Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar Hólmfríður Gísladóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 1. desember 2024 11:10 Sigurður Ingi sagðist hvorki hafa áhyggjur af sér né Framsókn. „Ákallið um breytingar er mikið og boltinn er þá kominn til þeirra sem unnu kosningarnar,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, þegar fréttastofa náði tali af honum fyrir stundu. Ef úrslit fara eins og þau standa núna tapar Framsóknarflokkurinn átta þingsætum af þrettán. Sigurður segir þetta vissulega vonbrigði en Framsóknarmenn hafi fundið fyrir meðbyr sem virðist ekki hafa skilað sér í kjörkassana. Sjálfur hefur hann verið um borð í „þessari frægu hringekju“ og verið bæði inni og úti í nótt. Hann sagðist þó alveg rólegur. „Ég hef ekki nokkrar áhyggjur af mér og reyndar ekki af Framsóknarflokknum heldur,“ sagði hann. Sigurður Ingi óskaði flokkunum sem verða að kallast sigurvegarar kosninganna til hamingju með úrslitin en sagðist um leið öfunda þá nokkuð; þeir væru að taka við góðu búi. Áskoranir væru uppi en ekkert stórkostlegt sem þyrfti að taka á. „Það er gott að búa á Íslandi,“ sagði bóndinn. Sigurður Ingi var spurður að því hvort hann væri gramur út í Bjarna Benediktsson og Sjálfstæðisflokkinn fyrir að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu nú í haust og boða til kosninga. Hann sagðist fremur hefðu viljað klára þau verkefni sem lágu fyrir og leggja þau verk síðan í dóm kjósenda. Aðrir hefðu séð sér hag í því að gera þetta strax. Hann ítrekaði að niðurstöðurnar væru þær að þjóðin væri að kalla eftir breytingum. „Ég held að það sé eðlilegt að það sem þjóðin er að kalla eftir, að hún fái það,“ sagði hann um mögulegar stjórnarmyndunarviðræður. Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira
Ef úrslit fara eins og þau standa núna tapar Framsóknarflokkurinn átta þingsætum af þrettán. Sigurður segir þetta vissulega vonbrigði en Framsóknarmenn hafi fundið fyrir meðbyr sem virðist ekki hafa skilað sér í kjörkassana. Sjálfur hefur hann verið um borð í „þessari frægu hringekju“ og verið bæði inni og úti í nótt. Hann sagðist þó alveg rólegur. „Ég hef ekki nokkrar áhyggjur af mér og reyndar ekki af Framsóknarflokknum heldur,“ sagði hann. Sigurður Ingi óskaði flokkunum sem verða að kallast sigurvegarar kosninganna til hamingju með úrslitin en sagðist um leið öfunda þá nokkuð; þeir væru að taka við góðu búi. Áskoranir væru uppi en ekkert stórkostlegt sem þyrfti að taka á. „Það er gott að búa á Íslandi,“ sagði bóndinn. Sigurður Ingi var spurður að því hvort hann væri gramur út í Bjarna Benediktsson og Sjálfstæðisflokkinn fyrir að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu nú í haust og boða til kosninga. Hann sagðist fremur hefðu viljað klára þau verkefni sem lágu fyrir og leggja þau verk síðan í dóm kjósenda. Aðrir hefðu séð sér hag í því að gera þetta strax. Hann ítrekaði að niðurstöðurnar væru þær að þjóðin væri að kalla eftir breytingum. „Ég held að það sé eðlilegt að það sem þjóðin er að kalla eftir, að hún fái það,“ sagði hann um mögulegar stjórnarmyndunarviðræður.
Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira