Kane kominn í jólafrí? Sindri Sverrisson skrifar 2. desember 2024 17:45 Harry Kane heldur um lærið eftir að hafa meiðst á laugardaginn. Getty/Lars Baron Bayern München verður án markahróksins Harry Kane annað kvöld í stórleiknum gegn meisturum Leverkusen í þýsku bikarkeppninni, og mögulega spilar Kane ekki meira á þessu ári. Enski landsliðsfyrirliðinn fór meiddur af velli í jafnteflinu við Dortmund um helgina og Vincent Kompany, stjóri Bayern, segir ljóst að liðið verði án Kane í næstu leikjum. „Það er mögulegt að hann snúi aftur á þessu ári en hann mun missa af nokkrum leikjum,“ sagði Kompany. Vetrarfrí tekur við í Þýskalandi 22. desember en fram að því á Bayern eftir leikinn við Leverkusen í 16-liða úrslitum bikarsins, deildarleiki við Heidenheim, Mainz og Leipzig, og leik við Shaktar Donetsk í Meistaradeild Evrópu. Leiktíðin heldur svo áfram hjá Bayern eftir jól, þegar liðið mætir Borussia Mönchengladbach 11. janúar. Með menn til að leysa málið Kane hefur skorað tuttugu mörk í nítján leikjum í öllum keppnum á þessari leiktíð, en núna verða mörkin að koma úr öðrum áttum. „Það er ekki hægt að skipta inn manni og fá sama fjölda af mörkum frá honum – þess vegna er hann toppleikmaður,“ sagði Kompany. „En við erum með hæfileika í þessu liði og leysum þetta með öðrum hætti. Við höfum valkosti. Thomas Muller, Mathys Tel, Serge Gnabry, Michael Olise, Leroy Sane. Ég hef nefnt nánast alla. Augljóslega hefur Harry skorað tuttugu mörk en við eigum fleiri sem geta skorað mörk, þar á meðal Jamal Musiala. Við höfum menn til að leysa þetta hlutverk, þó að það sé ekki hægt að fá sama markafjölda frá einum manni,“ sagði Kompany. Bayern freistar þess sem fyrr segir að slá ríkjandi meistara Leverkusen út úr bikarnum á morgun, eftir að hafa mistekist að komast í undanúrslit keppninnar síðan liðið vann hana árið 2020. „Við mætum ríkjandi meisturum – einu af 2-3 bestu liðum Þýskalands – og ég vona að frammistaða okkar verði í takti við mikilvægi leiksins,“ sagði Kompany. Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Sjá meira
Enski landsliðsfyrirliðinn fór meiddur af velli í jafnteflinu við Dortmund um helgina og Vincent Kompany, stjóri Bayern, segir ljóst að liðið verði án Kane í næstu leikjum. „Það er mögulegt að hann snúi aftur á þessu ári en hann mun missa af nokkrum leikjum,“ sagði Kompany. Vetrarfrí tekur við í Þýskalandi 22. desember en fram að því á Bayern eftir leikinn við Leverkusen í 16-liða úrslitum bikarsins, deildarleiki við Heidenheim, Mainz og Leipzig, og leik við Shaktar Donetsk í Meistaradeild Evrópu. Leiktíðin heldur svo áfram hjá Bayern eftir jól, þegar liðið mætir Borussia Mönchengladbach 11. janúar. Með menn til að leysa málið Kane hefur skorað tuttugu mörk í nítján leikjum í öllum keppnum á þessari leiktíð, en núna verða mörkin að koma úr öðrum áttum. „Það er ekki hægt að skipta inn manni og fá sama fjölda af mörkum frá honum – þess vegna er hann toppleikmaður,“ sagði Kompany. „En við erum með hæfileika í þessu liði og leysum þetta með öðrum hætti. Við höfum valkosti. Thomas Muller, Mathys Tel, Serge Gnabry, Michael Olise, Leroy Sane. Ég hef nefnt nánast alla. Augljóslega hefur Harry skorað tuttugu mörk en við eigum fleiri sem geta skorað mörk, þar á meðal Jamal Musiala. Við höfum menn til að leysa þetta hlutverk, þó að það sé ekki hægt að fá sama markafjölda frá einum manni,“ sagði Kompany. Bayern freistar þess sem fyrr segir að slá ríkjandi meistara Leverkusen út úr bikarnum á morgun, eftir að hafa mistekist að komast í undanúrslit keppninnar síðan liðið vann hana árið 2020. „Við mætum ríkjandi meisturum – einu af 2-3 bestu liðum Þýskalands – og ég vona að frammistaða okkar verði í takti við mikilvægi leiksins,“ sagði Kompany.
Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Sjá meira