Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Jón Þór Stefánsson skrifar 9. desember 2024 17:22 Myndir af grunuðum morðingja úr öryggismyndavélum í New York. AP/Lögreglan í New York Maður er í skýrslutöku hjá lögreglunni vestanhafs í tengslum við rannsókn á launmorði á götum New York á dögunum sem beindist að einum forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrrirtækis Bandaríkjanna. New York Times greinir frá þessu, en þar segir að maðurinn hafi verið tekinn í skýrslutöku eftir ábendingu. Hann hafi þó ekki verið handtekinn eða verið kærður í málinu. Sá sem benti lögreglu á manninn sagðist hafa séð hann á skyndibitastaðnum McDonalds með byssu, hljóðdeyfi og fölsk skilríki, líkt og þau sem hinn grunaði morðingi er talinn hafa notað. Þá segir New York Times að sá sem er nú yfirheyrður hafi verið með skotvopn álíkt því sem morðinginn er talinn hafa notað. CNN greinir frá því að maðurinn sé í haldi í Pennsylvaníu. Hann hafi verið með tveggja blaðsíðna stefnuyfirlýsingu þar sem hann gagnrýndi heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum harðlega, en hinn látni starfaði hjá einu stærsta sjúkratryggingafyrirtæki Bandaríkjanna. Í þessari stefnuyfirlýsingu mun hann hafa stungið upp á því að ofbeldi væri svarið við gölluðu heilbrigðiskerfi. CBS greinir frá því að maðurinn hafi verið handtekinn af lögreglu í tengslum við annað mál. Í fórum sínum hafi maðurinn verið með byssu með hljóðdeyfi og falsað ökuskírteini. Hinn látni heitir Brian Thompson og var forstjóri UnitedHealthcare. Líkt og áður segir var hann skotinn út á götu í New York í síðustu viku. Myndband úr öryggismyndavélum bendir til þess að morðinginn hafi beðið sérstaklega eftir hinum látna. Leitin að morðingjanum hefur verið gríðarlega umfangsmikil, en málið hefur verið á allra vörum vestanhafs. Hann flúði af vettvangi. Talið er að hann hafi komið sér í burtu með strætisvagni skömmu eftir drápið. Samkvæmt New York Times er lögreglan enn að óska eftir upplýsingum um málið og grunaðann morðingja. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum frá CNN og CBS. Erlend sakamál Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Sjá meira
New York Times greinir frá þessu, en þar segir að maðurinn hafi verið tekinn í skýrslutöku eftir ábendingu. Hann hafi þó ekki verið handtekinn eða verið kærður í málinu. Sá sem benti lögreglu á manninn sagðist hafa séð hann á skyndibitastaðnum McDonalds með byssu, hljóðdeyfi og fölsk skilríki, líkt og þau sem hinn grunaði morðingi er talinn hafa notað. Þá segir New York Times að sá sem er nú yfirheyrður hafi verið með skotvopn álíkt því sem morðinginn er talinn hafa notað. CNN greinir frá því að maðurinn sé í haldi í Pennsylvaníu. Hann hafi verið með tveggja blaðsíðna stefnuyfirlýsingu þar sem hann gagnrýndi heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum harðlega, en hinn látni starfaði hjá einu stærsta sjúkratryggingafyrirtæki Bandaríkjanna. Í þessari stefnuyfirlýsingu mun hann hafa stungið upp á því að ofbeldi væri svarið við gölluðu heilbrigðiskerfi. CBS greinir frá því að maðurinn hafi verið handtekinn af lögreglu í tengslum við annað mál. Í fórum sínum hafi maðurinn verið með byssu með hljóðdeyfi og falsað ökuskírteini. Hinn látni heitir Brian Thompson og var forstjóri UnitedHealthcare. Líkt og áður segir var hann skotinn út á götu í New York í síðustu viku. Myndband úr öryggismyndavélum bendir til þess að morðinginn hafi beðið sérstaklega eftir hinum látna. Leitin að morðingjanum hefur verið gríðarlega umfangsmikil, en málið hefur verið á allra vörum vestanhafs. Hann flúði af vettvangi. Talið er að hann hafi komið sér í burtu með strætisvagni skömmu eftir drápið. Samkvæmt New York Times er lögreglan enn að óska eftir upplýsingum um málið og grunaðann morðingja. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum frá CNN og CBS.
Erlend sakamál Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Sjá meira