Kane kominn í jólafrí? Sindri Sverrisson skrifar 2. desember 2024 17:45 Harry Kane heldur um lærið eftir að hafa meiðst á laugardaginn. Getty/Lars Baron Bayern München verður án markahróksins Harry Kane annað kvöld í stórleiknum gegn meisturum Leverkusen í þýsku bikarkeppninni, og mögulega spilar Kane ekki meira á þessu ári. Enski landsliðsfyrirliðinn fór meiddur af velli í jafnteflinu við Dortmund um helgina og Vincent Kompany, stjóri Bayern, segir ljóst að liðið verði án Kane í næstu leikjum. „Það er mögulegt að hann snúi aftur á þessu ári en hann mun missa af nokkrum leikjum,“ sagði Kompany. Vetrarfrí tekur við í Þýskalandi 22. desember en fram að því á Bayern eftir leikinn við Leverkusen í 16-liða úrslitum bikarsins, deildarleiki við Heidenheim, Mainz og Leipzig, og leik við Shaktar Donetsk í Meistaradeild Evrópu. Leiktíðin heldur svo áfram hjá Bayern eftir jól, þegar liðið mætir Borussia Mönchengladbach 11. janúar. Með menn til að leysa málið Kane hefur skorað tuttugu mörk í nítján leikjum í öllum keppnum á þessari leiktíð, en núna verða mörkin að koma úr öðrum áttum. „Það er ekki hægt að skipta inn manni og fá sama fjölda af mörkum frá honum – þess vegna er hann toppleikmaður,“ sagði Kompany. „En við erum með hæfileika í þessu liði og leysum þetta með öðrum hætti. Við höfum valkosti. Thomas Muller, Mathys Tel, Serge Gnabry, Michael Olise, Leroy Sane. Ég hef nefnt nánast alla. Augljóslega hefur Harry skorað tuttugu mörk en við eigum fleiri sem geta skorað mörk, þar á meðal Jamal Musiala. Við höfum menn til að leysa þetta hlutverk, þó að það sé ekki hægt að fá sama markafjölda frá einum manni,“ sagði Kompany. Bayern freistar þess sem fyrr segir að slá ríkjandi meistara Leverkusen út úr bikarnum á morgun, eftir að hafa mistekist að komast í undanúrslit keppninnar síðan liðið vann hana árið 2020. „Við mætum ríkjandi meisturum – einu af 2-3 bestu liðum Þýskalands – og ég vona að frammistaða okkar verði í takti við mikilvægi leiksins,“ sagði Kompany. Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Sjá meira
Enski landsliðsfyrirliðinn fór meiddur af velli í jafnteflinu við Dortmund um helgina og Vincent Kompany, stjóri Bayern, segir ljóst að liðið verði án Kane í næstu leikjum. „Það er mögulegt að hann snúi aftur á þessu ári en hann mun missa af nokkrum leikjum,“ sagði Kompany. Vetrarfrí tekur við í Þýskalandi 22. desember en fram að því á Bayern eftir leikinn við Leverkusen í 16-liða úrslitum bikarsins, deildarleiki við Heidenheim, Mainz og Leipzig, og leik við Shaktar Donetsk í Meistaradeild Evrópu. Leiktíðin heldur svo áfram hjá Bayern eftir jól, þegar liðið mætir Borussia Mönchengladbach 11. janúar. Með menn til að leysa málið Kane hefur skorað tuttugu mörk í nítján leikjum í öllum keppnum á þessari leiktíð, en núna verða mörkin að koma úr öðrum áttum. „Það er ekki hægt að skipta inn manni og fá sama fjölda af mörkum frá honum – þess vegna er hann toppleikmaður,“ sagði Kompany. „En við erum með hæfileika í þessu liði og leysum þetta með öðrum hætti. Við höfum valkosti. Thomas Muller, Mathys Tel, Serge Gnabry, Michael Olise, Leroy Sane. Ég hef nefnt nánast alla. Augljóslega hefur Harry skorað tuttugu mörk en við eigum fleiri sem geta skorað mörk, þar á meðal Jamal Musiala. Við höfum menn til að leysa þetta hlutverk, þó að það sé ekki hægt að fá sama markafjölda frá einum manni,“ sagði Kompany. Bayern freistar þess sem fyrr segir að slá ríkjandi meistara Leverkusen út úr bikarnum á morgun, eftir að hafa mistekist að komast í undanúrslit keppninnar síðan liðið vann hana árið 2020. „Við mætum ríkjandi meisturum – einu af 2-3 bestu liðum Þýskalands – og ég vona að frammistaða okkar verði í takti við mikilvægi leiksins,“ sagði Kompany.
Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Sjá meira