Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. desember 2024 14:00 Enginn hefur unnið heimsmeistaratitil ökuþóra oftar en Michael Schumacher. getty/Mark Thompson Í réttarhöldunum yfir mönnunum sem ætluðu að fjárkúga fjölskyldu Michaels Schumacher kom fram að harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um ökuþórinn fyrrverandi sé týndur. Réttarhöld yfir mönnunum þremur hófust í Wuppertal í Þýskalandi í gær. Markus Fritsche, fyrrverandi lífvörður Michaels Schumacher, ásamt feðgunum Yilmaz Tozturkan og Daniel Lins eru sakaðir um að hafa reynt að kúga fé út úr fjölskyldunni. Þeir kröfðust þess að hún greiddi þeim 2,1 milljarð íslenskra króna, annars myndu þeir leka gögnum um ástand Schumachers. Upplýsingarnar um Schumacher voru geymdar á tveimur hörðum diskum og fjórum USB minniskubbum. Þær voru í vörslu Tozturkans en hann sagði lögreglunni að hann hefði geymt þær á heimilum fjölskyldu sinnar og vina. Lögreglan fann alla USB kubbana en aðeins annan harða diskinn. Ekki liggur fyrir hvar hinn er niðurkominn. Tozturkan fékk gögnin frá Fritsche sem vann fyrir Schumacher-fjölskylduna í átta. Hann á að hafa fengið gögnin frá hjúkrunarfræðingi sem starfaði á heimili Schumachers. Þýski ökuþórinn, sem varð sjö sinnum heimsmeistari í Formúlu 1, hefur ekki sést opinberlega síðan hann varð fyrir heilaskaða í skíðaslysi í ölpunum 2013. Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Réttarhöld yfir mönnunum þremur hófust í Wuppertal í Þýskalandi í gær. Markus Fritsche, fyrrverandi lífvörður Michaels Schumacher, ásamt feðgunum Yilmaz Tozturkan og Daniel Lins eru sakaðir um að hafa reynt að kúga fé út úr fjölskyldunni. Þeir kröfðust þess að hún greiddi þeim 2,1 milljarð íslenskra króna, annars myndu þeir leka gögnum um ástand Schumachers. Upplýsingarnar um Schumacher voru geymdar á tveimur hörðum diskum og fjórum USB minniskubbum. Þær voru í vörslu Tozturkans en hann sagði lögreglunni að hann hefði geymt þær á heimilum fjölskyldu sinnar og vina. Lögreglan fann alla USB kubbana en aðeins annan harða diskinn. Ekki liggur fyrir hvar hinn er niðurkominn. Tozturkan fékk gögnin frá Fritsche sem vann fyrir Schumacher-fjölskylduna í átta. Hann á að hafa fengið gögnin frá hjúkrunarfræðingi sem starfaði á heimili Schumachers. Þýski ökuþórinn, sem varð sjö sinnum heimsmeistari í Formúlu 1, hefur ekki sést opinberlega síðan hann varð fyrir heilaskaða í skíðaslysi í ölpunum 2013.
Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira