Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. desember 2024 06:54 Sýrlenskur maður strýkur kettinum sínum er þeir bíða eftir því að komast frá Tyrklandi og inn í Sýrland. AP/Metin Yoksu Uppreisnarhópurinn Hayat Tahrir al-Sham (HTS) hefur skipað Mohammad al-Bashir í embætti forsætisráðherra Sýrlands. Mun hann sinna starfinu til 1. mars 2025. HTS er öflugastur þeirra hópa sem unnu saman að því að koma stjórn Bashar al-Assad frá völdum og ráða nú ríkjum í Damaskus og öðrum borgum Sýrlands. Bashir er verkfræðingur og stjórnmálamaður sem hefur meðal annars starfað fyrir Frelsisstjórn HTS í Idlib. Hann sagði í stuttu ávarpi í gær að hann hefði átt fundi með öðrum ráðherrum í nýrri tímabundinni ríkisstjórn og fráfarandi valdhafa. „Nú er tími fyrir fólk að njóta stöðugleika og friðar,“ sagði Bashir. Stjórnvöld vestanhafs hafa sagt að viðurkenning þeirra á nýjum stjórnvöldum í Sýrlandi muni velta á því hvort og hvernig uppreisnarmenn uppfylla loforð um að allir hópar muni eiga rödd við stjórnarborðið. Charles Lister, sérfræðingur í málefnum Sýrlands við Middle East Institute í Washington, segir það hins vegar ekki lofa góðu að svo virðist sem HTS sé eini hópurinn sem eigi aðkomu að myndun nýrrar ríkisstjórnar og vísar til „einræðistilburða“ hópsins í Idlib. Bandaríkjamenn, Bretar og Sameinuðu þjóðirnar höfðu sett HTS á lista með hryðjuverkahópum áður en þeir komust til valda en stjórnvöld á Vesturlöndum eru sögð reiðubúin til að endurskoða það ef hópurinn heldur rétt á málum á næstu dögum, vikum og mánuðum. Leiðtogi HTS, Ahmed al-Sharaa, einnig kallaður Abu Mohammed al-Jolani, sagði í viðtali við Sky News í gær að Sýrlendingar væru orðnir þreyttir á átökum og væru ekki á leið inn í nýtt stríð. Alþjóðasamfélagið hefði ekkert að óttast hvað þetta varðaði. „Sýrland verður endurreist. Landið stefnir að framþróun og endurreisn. Að stöðugleika.“ Sýrland Hernaður Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Fleiri fréttir Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Sjá meira
HTS er öflugastur þeirra hópa sem unnu saman að því að koma stjórn Bashar al-Assad frá völdum og ráða nú ríkjum í Damaskus og öðrum borgum Sýrlands. Bashir er verkfræðingur og stjórnmálamaður sem hefur meðal annars starfað fyrir Frelsisstjórn HTS í Idlib. Hann sagði í stuttu ávarpi í gær að hann hefði átt fundi með öðrum ráðherrum í nýrri tímabundinni ríkisstjórn og fráfarandi valdhafa. „Nú er tími fyrir fólk að njóta stöðugleika og friðar,“ sagði Bashir. Stjórnvöld vestanhafs hafa sagt að viðurkenning þeirra á nýjum stjórnvöldum í Sýrlandi muni velta á því hvort og hvernig uppreisnarmenn uppfylla loforð um að allir hópar muni eiga rödd við stjórnarborðið. Charles Lister, sérfræðingur í málefnum Sýrlands við Middle East Institute í Washington, segir það hins vegar ekki lofa góðu að svo virðist sem HTS sé eini hópurinn sem eigi aðkomu að myndun nýrrar ríkisstjórnar og vísar til „einræðistilburða“ hópsins í Idlib. Bandaríkjamenn, Bretar og Sameinuðu þjóðirnar höfðu sett HTS á lista með hryðjuverkahópum áður en þeir komust til valda en stjórnvöld á Vesturlöndum eru sögð reiðubúin til að endurskoða það ef hópurinn heldur rétt á málum á næstu dögum, vikum og mánuðum. Leiðtogi HTS, Ahmed al-Sharaa, einnig kallaður Abu Mohammed al-Jolani, sagði í viðtali við Sky News í gær að Sýrlendingar væru orðnir þreyttir á átökum og væru ekki á leið inn í nýtt stríð. Alþjóðasamfélagið hefði ekkert að óttast hvað þetta varðaði. „Sýrland verður endurreist. Landið stefnir að framþróun og endurreisn. Að stöðugleika.“
Sýrland Hernaður Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Fleiri fréttir Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Sjá meira