Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. desember 2024 21:03 Líkt og sjá má er einkar stutt á milli fjölbýlishússins og vöruhússins. Vísir/Bjarni Íbúi fjölbýlishúss í Breiðholti er allt annað en ánægður með framkvæmdir sem staðið hafa yfir á næstu lóð í meira en ár. Þegar framkvæmdum lýkur mun standa eftir mörg þúsund fermetra vöruhús, steinsnar frá stofuglugganum. Hagar munu leigja húsið undir starfsemi dótturfélaga sinna, Eldum rétt og Ferskra kjötvara. Íbúi í húsinu, sem sér fimm þúsund fermetra bygginguna út um stofugluggann, er allt annað en ánægður með framkvæmdir við smíði hússins. „Þetta er búið að vera skelfilegt síðastliðin tvö ár. Ég þakka fyrir að hafa lifað þetta af. Ég hef þurft að vera mikið að heiman, farið í vinnu. Ég er á áttræðisaldri og stunda það að vera að heiman að vinna til þess að þurfa ekki að vera heima hjá mér,“ segir Guðrún Hrólfsdóttir, íbúi í húsinu sem stendur næst vöruhúsinu. Mikill hávaði og fyrirferð fylgi framkvæmdum smíði hússins, en eins og sjá má í fréttinni hér að ofan stendur það afar nálægt blokkinni. Þegar framkvæmdum loks lýkur mun húsið sjálft byrgja sýn íbúa í húsinu verulega. „Kvöldsólin var tekin af mér og birtan minnkar um að minnsta kosti helming. Ég er ekkert sátt við það.“ Guðrún á svölum íbúðar sinnar. Útsýnið þar er ekki mjög fjölbreytt. Þaðan sést aðallega ein hlið ógnarstórs vöruhússins.Vísir/Bjarni „Ég hef verið að vinna að því síðustu vikur og mánuði að reyna að sætta mig við það. Það er ekkert annað að gera fyrir mig ef ég ætla að láta mér líða vel hérna,“ bætir Guðrún við. Hún segir fleiri íbúa í hverfinu óánægða. „Það erum ekki bara við sem snúum út að framkvæmdunum, heldur báðar blokkirnar hérna.“ Fyrir um einu og hálfu ári síðan var greint frá því að íbúar í hverfinu væru ósáttir við stærðarinnar grjóthaug á lóðinni við hlið hússins sem Guðrún býr í. Haugurinn er farinn, en vörhúsið risið í staðinn. „Það var skárra að því leytinu til að hafa moldarhauginn að ég vissi hann færi einhvern tímann, en þetta fer ekki.“ Þetta eru kannski ekki góð skipti, eða hvað? „Ég er ekki alveg búin að gera það upp við mig, en allavega er þetta staðreynd.“ Reykjavík Skipulag Húsnæðismál Nágrannadeilur Vöruskemma við Álfabakka Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Hagar munu leigja húsið undir starfsemi dótturfélaga sinna, Eldum rétt og Ferskra kjötvara. Íbúi í húsinu, sem sér fimm þúsund fermetra bygginguna út um stofugluggann, er allt annað en ánægður með framkvæmdir við smíði hússins. „Þetta er búið að vera skelfilegt síðastliðin tvö ár. Ég þakka fyrir að hafa lifað þetta af. Ég hef þurft að vera mikið að heiman, farið í vinnu. Ég er á áttræðisaldri og stunda það að vera að heiman að vinna til þess að þurfa ekki að vera heima hjá mér,“ segir Guðrún Hrólfsdóttir, íbúi í húsinu sem stendur næst vöruhúsinu. Mikill hávaði og fyrirferð fylgi framkvæmdum smíði hússins, en eins og sjá má í fréttinni hér að ofan stendur það afar nálægt blokkinni. Þegar framkvæmdum loks lýkur mun húsið sjálft byrgja sýn íbúa í húsinu verulega. „Kvöldsólin var tekin af mér og birtan minnkar um að minnsta kosti helming. Ég er ekkert sátt við það.“ Guðrún á svölum íbúðar sinnar. Útsýnið þar er ekki mjög fjölbreytt. Þaðan sést aðallega ein hlið ógnarstórs vöruhússins.Vísir/Bjarni „Ég hef verið að vinna að því síðustu vikur og mánuði að reyna að sætta mig við það. Það er ekkert annað að gera fyrir mig ef ég ætla að láta mér líða vel hérna,“ bætir Guðrún við. Hún segir fleiri íbúa í hverfinu óánægða. „Það erum ekki bara við sem snúum út að framkvæmdunum, heldur báðar blokkirnar hérna.“ Fyrir um einu og hálfu ári síðan var greint frá því að íbúar í hverfinu væru ósáttir við stærðarinnar grjóthaug á lóðinni við hlið hússins sem Guðrún býr í. Haugurinn er farinn, en vörhúsið risið í staðinn. „Það var skárra að því leytinu til að hafa moldarhauginn að ég vissi hann færi einhvern tímann, en þetta fer ekki.“ Þetta eru kannski ekki góð skipti, eða hvað? „Ég er ekki alveg búin að gera það upp við mig, en allavega er þetta staðreynd.“
Reykjavík Skipulag Húsnæðismál Nágrannadeilur Vöruskemma við Álfabakka Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira