Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. desember 2024 08:52 Diddy hefur verið ákærður fyrir skipulagða glæpastarfsemi og kynferðisbrot, auk þess sem fjöldi einstaklinga hefur lagt fram kærur á hendur honum. Jordan Strauss/Invision/AP Tískuhönnuðurinn Bryana „Bana“ Bongolan hefur höfðað mál á hendur Sean „Diddy“ Combs en hún sakar hann meðal annars um að hafa ógnað lífi sínu með því að láta hana hanga fram af svölum. Atvikið er sagt hafa átt sér stað heima hjá þáverandi kærustu Combs, Casöndru „Cassie“ Ventura, sem þá bjó á sautjándu hæð. Bongolan segist hafa ætlað að gista nóttina hjá Ventura en kvöldið hafi verið truflað þegar Combs hóf að berja á dyrnar hjá þeim. Samkvæmt málsskjölunum fór Combs út á svalir þegar inn var komið, gekk að Bongolan, greip kynferðislega í hana og lyfti henni því næst upp og lét hana hanga fram af svölunum. Bongolan vó um það bil 45 kíló á þessum tíma og gat engan veginn losað sig. Það var ekki fyrr en Ventura kom út á svalirnar sem Combs dró Bongolan aftur inn á svalirnar og kastaði henni utan í húsgögn sem þar voru. Bongolan segist ekki vita hvers vegna Combs réðist að henni með þessum hætti en hann er sagður hafa hótað henni ítrekað og beitt hana ofbeldi. Bongolan krefst 10 milljóna dala í miskabætur. Lögmaður Combs hefur neitað sök fyrir hönd tónlistarmannsins en það vekur athygli að frásögn Bongolan rímar við frásögn sem finna má í skjölum málsins sem Ventura sótti á hendur Combs á sínum tíma. Þar sagði að hann hefði gripið vinkonuhennar og sveiflað fram af svölum. Mál Ventura gegn Combs endaði með sátt. Combs hélt því fram að hann væri saklaus af öllum ásökunum kærustunnar fyrrverandi, þar til myndband var birt af honum ganga í skrokk á henni á hótelgangi. Combs situr nú í gæsluvarhaldi í New York og hefur ítrekað verið neitað um lausn gegn tryggingu. Mál Sean „Diddy“ Combs Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Atvikið er sagt hafa átt sér stað heima hjá þáverandi kærustu Combs, Casöndru „Cassie“ Ventura, sem þá bjó á sautjándu hæð. Bongolan segist hafa ætlað að gista nóttina hjá Ventura en kvöldið hafi verið truflað þegar Combs hóf að berja á dyrnar hjá þeim. Samkvæmt málsskjölunum fór Combs út á svalir þegar inn var komið, gekk að Bongolan, greip kynferðislega í hana og lyfti henni því næst upp og lét hana hanga fram af svölunum. Bongolan vó um það bil 45 kíló á þessum tíma og gat engan veginn losað sig. Það var ekki fyrr en Ventura kom út á svalirnar sem Combs dró Bongolan aftur inn á svalirnar og kastaði henni utan í húsgögn sem þar voru. Bongolan segist ekki vita hvers vegna Combs réðist að henni með þessum hætti en hann er sagður hafa hótað henni ítrekað og beitt hana ofbeldi. Bongolan krefst 10 milljóna dala í miskabætur. Lögmaður Combs hefur neitað sök fyrir hönd tónlistarmannsins en það vekur athygli að frásögn Bongolan rímar við frásögn sem finna má í skjölum málsins sem Ventura sótti á hendur Combs á sínum tíma. Þar sagði að hann hefði gripið vinkonuhennar og sveiflað fram af svölum. Mál Ventura gegn Combs endaði með sátt. Combs hélt því fram að hann væri saklaus af öllum ásökunum kærustunnar fyrrverandi, þar til myndband var birt af honum ganga í skrokk á henni á hótelgangi. Combs situr nú í gæsluvarhaldi í New York og hefur ítrekað verið neitað um lausn gegn tryggingu.
Mál Sean „Diddy“ Combs Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira