Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar 2. desember 2024 11:02 Þá eru kosningar yfirstaðnar og greinilegt er að fólk vill breytingar. Í eldhússpjalli á Youtube síðu Framsóknarflokksins þann 21. nóvember sagði mennta- og barnamálaráðherra Ásmundur Einar Daðason að það að vera með sérskóla fyrir börn með erlendan bakgrunn og sérskóla fyrir börn með þroskaröskun væri ekki skóli sem er hugsaður til þess að byggja upp samfélag fyrir alla. Einnig sagði hann að rétta svarið við áskorunum sem fylgja fjölbreytni samfélagsins sé ekki að flokka það niður eftir styrkleika eða veikleika heldur sé rétta leiðin að hlusta á fólkið inni í skólunum, búa til verkfærin til að aðstoða þau við að takast á við verkefnin. Það er margt til í þessu en stöldrum aðeins við það, að rétta leiðin sé að „hlusta á fólkið inni í skólunum“. Ég kenni við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ. FMOS er lítill skóli og byggir hugmyndafræði skólans á leiðsagnarnámi (formative assessment). Í stuttu máli sagt þá snýst leiðsagnarnám um að veita nemendum leiðsögn og endurgjöf sem hjálpar þeim að ná markmiðum sínum og niðurstöður námsmatsins verða eins konar vegvísar sem beina námi nemendanna fram á við. Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ hefur verið leiðandi er kemur að leiðsagnarnámi og á síðasta ári hlaut skólinn íslensku menntaverðlaunin í flokknum framúrskarandi skólastarf og menntaumbætur fyrir þróun verkefnamiðaðra kennsluhátta og leiðsagnarnáms. Hönnun skólabyggingarinnar spilar einnig stórt hlutverk og tekur mið af hugmyndafræði skólans. Aðeins örfáum mánuðum eftir að við fengum íslensku menntaverðlaunin fengum við fréttir af því að fara ætti í miklar breytingar á skólanum. Mikil fjölgun er á nemendum með sértækar áskoranir og auðvitað þarf að finna hentugan stað fyrir þá nemendur. Mennta- og barnamálaráðuneyti fór á fullt í þá vinnu að undirbúa nýja sérnámsdeild við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ með nýju farsældarlögin að leiðarljósi. Skólastjórnendur reyndu að koma því á framfæri að þetta væri ekki heppileg lausn, hvorki fyrir nemendurna sem kæmu á nýju sérnámsdeildina né skólaumhverfi þessa litla skóla. Ekki virtist vera hljómgrunnur fyrir neinar gagnrýnisraddir. Að mínu mati var þetta skrítin ákvörðun, þessi nýja sérnámsdeild fengi sér inngang og eina útivistasvæðið við deildina er í raun bílastæði við skólann. Skv. þeim upplýsingum sem við fengum yrði þetta lokuð deild því áskoranir þessa nemenda væru þess eðlis, að þeir gætu ekki verið hluti af skólastarfi annarra nemenda í FMOS. Í 33. grein framhaldsskólalaganna stendur: „Framhaldsskóli er vinnustaður nemenda. Allir nemendur framhaldsskóla eiga rétt á kennslu við sitt hæfi í hvetjandi námsumhverfi í viðeigandi húsnæði sem tekur mið af þörfum þeirra og almennri vellíðan. Framhaldsskóli skal í hvívetna haga störfum sínum þannig að nemendur finni til öryggis og njóti hæfileika sinna. Þess skal gætt við skipulag skólastarfs að virt séu almenn vinnuverndarsjónarmið. Nemendur eiga rétt á því að koma á framfæri sjónarmiðum sínum varðandi námsumhverfi, námstilhögun, fyrirkomulag skólastarfs og aðrar ákvarðanir sem snerta þá. Taka skal tillit til sjónarmiða þeirra eins og unnt er.“ Ekki fengu nemendur okkar tækifæri til að koma sínum athugasemdum á framfæri, breytingarnar voru bara keyrðar í gegn á miklum hraða og án þess að leyfa okkur, fólkinu í skólanum og nemendum, að koma með athugasemdir. Trompa nýju farsældarlögin þau framhaldsskólalög sem eru fyrir? Þurfum við ekki að bera hag allra nemenda fyrir brjósti og ekki bara einblína á nýju farsældarlögin og þær miklu áskoranir sem við erum að horfa á í samfélaginu okkar? Og ef við erum að horfa á þessi lög, hvernig erum við þá að bera hag allra nemenda fyrir brjósti, ekki einungis þeim nemendum sem stunda nám við skólann fyrir heldur einnig þeim nemendum sem fara á nýju sérnámsdeildina? Ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta snýst einnig um fjármagn og erfiðara er kannski að réttlæta rekstur lítils skóla og það hefur vegið þungt í þessari ákvörðun. En ég set spurningamerki við framkvæmdina í heild sinni og kostnaðinn sem henni fylgir. Þær upplýsingar sem við kennarar fengum á vorönn 2024 voru að ekki yrði farið í neinar breytingar strax á haustönn því svona breytingar krefðust undirbúnings. Skemmst er frá því að segja að þegar við mættum til vinnu í ágúst sl. var búið að brjóta niður veggi og við unnum fyrstu mánuði annarinnar í hringiðu mikilla framkvæmda. Eins og áður sagði, þetta var bara keyrt í gegn án þess að hlusta á hvað við, fólkið í skólanum, höfðum að segja. Þess vegna skýtur það einstaklega skökku við þegar hæstvirtur ráðherra kemur fram í myndbandi með þetta þvaður um að hlusta á fólkið í skólunum. Við þetta má bæta að ítrekað sagðist ráðherra ætla að koma á fund með okkur starfsfólki skólans en alltaf afboðaði hann komu sína. En við erum orðin svo vön þessu í íslensku samfélagi, því miður. Ráðamenn þjóðarinnar koma fram hér og þar og halda langar og innantómar ræður. Segja eitt og gera svo annað. Ákvarðanir eru teknar án nauðsynlegs undirbúnings með tilheyrandi óafturkræfum aðgerðum og á þetta við hin ýmsu svið í samfélaginu okkar. Það sem þau virðast ekki alltaf átta sig á er að við erum hér. Við erum að hlusta. Við erum að lesa. Við erum að fylgjast með. Höfundur er framhaldsskólakennari í FMOS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þá eru kosningar yfirstaðnar og greinilegt er að fólk vill breytingar. Í eldhússpjalli á Youtube síðu Framsóknarflokksins þann 21. nóvember sagði mennta- og barnamálaráðherra Ásmundur Einar Daðason að það að vera með sérskóla fyrir börn með erlendan bakgrunn og sérskóla fyrir börn með þroskaröskun væri ekki skóli sem er hugsaður til þess að byggja upp samfélag fyrir alla. Einnig sagði hann að rétta svarið við áskorunum sem fylgja fjölbreytni samfélagsins sé ekki að flokka það niður eftir styrkleika eða veikleika heldur sé rétta leiðin að hlusta á fólkið inni í skólunum, búa til verkfærin til að aðstoða þau við að takast á við verkefnin. Það er margt til í þessu en stöldrum aðeins við það, að rétta leiðin sé að „hlusta á fólkið inni í skólunum“. Ég kenni við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ. FMOS er lítill skóli og byggir hugmyndafræði skólans á leiðsagnarnámi (formative assessment). Í stuttu máli sagt þá snýst leiðsagnarnám um að veita nemendum leiðsögn og endurgjöf sem hjálpar þeim að ná markmiðum sínum og niðurstöður námsmatsins verða eins konar vegvísar sem beina námi nemendanna fram á við. Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ hefur verið leiðandi er kemur að leiðsagnarnámi og á síðasta ári hlaut skólinn íslensku menntaverðlaunin í flokknum framúrskarandi skólastarf og menntaumbætur fyrir þróun verkefnamiðaðra kennsluhátta og leiðsagnarnáms. Hönnun skólabyggingarinnar spilar einnig stórt hlutverk og tekur mið af hugmyndafræði skólans. Aðeins örfáum mánuðum eftir að við fengum íslensku menntaverðlaunin fengum við fréttir af því að fara ætti í miklar breytingar á skólanum. Mikil fjölgun er á nemendum með sértækar áskoranir og auðvitað þarf að finna hentugan stað fyrir þá nemendur. Mennta- og barnamálaráðuneyti fór á fullt í þá vinnu að undirbúa nýja sérnámsdeild við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ með nýju farsældarlögin að leiðarljósi. Skólastjórnendur reyndu að koma því á framfæri að þetta væri ekki heppileg lausn, hvorki fyrir nemendurna sem kæmu á nýju sérnámsdeildina né skólaumhverfi þessa litla skóla. Ekki virtist vera hljómgrunnur fyrir neinar gagnrýnisraddir. Að mínu mati var þetta skrítin ákvörðun, þessi nýja sérnámsdeild fengi sér inngang og eina útivistasvæðið við deildina er í raun bílastæði við skólann. Skv. þeim upplýsingum sem við fengum yrði þetta lokuð deild því áskoranir þessa nemenda væru þess eðlis, að þeir gætu ekki verið hluti af skólastarfi annarra nemenda í FMOS. Í 33. grein framhaldsskólalaganna stendur: „Framhaldsskóli er vinnustaður nemenda. Allir nemendur framhaldsskóla eiga rétt á kennslu við sitt hæfi í hvetjandi námsumhverfi í viðeigandi húsnæði sem tekur mið af þörfum þeirra og almennri vellíðan. Framhaldsskóli skal í hvívetna haga störfum sínum þannig að nemendur finni til öryggis og njóti hæfileika sinna. Þess skal gætt við skipulag skólastarfs að virt séu almenn vinnuverndarsjónarmið. Nemendur eiga rétt á því að koma á framfæri sjónarmiðum sínum varðandi námsumhverfi, námstilhögun, fyrirkomulag skólastarfs og aðrar ákvarðanir sem snerta þá. Taka skal tillit til sjónarmiða þeirra eins og unnt er.“ Ekki fengu nemendur okkar tækifæri til að koma sínum athugasemdum á framfæri, breytingarnar voru bara keyrðar í gegn á miklum hraða og án þess að leyfa okkur, fólkinu í skólanum og nemendum, að koma með athugasemdir. Trompa nýju farsældarlögin þau framhaldsskólalög sem eru fyrir? Þurfum við ekki að bera hag allra nemenda fyrir brjósti og ekki bara einblína á nýju farsældarlögin og þær miklu áskoranir sem við erum að horfa á í samfélaginu okkar? Og ef við erum að horfa á þessi lög, hvernig erum við þá að bera hag allra nemenda fyrir brjósti, ekki einungis þeim nemendum sem stunda nám við skólann fyrir heldur einnig þeim nemendum sem fara á nýju sérnámsdeildina? Ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta snýst einnig um fjármagn og erfiðara er kannski að réttlæta rekstur lítils skóla og það hefur vegið þungt í þessari ákvörðun. En ég set spurningamerki við framkvæmdina í heild sinni og kostnaðinn sem henni fylgir. Þær upplýsingar sem við kennarar fengum á vorönn 2024 voru að ekki yrði farið í neinar breytingar strax á haustönn því svona breytingar krefðust undirbúnings. Skemmst er frá því að segja að þegar við mættum til vinnu í ágúst sl. var búið að brjóta niður veggi og við unnum fyrstu mánuði annarinnar í hringiðu mikilla framkvæmda. Eins og áður sagði, þetta var bara keyrt í gegn án þess að hlusta á hvað við, fólkið í skólanum, höfðum að segja. Þess vegna skýtur það einstaklega skökku við þegar hæstvirtur ráðherra kemur fram í myndbandi með þetta þvaður um að hlusta á fólkið í skólunum. Við þetta má bæta að ítrekað sagðist ráðherra ætla að koma á fund með okkur starfsfólki skólans en alltaf afboðaði hann komu sína. En við erum orðin svo vön þessu í íslensku samfélagi, því miður. Ráðamenn þjóðarinnar koma fram hér og þar og halda langar og innantómar ræður. Segja eitt og gera svo annað. Ákvarðanir eru teknar án nauðsynlegs undirbúnings með tilheyrandi óafturkræfum aðgerðum og á þetta við hin ýmsu svið í samfélaginu okkar. Það sem þau virðast ekki alltaf átta sig á er að við erum hér. Við erum að hlusta. Við erum að lesa. Við erum að fylgjast með. Höfundur er framhaldsskólakennari í FMOS.
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar