my friend“ [þú skaust vin minn], en sagst ekki geta útilokað það. Telja verði sannað að hann hafi viðhaft þessi orð, með vísan til vættis vitna. Loks segir hvað þetta varðar að af framburði samfangans og annarra vitna yrði ekki ráðið hvort ásetningur Ingólfs hafi staðið til að svipta samfangann lífi, eða aðeins til þess að ráðast að honum með umræddu sporjárni og stinga hann með því. Ekki yrði heldur ráðið að Ingólfur hafi mátt ætla að langlíklegast væri að samfanginn hlyti bana af atlögunni. Því væri ekki unnt að fella háttsemi hans undir ákvæði hegningarlaga um tilraun til manndráps. Ungur þegar hann byrjaði að brjóta af sér Í kafla dómsins um ákvörðun refsingar segir að samkvæmt sakavottorði hafi Ingólfur tvívegis áður verið dæmdur til refsingar. Árið 2021 hafi hann verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir brot gegn barnaverndarlögum, líkamsárás, þjófnað, rán, gripdeild, tilraun til ráns, vopnalagabrot og ávana- og fíkniefnabrot. Í dóminum þá komi fram að Ingólfur hafi ýmist verið sautján eða átján ára þegar brotin voru framin. Þannig hann verið átján ára þegar hann framdi fimm ránsbrot ásamt vopnalagabrotum og eina tilraun til ráns og vopnalagabrot, auk tveggja líkamsárása. Þá hafi hann verið dæmdur í átta ára fangelsi í nóvember 2022 fyrir tilraun til manndráps og vopnalagabrot, en hann hafi verið nítján ára þegar hann framdi þau brot. Þar er vísað til skotárásar í miðbæ Reykjavíkur. Með vísan til sakaferils og tiltekinna ákvæða hegningarlaga um ákvörðun refsingar væri refsing Ingólfs hæfilega metin átta ára fangelsi. Ekki komi til álita að skilorðsbinda refsinguna að neinu leyti. Þá var Ingólfur dæmdur til að greiða samfanganum 1,5 milljón króna í miskabætur, öðrum brotaþola 300 þúsund krónur í miskabætur og allan sakarkostnað upp á 5,9 milljónir króna. Dómsmál Fangelsismál Skotárás við Bergstaðastræti Reykjavík Árborg Tengdar fréttir Hnífstunguárás í nótt sögð tengjast árásinni á Litla-Hrauni Hnífstunguárás sem framin var í nótt tengist annarri árás á Litla-Hrauni í gær. Þetta herma heimildir Ríkisútvarpsins. Eggvopni var sömuleiðis beitt í árásinni á Litla-Hrauni og sú árás er sögð tengjast skotárásinni í Úlfarsárdal í byrjun mánaðar. 24. nóvember 2023 09:21 Sá sem er grunaður um stunguárásina fékk átta ára dóm í fyrra Maðurinn sem er grunaður um að stinga samfanga sinn á Litla-Hrauni í dag hlaut í lok síðasta árs átta ára fangelsisdóm fyrir skotárás í miðbæ Reykjavíkur. Hann heitir Ingólfur Kjartansson og er rúmlega tvítugur. 23. nóvember 2023 19:56 Tvítugur árásarmaður þekkti fórnarlambið sem hann skaut í brjóstið Um tugur lögregluþjóna vopnaðist þegar þrír ungir menn voru teknir höndum í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einn þeirra hafði skotið mann í brjóstið og lögreglan rannsakar nú hvort málið tengist annarri skotárás sem framin var á fimmtudaginn í síðustu viku. 13. febrúar 2022 19:10 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Barst tilkynning um olíustuldur í Hafnarfirði Segir Heimildina stunda „rætna herferð“ gegn ferðaþjónustunni Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Sjá meira
Þetta var niðurstaða Héraðsdóms Suðurlands, sem kvað upp dóm þann 6. desember. Í dóminum segir að Ingólfur hafi verið verið sakfelldur fyrir tvær líkamsárásir, fjögur brot gegn valdstjórninni og eina sérstaklega hættulega líkamsárás. Sérstaklega hættulegu líkamsárásina framdi hann þann 23. nóvember í fyrra, með því að stinga samfanga sinn ítrekað með sporjárni, með þeim afleiðingum að samfanginn hlaut átta stungusár og samfallið lunga. Árásin var sögð tengjast skotárás sem framin var í Úlfarsárdal í byrjun sama mánaðar og önnur stunguárás daginn eftir að Ingólfur lét til skarar skríða hafi svo tengst árás hans. Ekki fallist á að um tilraun hafi verið að ræða Í dóminum segir að Ingólfur hafi játað háttsemi þá sem honum var gefin að sök í ákærunni en neitað að hann hafi haft ásetning til þess að drepa samfanga sinn. Í framburði Ingólfs við aðalmeðferð vegna ákærunnar hafi komið fram að hann hafi haft spornjárnið á sér af tilviljun og hann hafi í raun bara verið að sveifla sporjárninu og ekki gert sér grein fyrir að hann hafi stungið samfangann fyrr en eftir á. Að mati dómsins sé fjarstæðukennt að Ingólfur hafi ekki gert sér grein fyrir því að hann væri að stinga samfangann. Af upptöku megi glögglega sjá að Ingólfur leggi margsinnis til samfangans, vitandi að hann væri með vopnið í hendi sér. Hafið væri yfir allan vafa að ákærði gerði sér grein fyrir að hann var að stinga brotaþola og að hann hafði ásetning til að stinga samfangann umrætt sinn með sporjárninu og að hann hefði að minnsta kosti ásetning til að meiða hann. Ingólfur hafi kannast við að hafa átt upptökin að átökum þeirra umrætt sinn. Aðspurður hvort honum hefði ekki dottið í hug að samfanginn gæti hlotið stungusár og áverka sem mögulega gætu verið lífshættulegir hafi hann kveðist ekki hafa dottið það í hug og bent á að hann hafi ekki reynt að stinga samfangann í höfuð, háls eða hjarta. „You shot my friend“ Þá segir að Ingólfur hafi, aðspurður um ástæðu þess að hann hafi ráðist á samfangann, kveðist ekki hafa vita hvar hann hefði samfangann, sem hefði nýverið skotið vin hans og hann hafi ekki vitað hvort hann væri vopnaður. Hins vegar hafi Ingólfur neitað því að atlaga hans að samfanganum hafi verið í hefndarskyni vegna þess að hann hefði skotið vin hans, en um þá skotárás liggi ekkert fyrir í gögnum málsins. Draga má þá ályktun að skotárásin sem um ræðir hafi verið skotárásin í Silfratjörn í Úlfarsárdal nokkrum dögum fyrir árás Ingólfs. Ungur maður að nafni Shokri Keryo hlaut þriggja og hálfs árs fangelsidóm fyrir árásina. Einn maður varð fyrir skoti í árásinni, það er Gabríel Douane sem komist hefur endurtekið í kast við lögin undanfarin ár. Hann hlaut sár á hægri sköflung. Í dóminum segir að Ingólfur hafi neitað að hafa viðhaft orðin „you shot my friend“ [þú skaust vin minn], en sagst ekki geta útilokað það. Telja verði sannað að hann hafi viðhaft þessi orð, með vísan til vættis vitna. Loks segir hvað þetta varðar að af framburði samfangans og annarra vitna yrði ekki ráðið hvort ásetningur Ingólfs hafi staðið til að svipta samfangann lífi, eða aðeins til þess að ráðast að honum með umræddu sporjárni og stinga hann með því. Ekki yrði heldur ráðið að Ingólfur hafi mátt ætla að langlíklegast væri að samfanginn hlyti bana af atlögunni. Því væri ekki unnt að fella háttsemi hans undir ákvæði hegningarlaga um tilraun til manndráps. Ungur þegar hann byrjaði að brjóta af sér Í kafla dómsins um ákvörðun refsingar segir að samkvæmt sakavottorði hafi Ingólfur tvívegis áður verið dæmdur til refsingar. Árið 2021 hafi hann verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir brot gegn barnaverndarlögum, líkamsárás, þjófnað, rán, gripdeild, tilraun til ráns, vopnalagabrot og ávana- og fíkniefnabrot. Í dóminum þá komi fram að Ingólfur hafi ýmist verið sautján eða átján ára þegar brotin voru framin. Þannig hann verið átján ára þegar hann framdi fimm ránsbrot ásamt vopnalagabrotum og eina tilraun til ráns og vopnalagabrot, auk tveggja líkamsárása. Þá hafi hann verið dæmdur í átta ára fangelsi í nóvember 2022 fyrir tilraun til manndráps og vopnalagabrot, en hann hafi verið nítján ára þegar hann framdi þau brot. Þar er vísað til skotárásar í miðbæ Reykjavíkur. Með vísan til sakaferils og tiltekinna ákvæða hegningarlaga um ákvörðun refsingar væri refsing Ingólfs hæfilega metin átta ára fangelsi. Ekki komi til álita að skilorðsbinda refsinguna að neinu leyti. Þá var Ingólfur dæmdur til að greiða samfanganum 1,5 milljón króna í miskabætur, öðrum brotaþola 300 þúsund krónur í miskabætur og allan sakarkostnað upp á 5,9 milljónir króna.
Dómsmál Fangelsismál Skotárás við Bergstaðastræti Reykjavík Árborg Tengdar fréttir Hnífstunguárás í nótt sögð tengjast árásinni á Litla-Hrauni Hnífstunguárás sem framin var í nótt tengist annarri árás á Litla-Hrauni í gær. Þetta herma heimildir Ríkisútvarpsins. Eggvopni var sömuleiðis beitt í árásinni á Litla-Hrauni og sú árás er sögð tengjast skotárásinni í Úlfarsárdal í byrjun mánaðar. 24. nóvember 2023 09:21 Sá sem er grunaður um stunguárásina fékk átta ára dóm í fyrra Maðurinn sem er grunaður um að stinga samfanga sinn á Litla-Hrauni í dag hlaut í lok síðasta árs átta ára fangelsisdóm fyrir skotárás í miðbæ Reykjavíkur. Hann heitir Ingólfur Kjartansson og er rúmlega tvítugur. 23. nóvember 2023 19:56 Tvítugur árásarmaður þekkti fórnarlambið sem hann skaut í brjóstið Um tugur lögregluþjóna vopnaðist þegar þrír ungir menn voru teknir höndum í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einn þeirra hafði skotið mann í brjóstið og lögreglan rannsakar nú hvort málið tengist annarri skotárás sem framin var á fimmtudaginn í síðustu viku. 13. febrúar 2022 19:10 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Barst tilkynning um olíustuldur í Hafnarfirði Segir Heimildina stunda „rætna herferð“ gegn ferðaþjónustunni Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Sjá meira
Hnífstunguárás í nótt sögð tengjast árásinni á Litla-Hrauni Hnífstunguárás sem framin var í nótt tengist annarri árás á Litla-Hrauni í gær. Þetta herma heimildir Ríkisútvarpsins. Eggvopni var sömuleiðis beitt í árásinni á Litla-Hrauni og sú árás er sögð tengjast skotárásinni í Úlfarsárdal í byrjun mánaðar. 24. nóvember 2023 09:21
Sá sem er grunaður um stunguárásina fékk átta ára dóm í fyrra Maðurinn sem er grunaður um að stinga samfanga sinn á Litla-Hrauni í dag hlaut í lok síðasta árs átta ára fangelsisdóm fyrir skotárás í miðbæ Reykjavíkur. Hann heitir Ingólfur Kjartansson og er rúmlega tvítugur. 23. nóvember 2023 19:56
Tvítugur árásarmaður þekkti fórnarlambið sem hann skaut í brjóstið Um tugur lögregluþjóna vopnaðist þegar þrír ungir menn voru teknir höndum í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einn þeirra hafði skotið mann í brjóstið og lögreglan rannsakar nú hvort málið tengist annarri skotárás sem framin var á fimmtudaginn í síðustu viku. 13. febrúar 2022 19:10