Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 11. desember 2024 23:14 Tilkynnt var um andlát manns á fertugsaldri sumarhúsi í Kiðjabergi í apríl á þessu ári. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í tengslum við andlát manns í sumarhúsi við Kiðjaberg í Grímsnesi í apríl á þessu ári. Athygli vekur að maðurinn er ekki ákærður fyrir manndráp. Ríkisútvarpið greinir frá, en í ákæru héraðssaksóknara er manninum gefið að sök að hafa veist að öðrum karlmanni þannig að hann hlaut bana af, en atlagan hafi beinst að höfði, hálsi og líkama hins látna. Meðal annars hafi árásarmaðurinn slegið hann tvisvar í andlitið með þeim afleiðingum að hann fékk í gólfið. Hinn látni hafi hlotið af fjölþætta áverka á gagnauga, hvirfil- og hnakkasvæði, hálsi og andliti. Þá hafi hann hlotið mikla og útbreidda áverka á heilavef, litla heila og heilastofni. Maðurinn hafi látist af völdum heilaáverka. Fjórir voru handteknir í upphafi málsins og úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Hinn ákærði er sá eini úr þeim hópi sem enn hefur réttarstöðu sakbornings. Samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Suðurlands frá því í maí hefur hann viðurkennt að hafa ráðist á hinn látna í aðdraganda andlátsins, en neitar þrátt fyrir það að hafa valdið þeim áverkum sem fundust á líki hins látna. Mennirnir fimm eru allir frá Litháen og voru í sumarhúsabyggðinni á vegum verktakafyrirtækis að byggja annað sumarhús í grenndinni þegar atvikið varð. Manndráp í Kiðjabergi Dómsmál Lögreglumál Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Manndráp í Kiðjabergi komið til saksóknara Lögreglan á Suðurlandi skilaði rannsókn á andláti manns í sumarbústað í Kiðjabergi í vor á borð Héraðsaksóknara á föstudag. Einn er með réttarstöðu sakbornings í málinu grunaður um að hafa orðið manninum að bana. 23. september 2024 12:20 Hlutur sakborninga mismikill Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms yfir litháenskum karlmanni sem er grunaður um að hafa valdið dauða samlanda síns í Kiðjabergi í apríl. Maðurinn var því ekki úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Hann er þó enn í haldi en hann afplánar nú eldri fangelsisdómi. 3. júní 2024 16:47 Staðfesta gæsluvarðhald tveggja sakborninga Landsréttur hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Suðurland um að úrskurða tvo karlmenn í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á andláti sem varð í Kiðjabergi um helgina. 23. apríl 2024 16:57 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Ríkisútvarpið greinir frá, en í ákæru héraðssaksóknara er manninum gefið að sök að hafa veist að öðrum karlmanni þannig að hann hlaut bana af, en atlagan hafi beinst að höfði, hálsi og líkama hins látna. Meðal annars hafi árásarmaðurinn slegið hann tvisvar í andlitið með þeim afleiðingum að hann fékk í gólfið. Hinn látni hafi hlotið af fjölþætta áverka á gagnauga, hvirfil- og hnakkasvæði, hálsi og andliti. Þá hafi hann hlotið mikla og útbreidda áverka á heilavef, litla heila og heilastofni. Maðurinn hafi látist af völdum heilaáverka. Fjórir voru handteknir í upphafi málsins og úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Hinn ákærði er sá eini úr þeim hópi sem enn hefur réttarstöðu sakbornings. Samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Suðurlands frá því í maí hefur hann viðurkennt að hafa ráðist á hinn látna í aðdraganda andlátsins, en neitar þrátt fyrir það að hafa valdið þeim áverkum sem fundust á líki hins látna. Mennirnir fimm eru allir frá Litháen og voru í sumarhúsabyggðinni á vegum verktakafyrirtækis að byggja annað sumarhús í grenndinni þegar atvikið varð.
Manndráp í Kiðjabergi Dómsmál Lögreglumál Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Manndráp í Kiðjabergi komið til saksóknara Lögreglan á Suðurlandi skilaði rannsókn á andláti manns í sumarbústað í Kiðjabergi í vor á borð Héraðsaksóknara á föstudag. Einn er með réttarstöðu sakbornings í málinu grunaður um að hafa orðið manninum að bana. 23. september 2024 12:20 Hlutur sakborninga mismikill Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms yfir litháenskum karlmanni sem er grunaður um að hafa valdið dauða samlanda síns í Kiðjabergi í apríl. Maðurinn var því ekki úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Hann er þó enn í haldi en hann afplánar nú eldri fangelsisdómi. 3. júní 2024 16:47 Staðfesta gæsluvarðhald tveggja sakborninga Landsréttur hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Suðurland um að úrskurða tvo karlmenn í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á andláti sem varð í Kiðjabergi um helgina. 23. apríl 2024 16:57 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Manndráp í Kiðjabergi komið til saksóknara Lögreglan á Suðurlandi skilaði rannsókn á andláti manns í sumarbústað í Kiðjabergi í vor á borð Héraðsaksóknara á föstudag. Einn er með réttarstöðu sakbornings í málinu grunaður um að hafa orðið manninum að bana. 23. september 2024 12:20
Hlutur sakborninga mismikill Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms yfir litháenskum karlmanni sem er grunaður um að hafa valdið dauða samlanda síns í Kiðjabergi í apríl. Maðurinn var því ekki úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Hann er þó enn í haldi en hann afplánar nú eldri fangelsisdómi. 3. júní 2024 16:47
Staðfesta gæsluvarðhald tveggja sakborninga Landsréttur hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Suðurland um að úrskurða tvo karlmenn í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á andláti sem varð í Kiðjabergi um helgina. 23. apríl 2024 16:57