Nanna hlaut titilinn Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. desember 2024 10:28 Nanna Kristjánsdóttir fyrir miðju ásamt Höllu Tómasdóttur forseta Íslands og Ölmu Dögg Sigurvinsdóttur forseta JCI Íslands. Ragnar F. Valsson Nanna Kristjánsdóttir hlaut titilinn Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 fyrir störf og afrek á sviði menntamála á verðlaunaathöfn á vegum JCI hreyfingarinnar sem fram fór í Höfuðstöðinni í Elliðarárdal í gær. Verðlaunin hafa verið veitt árlega síðan árið 2002. Forseti Íslands Halla Tómasdóttir er verndari verkefnisins og veitti hún Topp tíu hópnum viðurkenningu ásamt Landsforseta JCI Íslands, Ölmu Dögg Sigurvinsdóttur. Á hverju ári óskar JCI hreyfingin eftir tilnefningum til verðlaunanna til almennings og dómnefnd velur síðan tíu einstaklinga sem hljóta viðurkenningu fyrir að vera Framúrskarandi ungir Íslendingar vegna einstaks framlags þeirra til íslensks samfélags. Verðlaunin sjálf eru síðan veitt til eins einstaklings sem þykir skara sérstaklega fram úr. Í Topp tíu hópnum í ár voru Eva Michelsen, Embla Bachmann, Guðjón Reykdal Óskarsson, Ingólfur Snær Víðisson, Kristfríður Rós Stefánsdóttir, Rima Charaf Eddine Nasr, Róbert Ísak Jónsson og Tinna Hrund Hlynsdóttir Hafberg. Verðlaunuð fyrir framlag sitt til vísindasamfélagsins Í umsögn dómnefndar kemur fram að Nanna hafi lagt mikið til stærðfræðisamfélagsins, og raunar vísindasamfélagsins alls, með frumkvæði sínu og dugnaði. Hún stofnaði og hefur séð um framkvæmd námsbúðanna Stelpur diffra þar sem stelpur og stálp á aldrinum 16-18 ára koma saman í eina viku til að vinna að verkefnum tengdum stærðfræði og hitta fjölbreyttan hóp kvenna með bakgrunn í greininni. Nanna hefur unnið ötullega að því að auka áhuga og sjálfstraust ungra nemenda, vinna gegn kynjahalla í stærðfræði og tengdum greinum og kynna stærðfræði og vísindi fyrir börnum og unglingum. Stelpur diffra hafa verið haldnar á hverju sumri frá árinu 2021 en sumarið 2024 kom hún einnig á fót námsbúðunum Kennarar diffra fyrir starfandi grunn- og framhaldsskólakennara. Dómnefndin í ár var skipuð af Elizu Reid rithöfundi og fyrrum forsetafrú. Freyju Steingrímsdóttur framkvæmdastjóra Blaðamannafélags Íslands, Anítu Sóleyju Scheving Þórðardóttur, nemi og framúrskarandi ungur Íslendingur 2023 Kjartan Hansson senator í JCI og hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands og Alma Dögg Sigurvinsdóttir Landsforseti JCI Íslands 2024. Verðlaunin eru hluti af stærri alþjóðlegum verðlaunum JCI hreyfingarinnar en árlega eru 10 framúrskarandi einstaklingar verðlaunaðir á heimsþingi JCI. Nanna verður því tilnefnd frá Íslandi til alþjóðlegu verðlaunanna á næsta ári. Erlendis eru verðlaunin nefnd TOYP verðlaun, Ten Outstanding Young Persons of the World, en á meðal verðlaunahafa eru Elvis Presley, Bruce Lee og Bill Clinton. Á meðal þeirra sem hafa hlotið þennan titil síðustu ár á Íslandi eru Ingileif Friðriksdóttir fjölmiðlakona, Katrín Jakobsdóttir fyrrv. forsætisráðherra, Ævar Þór Benediktsson bókahöfundur, Margrét Lára Viðarsdóttir knattspyrnukona, Emilíana Torrini söngkona, Vilborg Arna Gissurardóttir Everest-fari, Sævar Helgi Bragason stjörnufræðingur, Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari og Rakel Garðarsdóttir stofnandi Vakandi, samtaka um aukna vitundarvakningu varðandi sóun matvæla. Nýsköpun Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Vísindi Skóla- og menntamál Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira
Verðlaunin hafa verið veitt árlega síðan árið 2002. Forseti Íslands Halla Tómasdóttir er verndari verkefnisins og veitti hún Topp tíu hópnum viðurkenningu ásamt Landsforseta JCI Íslands, Ölmu Dögg Sigurvinsdóttur. Á hverju ári óskar JCI hreyfingin eftir tilnefningum til verðlaunanna til almennings og dómnefnd velur síðan tíu einstaklinga sem hljóta viðurkenningu fyrir að vera Framúrskarandi ungir Íslendingar vegna einstaks framlags þeirra til íslensks samfélags. Verðlaunin sjálf eru síðan veitt til eins einstaklings sem þykir skara sérstaklega fram úr. Í Topp tíu hópnum í ár voru Eva Michelsen, Embla Bachmann, Guðjón Reykdal Óskarsson, Ingólfur Snær Víðisson, Kristfríður Rós Stefánsdóttir, Rima Charaf Eddine Nasr, Róbert Ísak Jónsson og Tinna Hrund Hlynsdóttir Hafberg. Verðlaunuð fyrir framlag sitt til vísindasamfélagsins Í umsögn dómnefndar kemur fram að Nanna hafi lagt mikið til stærðfræðisamfélagsins, og raunar vísindasamfélagsins alls, með frumkvæði sínu og dugnaði. Hún stofnaði og hefur séð um framkvæmd námsbúðanna Stelpur diffra þar sem stelpur og stálp á aldrinum 16-18 ára koma saman í eina viku til að vinna að verkefnum tengdum stærðfræði og hitta fjölbreyttan hóp kvenna með bakgrunn í greininni. Nanna hefur unnið ötullega að því að auka áhuga og sjálfstraust ungra nemenda, vinna gegn kynjahalla í stærðfræði og tengdum greinum og kynna stærðfræði og vísindi fyrir börnum og unglingum. Stelpur diffra hafa verið haldnar á hverju sumri frá árinu 2021 en sumarið 2024 kom hún einnig á fót námsbúðunum Kennarar diffra fyrir starfandi grunn- og framhaldsskólakennara. Dómnefndin í ár var skipuð af Elizu Reid rithöfundi og fyrrum forsetafrú. Freyju Steingrímsdóttur framkvæmdastjóra Blaðamannafélags Íslands, Anítu Sóleyju Scheving Þórðardóttur, nemi og framúrskarandi ungur Íslendingur 2023 Kjartan Hansson senator í JCI og hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands og Alma Dögg Sigurvinsdóttir Landsforseti JCI Íslands 2024. Verðlaunin eru hluti af stærri alþjóðlegum verðlaunum JCI hreyfingarinnar en árlega eru 10 framúrskarandi einstaklingar verðlaunaðir á heimsþingi JCI. Nanna verður því tilnefnd frá Íslandi til alþjóðlegu verðlaunanna á næsta ári. Erlendis eru verðlaunin nefnd TOYP verðlaun, Ten Outstanding Young Persons of the World, en á meðal verðlaunahafa eru Elvis Presley, Bruce Lee og Bill Clinton. Á meðal þeirra sem hafa hlotið þennan titil síðustu ár á Íslandi eru Ingileif Friðriksdóttir fjölmiðlakona, Katrín Jakobsdóttir fyrrv. forsætisráðherra, Ævar Þór Benediktsson bókahöfundur, Margrét Lára Viðarsdóttir knattspyrnukona, Emilíana Torrini söngkona, Vilborg Arna Gissurardóttir Everest-fari, Sævar Helgi Bragason stjörnufræðingur, Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari og Rakel Garðarsdóttir stofnandi Vakandi, samtaka um aukna vitundarvakningu varðandi sóun matvæla.
Nýsköpun Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Vísindi Skóla- og menntamál Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira