Ætlar að vera formaður í stjórnarandstöðu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. desember 2024 11:34 Sigurður Ingi segir ekkert fararsnið á sér. Flokkur hans verði í stjórnarandstöðu á kjörtímabilinu. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra og formaður Framsóknar segir eðlilegt að óánægja komi upp eftir vonbrigðakosningar. Hann hefur ekki heyrt af mögulegum formannaskiptum hjá flokknum. Það sé eðlilegt að Framsókn verði í stjórnarandstöðu. Allir samflokksmenn Sigurðar við ríkisstjórnarborðið féllu út af þingi í nýafstöðnum kosningum. Það eru þau Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Á kosninganótt var lengi vel útlit fyrir að Sigurður myndi ekki ná inn á þing, en þegar síðustu tölur bárust varð ljóst að hann kæmi inn sem uppbótarþingmaður, á kostnað Willums. Eftirsjá fyrir flokk, þing og þjóð Berghildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður okkar ræddi við Sigurð Inga að loknum ríkisstjórnarfundi í dag, og hann spurður hvernig hljóðið væri í fráfarandi ráðherrum Framsóknar og flokksmönnum. „Þetta voru vonbrigði, þessar kosningar. Það er mikil eftirsjá af svo öflugu fólki, bæði fyrir Framsókn en líka fyrir þingið og þjóðina, að missa svona reynslumikið fólk,“ sagði Sigurður Ingi. Hann segir Framsóknarmenn eðlilega svekkta með úrslit kosninganna. Flokkurinn fékk 7,8 prósent atkvæða á landsvísu og fer úr þrettán þingmönnum í fimm. „Eins og ég sagði fyrir kosningar þá er það formaðurinn sem ber ríkasta ábyrgð. Ég tek hana til mín.“ Ekki möguleiki á Framsókn í ríkisstjórn Hann segir, þrátt fyrir stöðu flokksins, að ekki hafi verið rætt um formannsskipti. „Það er ekkert fararsnið á mér.“ Sigurður segir augljóst á úrslitum kosninga að ákall hafi verið um breytingar, og að Samfylking, Viðreisn og Flokkur fólksins myndu láta reyna á stjórnarmyndunarviðræður eins og nú er raunin. „Mér líst bara ágætlega á það,“ sagði Sigurður. Ef svo færi að þetta verður eitthvað flókið í framhaldinu og byrjað að ræða við ykkur, heldurðu að það sé einhver möguleiki á því í ljósi stöðunnar og væruð þið tilbúin til þess? „Nei. Niðurstöður kosninganna voru mjög skýrar. Það er ákall um breytingar og að þessir þrír flokkar axli þá ábyrgð. Málið er hjá þeim og kosningarnar enduðu þannig að það er eðlilegt að við í Framsókn séum í stjórnarandstöðu.ô Alþingiskosningar 2024 Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir „Ég hef átt ákveðin samtöl“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist hafa rætt við formenn annarra flokka á Alþingi varðandi möguleg stjórnarmynstur. Nú séu formenn þriggja annarra flokka að ræða saman og ekki sé gott að segja til um það hvernig úr þeim viðræðum spilast. 6. desember 2024 11:25 Gefa hvorki upp staðsetningu né gestalista á fundi dagsins Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins halda áfram viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar í dag. Ekki verður gefið upp hvar formennirnir funda. 6. desember 2024 09:44 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Innlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Sjá meira
Allir samflokksmenn Sigurðar við ríkisstjórnarborðið féllu út af þingi í nýafstöðnum kosningum. Það eru þau Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Á kosninganótt var lengi vel útlit fyrir að Sigurður myndi ekki ná inn á þing, en þegar síðustu tölur bárust varð ljóst að hann kæmi inn sem uppbótarþingmaður, á kostnað Willums. Eftirsjá fyrir flokk, þing og þjóð Berghildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður okkar ræddi við Sigurð Inga að loknum ríkisstjórnarfundi í dag, og hann spurður hvernig hljóðið væri í fráfarandi ráðherrum Framsóknar og flokksmönnum. „Þetta voru vonbrigði, þessar kosningar. Það er mikil eftirsjá af svo öflugu fólki, bæði fyrir Framsókn en líka fyrir þingið og þjóðina, að missa svona reynslumikið fólk,“ sagði Sigurður Ingi. Hann segir Framsóknarmenn eðlilega svekkta með úrslit kosninganna. Flokkurinn fékk 7,8 prósent atkvæða á landsvísu og fer úr þrettán þingmönnum í fimm. „Eins og ég sagði fyrir kosningar þá er það formaðurinn sem ber ríkasta ábyrgð. Ég tek hana til mín.“ Ekki möguleiki á Framsókn í ríkisstjórn Hann segir, þrátt fyrir stöðu flokksins, að ekki hafi verið rætt um formannsskipti. „Það er ekkert fararsnið á mér.“ Sigurður segir augljóst á úrslitum kosninga að ákall hafi verið um breytingar, og að Samfylking, Viðreisn og Flokkur fólksins myndu láta reyna á stjórnarmyndunarviðræður eins og nú er raunin. „Mér líst bara ágætlega á það,“ sagði Sigurður. Ef svo færi að þetta verður eitthvað flókið í framhaldinu og byrjað að ræða við ykkur, heldurðu að það sé einhver möguleiki á því í ljósi stöðunnar og væruð þið tilbúin til þess? „Nei. Niðurstöður kosninganna voru mjög skýrar. Það er ákall um breytingar og að þessir þrír flokkar axli þá ábyrgð. Málið er hjá þeim og kosningarnar enduðu þannig að það er eðlilegt að við í Framsókn séum í stjórnarandstöðu.ô
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir „Ég hef átt ákveðin samtöl“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist hafa rætt við formenn annarra flokka á Alþingi varðandi möguleg stjórnarmynstur. Nú séu formenn þriggja annarra flokka að ræða saman og ekki sé gott að segja til um það hvernig úr þeim viðræðum spilast. 6. desember 2024 11:25 Gefa hvorki upp staðsetningu né gestalista á fundi dagsins Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins halda áfram viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar í dag. Ekki verður gefið upp hvar formennirnir funda. 6. desember 2024 09:44 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Innlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Sjá meira
„Ég hef átt ákveðin samtöl“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist hafa rætt við formenn annarra flokka á Alþingi varðandi möguleg stjórnarmynstur. Nú séu formenn þriggja annarra flokka að ræða saman og ekki sé gott að segja til um það hvernig úr þeim viðræðum spilast. 6. desember 2024 11:25
Gefa hvorki upp staðsetningu né gestalista á fundi dagsins Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins halda áfram viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar í dag. Ekki verður gefið upp hvar formennirnir funda. 6. desember 2024 09:44