Viku frestur til að kæra kosningarnar Heimir Már Pétursson skrifar 10. desember 2024 19:31 Landskjörstjórn tilkynnir um kjör sextíu og þriggja þingmanna fyrir næsta kjörtímabil. Vísir/Vilhelm Viku kærufrestur hófst í dag til að kæra framkvæmd nýafstaðinna kosninga til Alþingis, þegar Landskjörstjórn staðfesti kjör þingmanna fyrir sitt leyti. Þing þarf að koma saman á innan við tíu vikum frá kosningum. Kristín Edwald formaður Landskjörstjórnar segir hlutverki hennar þó ekki formlega að fullu lokið. „Nei, ekki alveg. Því Landskjörstjórn ber að veita umsögn um þær kærur sem kunna að berast. Eins líka umsögn um ágreiningsseðla og skila þeirri umsögn til Alþingis ásamt öllum gögnum Landskjörstjórnar.“ Kristín Edwald segir alla hafa lagst á eitt að láta veðrið ekki hindra kosningarnar.Stöð 2/Bjarni Og nú í dag tekur kærufrestur gildi eða hvað? „Já, nú tekur við sjö daga kærufrestur,“ segir Kristín. Vonskuveður var víða um land, ekki hvað síst á Austur- og Norðurlandi, á kjördag. Áður en kjördagur rann upp óttuðust margir að fresta þyrfti kosningunum á einhverjum stöðum. Komu upp einhverjir erfiðleikar vegna þess að nú var veður ekkert sérstaklega gott víða á landinu? „Já, það er náttúrlega miklu erfiðara að undirbúa og halda kosningar þegar færð er slæm. Auðvitað hafði það áhrif en þar lögðust allir á eitt. Landskjörstjórn og yfirkjörstjórnir, kjörstjórnir sveitarfélaganna. Ekki má gleyma Veðurstofunni og Vegagerðinni. Eins hjálpaði Landhelgisgæslan líka til. Þannig að það þarf ýmislegt til að hægt sé að halda kosningar við þessar aðstæður,” segir Kristín Edwald. Kristján Sveinbjörnsson umboðsmaður Samfylkingarinnar í kosningunum í Suðvesturkljördæmi lagði fram bókun og minniblað á fundi Landskjörstjórnar í dag. Hann telji að ekki væri búið að gera grein fyrir öllum atkvæðum í kjördæminu. Kristján hefði viljað að 89 ógild atkvæði hefðu verið látin gilda.Stöð 2/Bjarni „Nei, það er ekki annað séð en það vanti 89 atkvæði sem eru vafaatkvæði. Atkvæði sem yfirkjörstjórn taldi ógild en við umboðsmenn vildum láta reyna á að telja þau gild,“ segir Kristján. Kjósendur þessara atkvæða hafi merkt skilmerkilega með krossi við eitt framboðanna en að auki strikað yfir nöfn eða sett önnur merki við frambjóðendur annarra framboða. Kjósendur voru vandlega varaðir við því í auglýsingum og fjölmörgum fréttum að það myndi ógilda atkvæði þeirra gerðu þeir einhverjar aðrar merkingar við önnur Framboð en þeir ætluðu að kjósa. „Ég held bara að þetta nái ekki alveg til allra kjósenda. Það eru ekki allir að fylgjast með og telja þetta í lagi. Þessi regla er barn síns tíma og á ekki við og er ekki tíðkuð víða í hinum siðmenntaða heimi,“ segir Kristján. Hann telji þó að þessi 89 atkvæði hefðu ekki ráðið eða breytt heildarúrslitum í kjördæminu. Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira
Kristín Edwald formaður Landskjörstjórnar segir hlutverki hennar þó ekki formlega að fullu lokið. „Nei, ekki alveg. Því Landskjörstjórn ber að veita umsögn um þær kærur sem kunna að berast. Eins líka umsögn um ágreiningsseðla og skila þeirri umsögn til Alþingis ásamt öllum gögnum Landskjörstjórnar.“ Kristín Edwald segir alla hafa lagst á eitt að láta veðrið ekki hindra kosningarnar.Stöð 2/Bjarni Og nú í dag tekur kærufrestur gildi eða hvað? „Já, nú tekur við sjö daga kærufrestur,“ segir Kristín. Vonskuveður var víða um land, ekki hvað síst á Austur- og Norðurlandi, á kjördag. Áður en kjördagur rann upp óttuðust margir að fresta þyrfti kosningunum á einhverjum stöðum. Komu upp einhverjir erfiðleikar vegna þess að nú var veður ekkert sérstaklega gott víða á landinu? „Já, það er náttúrlega miklu erfiðara að undirbúa og halda kosningar þegar færð er slæm. Auðvitað hafði það áhrif en þar lögðust allir á eitt. Landskjörstjórn og yfirkjörstjórnir, kjörstjórnir sveitarfélaganna. Ekki má gleyma Veðurstofunni og Vegagerðinni. Eins hjálpaði Landhelgisgæslan líka til. Þannig að það þarf ýmislegt til að hægt sé að halda kosningar við þessar aðstæður,” segir Kristín Edwald. Kristján Sveinbjörnsson umboðsmaður Samfylkingarinnar í kosningunum í Suðvesturkljördæmi lagði fram bókun og minniblað á fundi Landskjörstjórnar í dag. Hann telji að ekki væri búið að gera grein fyrir öllum atkvæðum í kjördæminu. Kristján hefði viljað að 89 ógild atkvæði hefðu verið látin gilda.Stöð 2/Bjarni „Nei, það er ekki annað séð en það vanti 89 atkvæði sem eru vafaatkvæði. Atkvæði sem yfirkjörstjórn taldi ógild en við umboðsmenn vildum láta reyna á að telja þau gild,“ segir Kristján. Kjósendur þessara atkvæða hafi merkt skilmerkilega með krossi við eitt framboðanna en að auki strikað yfir nöfn eða sett önnur merki við frambjóðendur annarra framboða. Kjósendur voru vandlega varaðir við því í auglýsingum og fjölmörgum fréttum að það myndi ógilda atkvæði þeirra gerðu þeir einhverjar aðrar merkingar við önnur Framboð en þeir ætluðu að kjósa. „Ég held bara að þetta nái ekki alveg til allra kjósenda. Það eru ekki allir að fylgjast með og telja þetta í lagi. Þessi regla er barn síns tíma og á ekki við og er ekki tíðkuð víða í hinum siðmenntaða heimi,“ segir Kristján. Hann telji þó að þessi 89 atkvæði hefðu ekki ráðið eða breytt heildarúrslitum í kjördæminu.
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira