Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. desember 2024 22:02 Linda Dröfn veltir fyrir sér hvort dómurinn væri ekki þyngri ef ótengdur aðili hefði farið inn á heimili og viðhaft sömu verknaðaraðferð. Vísir/Einar Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir dóm yfir manni í manndrápsmáli vera vonbrigði, og veltir fyrir sér hvort dómurinn hefði verið þyngri ef ekki væri um heimilisofbeldi að ræða. Héraðsdómur Norðurlands eystra felldi dóm í Naustahverfismálinu svokallaða á mánudag. Þar var maður sakfelldur fyrir brot í nánu sambandi sem leiddi til andláts konu hans. Hann var ekki sakfelldur fyrir manndráp, þar sem dómari taldi ekki sannað að hann hafi ætlað að bana konunni. Ríkissaksóknari hefur ekki tekið ákvörðun um hvort dóminum verður áfrýjað til Landsréttar. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir dóminn vonbrigði. „Við erum alltaf að reyna að berjast fyrir því að við séum að senda skilaboð út í samfélagið um að heimilisofbeldi og kvennamorð séu á sama stað og önnur morð, annað ofbeldi. Fyrr erum við ekkert að fara að vinna þessa baráttu gegn kynbundnu ofbeldi,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Spyr hvort annað ætti við ef gerandinn væri ótengdur Maðurinn hlaut tólf ára dóm, en refsiramminn fyrir brot hans er upp í 16 ár. Linda segir það sæta furðu að dómurinn sé ekki þyngri. Í dóminum er einnig greint frá fjölda atvika þar sem lögregla var kölluð til heimilis hjónanna vegna ofbeldis, allt aftur til ársins 1999. „Maður hefur það á tilfinningunni að það vinni gegn dómnum að þetta sé heimilisofbeldi, að þetta langvarandi hræðilega ofbeldi sem hefur átt sér stað skuli enda svona. Ef þetta hefði verið utanaðkomandi aðili sem hefði komið inn á heimilið og framið slíkan verknað, því ef maður les dóminn þá er verknaðurinn greinilega til þess fallinn að valda miklum skaða, þá hugsar maður sig um hvort dómurinn hefði hljómað öðruvísi.“ Ekki hægt að segja að allt verði í lagi Linda segir úrræði til staðar fyrir þolendur heimilisofbeldis, líkt og Kvennaathvarfið sem sé með neyðarsíma allan sólarhringinn. Mun meira þurfi þó að gera til þess að vel sé hægt að taka utan um þolendur heimilisofbeldis. „Bæði það að það sé meiri þjálfun og samhæfðari vinnubrögð í framlínunnu, þetta kallar eftir því. Einnig að við getum tryggt öryggi þessara kvenna með því að taka ofbeldismenn úr umhverfinu, tryggja þeirra öryggi með nálgunarbanni og viðurlögum sem virka. Fyrr er mjög erfitt að segja við konur að þetta verði bara allt í lagi.“ Heimilisofbeldi Manndráp í Naustahverfi á Akureyri Lögreglumál Dómsmál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
Héraðsdómur Norðurlands eystra felldi dóm í Naustahverfismálinu svokallaða á mánudag. Þar var maður sakfelldur fyrir brot í nánu sambandi sem leiddi til andláts konu hans. Hann var ekki sakfelldur fyrir manndráp, þar sem dómari taldi ekki sannað að hann hafi ætlað að bana konunni. Ríkissaksóknari hefur ekki tekið ákvörðun um hvort dóminum verður áfrýjað til Landsréttar. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir dóminn vonbrigði. „Við erum alltaf að reyna að berjast fyrir því að við séum að senda skilaboð út í samfélagið um að heimilisofbeldi og kvennamorð séu á sama stað og önnur morð, annað ofbeldi. Fyrr erum við ekkert að fara að vinna þessa baráttu gegn kynbundnu ofbeldi,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Spyr hvort annað ætti við ef gerandinn væri ótengdur Maðurinn hlaut tólf ára dóm, en refsiramminn fyrir brot hans er upp í 16 ár. Linda segir það sæta furðu að dómurinn sé ekki þyngri. Í dóminum er einnig greint frá fjölda atvika þar sem lögregla var kölluð til heimilis hjónanna vegna ofbeldis, allt aftur til ársins 1999. „Maður hefur það á tilfinningunni að það vinni gegn dómnum að þetta sé heimilisofbeldi, að þetta langvarandi hræðilega ofbeldi sem hefur átt sér stað skuli enda svona. Ef þetta hefði verið utanaðkomandi aðili sem hefði komið inn á heimilið og framið slíkan verknað, því ef maður les dóminn þá er verknaðurinn greinilega til þess fallinn að valda miklum skaða, þá hugsar maður sig um hvort dómurinn hefði hljómað öðruvísi.“ Ekki hægt að segja að allt verði í lagi Linda segir úrræði til staðar fyrir þolendur heimilisofbeldis, líkt og Kvennaathvarfið sem sé með neyðarsíma allan sólarhringinn. Mun meira þurfi þó að gera til þess að vel sé hægt að taka utan um þolendur heimilisofbeldis. „Bæði það að það sé meiri þjálfun og samhæfðari vinnubrögð í framlínunnu, þetta kallar eftir því. Einnig að við getum tryggt öryggi þessara kvenna með því að taka ofbeldismenn úr umhverfinu, tryggja þeirra öryggi með nálgunarbanni og viðurlögum sem virka. Fyrr er mjög erfitt að segja við konur að þetta verði bara allt í lagi.“
Heimilisofbeldi Manndráp í Naustahverfi á Akureyri Lögreglumál Dómsmál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira