Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar 4. desember 2024 09:33 Hræðsluáróður að Evrópusambandið ætli að hirða upp allar auðlindir Íslands ef til aðildar kæmi dúkkaði upp í kringum kosningarnar. Sérstaklega hefur verið haldið á lofti þeirri gömlu mýtu að ESB myndi neyða Íslendinga til að leggja sæstreng til Evrópu. Þar með myndi bæði orka fara út landi og raforkuverð hækka hér á landi. Ekki hafa verið færð nein rök fyrir því hvernig í ósköpunum ESB ætli að geta þvingað Íslendinga til að samþykkja slíkan gjörning! Halda menn virkilega að ESB myndi eyða hátt í 1000 millljörðum án samráðs við íslensk stjórnvöld og dúkka hér upp við land með rafstreng og heimta að fá að stinga í samband? Enginn stjórnmálaflokkur, hagsmunasamtök, stofnanir eða fyrirtæki hafa lýst yfir stuðningi við slík áform. Eina hreyfingin í þá átt var þegar ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar setti málið á dagskrá þegar David Cameron forsætisráðherra Breta kom í opinbera heimsókn hingað til lands árið 2015. Málið var fljótlega slegið út af borðinu því lagning slíks orkustreng er mjög dýr og tæknilega erfið þannig að erfitt væri að sjá skynsemi slíkrar framkvæmdar. Ef aðstæður myndu hins vegar breytast væri það alltaf á forræði íslenskra stjórnvalda að ákveða hvernig og á hvaða forsendum það yrði gert. Í því sambandi má benda á að langflestir íslenskir stjórmálamenn lýstu því yfir í undangenginni kosningabaráttu að við ætum að nýta nýja orkukosti hér innanlands á næstu áratugum til að efla íslensktatvinnulíf. Íslendingar stjórna því hér ferðinni og það mun ekkert breytast þótt við sæktum um aðild að ESB. Evrópusambandið er samband fullvalda ríkja og það gengur út á gagnkvæma virðingu fyrir eignarrétti. ESB hefur aldrei gengið gegn grundvallarhagsmunum neinna aðildaþjóða sinna. Svíar hafa til dæmis fulla stjórn á sínu járngrýti, Finnar yfir skógunum sínum, Bretar höfðu full yfirráð yfir olíulindum sínum og Ítalir ráða hvernig ólívuolíuframleiðslu sinni er háttað. ESB myndi því aldrei ganga gegn okkar hagsmunum í þessu tilfelli. Valdið er okkar. Það er ljótur leikur að hræða almenning með órökstuddum fullyrðingum. Hefjum umræðuna um kosti og galla ESB aðildar án þess að grípa til hræðsluáróðurs sem einungis er til að skemmta skrattanum. Andstæðingar ESB aðildar hljóta geta höfðað til hins upplýsta en ekki haldið á lofti órökstuddu lýðskrumi. Höfundur er með M.Sc. gráðu í Evrópufræðum frá London School of Economics og er áhugamaður um Evrópumál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Utanríkismál Evrópusambandið Sæstrengir Andrés Pétursson Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Hræðsluáróður að Evrópusambandið ætli að hirða upp allar auðlindir Íslands ef til aðildar kæmi dúkkaði upp í kringum kosningarnar. Sérstaklega hefur verið haldið á lofti þeirri gömlu mýtu að ESB myndi neyða Íslendinga til að leggja sæstreng til Evrópu. Þar með myndi bæði orka fara út landi og raforkuverð hækka hér á landi. Ekki hafa verið færð nein rök fyrir því hvernig í ósköpunum ESB ætli að geta þvingað Íslendinga til að samþykkja slíkan gjörning! Halda menn virkilega að ESB myndi eyða hátt í 1000 millljörðum án samráðs við íslensk stjórnvöld og dúkka hér upp við land með rafstreng og heimta að fá að stinga í samband? Enginn stjórnmálaflokkur, hagsmunasamtök, stofnanir eða fyrirtæki hafa lýst yfir stuðningi við slík áform. Eina hreyfingin í þá átt var þegar ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar setti málið á dagskrá þegar David Cameron forsætisráðherra Breta kom í opinbera heimsókn hingað til lands árið 2015. Málið var fljótlega slegið út af borðinu því lagning slíks orkustreng er mjög dýr og tæknilega erfið þannig að erfitt væri að sjá skynsemi slíkrar framkvæmdar. Ef aðstæður myndu hins vegar breytast væri það alltaf á forræði íslenskra stjórnvalda að ákveða hvernig og á hvaða forsendum það yrði gert. Í því sambandi má benda á að langflestir íslenskir stjórmálamenn lýstu því yfir í undangenginni kosningabaráttu að við ætum að nýta nýja orkukosti hér innanlands á næstu áratugum til að efla íslensktatvinnulíf. Íslendingar stjórna því hér ferðinni og það mun ekkert breytast þótt við sæktum um aðild að ESB. Evrópusambandið er samband fullvalda ríkja og það gengur út á gagnkvæma virðingu fyrir eignarrétti. ESB hefur aldrei gengið gegn grundvallarhagsmunum neinna aðildaþjóða sinna. Svíar hafa til dæmis fulla stjórn á sínu járngrýti, Finnar yfir skógunum sínum, Bretar höfðu full yfirráð yfir olíulindum sínum og Ítalir ráða hvernig ólívuolíuframleiðslu sinni er háttað. ESB myndi því aldrei ganga gegn okkar hagsmunum í þessu tilfelli. Valdið er okkar. Það er ljótur leikur að hræða almenning með órökstuddum fullyrðingum. Hefjum umræðuna um kosti og galla ESB aðildar án þess að grípa til hræðsluáróðurs sem einungis er til að skemmta skrattanum. Andstæðingar ESB aðildar hljóta geta höfðað til hins upplýsta en ekki haldið á lofti órökstuddu lýðskrumi. Höfundur er með M.Sc. gráðu í Evrópufræðum frá London School of Economics og er áhugamaður um Evrópumál.
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar