Glódís í 41. sæti í heiminum Sindri Sverrisson skrifar 6. desember 2024 13:48 Glódís Perla Viggósdóttir er fyrirliði Bayern München. Getty/Boris Streubel Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsmiðvörður í fótbolta, hefur bætt rós í hnappagat sitt. Eftir að hafa verið tilnefnd til Gullboltans í haust, fyrst Íslendinga, er hún nú í 41. sæti lista The Guardian yfir bestu fótboltakonur í öllum heiminum. Rétt eins og í kjörinu til Gullboltans er Glódís ein af bestu varnarmönnunum á lista The Guardian, sem birtur er árlega. Í umsögn um hana segir að meðlimir dómnefndar þekki vel uppgang Glódísar sem hafi með síðustu leiktíð haldið áfram að stimpla sig sem einn besta miðvörð Evrópu. Á það er bent að frammistaða hennar hafi skilað henni óvæntri tilnefning til Gullboltans, þar sem hún var önnur aðeins tveggja miðvarða sem tilnefndar voru, auk þess sem vitnað er í viðtal við hana á Vísi frá því þegar hún var tilnefnd. The Guardian birtir árlega lista yfir hundrað bestu knattspyrnukonur heims en á eftir að segja frá því hverjar eru í efstu tíu sætunum að þessu sinni. Ef horft er til listans frá 10.-41. sætis þá er Glódís efsti miðvörðurinn. Fjórir varnarmenn eru fyrir ofan hana en þær eru allar bakverðir; Lucy Bronze í 24. sæti, Giulia Gwinn í 26. sæti, Ona Batlle í 31. sæti og Fridolina Rolfö í 39. sæti. Gwinn er einmitt liðsfélagi Glódísar hjá Bayern og spilar einnig sem hægri bakvörður þýska landsliðsins. Glódís varð í 22. sæti í kjörinu til Gullboltans og efst miðvarða. Aðeins þær Gwinn og Bronze urðu ofar af varnarmönnum í því kjöri. Alls tóku 99 manns þátt í kjöri The Guardian en þar á meðal eru þjálfarar, fyrrverandi leikmenn og fjölmiðlamenn. Enginn Íslendingur er í þessum hópi en þess má þó geta að Julie Nelson, leikjahæsta landsliðskona Norður-Írlands frá upphafi, er í hópnum en hún lék á sínum tíma með ÍBV í tvö tímabil. Fótbolti Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Sjá meira
Rétt eins og í kjörinu til Gullboltans er Glódís ein af bestu varnarmönnunum á lista The Guardian, sem birtur er árlega. Í umsögn um hana segir að meðlimir dómnefndar þekki vel uppgang Glódísar sem hafi með síðustu leiktíð haldið áfram að stimpla sig sem einn besta miðvörð Evrópu. Á það er bent að frammistaða hennar hafi skilað henni óvæntri tilnefning til Gullboltans, þar sem hún var önnur aðeins tveggja miðvarða sem tilnefndar voru, auk þess sem vitnað er í viðtal við hana á Vísi frá því þegar hún var tilnefnd. The Guardian birtir árlega lista yfir hundrað bestu knattspyrnukonur heims en á eftir að segja frá því hverjar eru í efstu tíu sætunum að þessu sinni. Ef horft er til listans frá 10.-41. sætis þá er Glódís efsti miðvörðurinn. Fjórir varnarmenn eru fyrir ofan hana en þær eru allar bakverðir; Lucy Bronze í 24. sæti, Giulia Gwinn í 26. sæti, Ona Batlle í 31. sæti og Fridolina Rolfö í 39. sæti. Gwinn er einmitt liðsfélagi Glódísar hjá Bayern og spilar einnig sem hægri bakvörður þýska landsliðsins. Glódís varð í 22. sæti í kjörinu til Gullboltans og efst miðvarða. Aðeins þær Gwinn og Bronze urðu ofar af varnarmönnum í því kjöri. Alls tóku 99 manns þátt í kjöri The Guardian en þar á meðal eru þjálfarar, fyrrverandi leikmenn og fjölmiðlamenn. Enginn Íslendingur er í þessum hópi en þess má þó geta að Julie Nelson, leikjahæsta landsliðskona Norður-Írlands frá upphafi, er í hópnum en hún lék á sínum tíma með ÍBV í tvö tímabil.
Fótbolti Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Sjá meira