„Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Jakob Bjarnar skrifar 1. desember 2024 10:36 Inga Sæland sagðist lesa það í niðurstöður kosninganna að þjóðin væri að refsa stjórnarflokkunum grimmilega. Hún lofaði engu en virtist vilja gefa „kvennastjórninni“ sem virðist vera að teiknast upp: Samfylking, Viðreisn og Flokkur fólksins, tækifæri. vísir/vilhelm Inga Sæland formaður Flokks fólksins sagði nú rétt í þessu, í viðtali við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi, að kosingarnar væru sögulegar – þær eigi eflaust eftir að fara á spjöld sögunnar. „Það falla tveir flokkar hreinlega af þingi. Þetta er með hreinum ólíkindum.“ Inga var silkimjúk í tali og sagði að það yrði að koma í ljós hvað verður með loforð hennar um 450 þúsund króna lágmarkslaun. „Við höfum verið með þetta fjármagnað og við eigum eftir að sjá hvað gerist. Við eigum eftir að taka því fagnandi og sjáum það hreinlega láta það raungerast.“ Samfylkingin sönn í því sem hún hefur verið að gera Inga sagði að ekki væri búið að telja upp úr öllum kössum en henni skildist að um hádegið verði þetta komið, að megninu til. „Það eina sem virkilega gekk eftir er að Samfylkingin hefur verið sönn í sínu, bætt við sig níu þingmönnum. Sjálfstæðisflokkurinn vinnur ákveðinn varnarsigur þó hann hafi aldrei haft það jafn bágt. Þetta verður ekki eins öflugt hjá Viðreisn og kannanir gáfu til kynna,“ sagði Inga. Hún benti á að Viðreisn væri aðeins að fá tveimur prósentum meira en Flokkur fólksins. „Við erum að fá tvo nýja þingmenn og þetta er stórkostlegt. Við í Flokki fólksins erum með 14 prósent og komin með tíu þingmenn, að sjálfsögðu munum við taka utan um fólkið okkar af öllu hjarta.“ Verðum að hlusta á þjóðina En í hvaða átt viltu halla þér, spurði Kristján. Inga var ekki alveg tilbúin á þessu stigi að gefa það upp, en þó má lesa ýmislegt í orð hennar. „Við sjáum það náttúrlega að samfélagið okkar, kjósendur okkar eru að refsa stjórnarflokkunum og vilja ekki sjá þá. Hvað við gerum kemur í ljós en auðvitað hlustum við á fólkið í landinu. Þannig er nú lýðræðið.“ Inga benti á að fráfarandi ríkisstjórn hafi ekki gert það eftir síðustu kosningar. Þá hafi VG tapað stórfellt en samstarfið hangið á stórsigri Framsóknarflokksins. „Það var ekki hlustað á það. Ég vil hlusta á þjóðina okkar og ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur þannig að það verði eins farsælt og unnt er.“ Alþingiskosningar 2024 Alþingi Viðreisn Samfylkingin Flokkur fólksins Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Fleiri fréttir Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Sjá meira
„Það falla tveir flokkar hreinlega af þingi. Þetta er með hreinum ólíkindum.“ Inga var silkimjúk í tali og sagði að það yrði að koma í ljós hvað verður með loforð hennar um 450 þúsund króna lágmarkslaun. „Við höfum verið með þetta fjármagnað og við eigum eftir að sjá hvað gerist. Við eigum eftir að taka því fagnandi og sjáum það hreinlega láta það raungerast.“ Samfylkingin sönn í því sem hún hefur verið að gera Inga sagði að ekki væri búið að telja upp úr öllum kössum en henni skildist að um hádegið verði þetta komið, að megninu til. „Það eina sem virkilega gekk eftir er að Samfylkingin hefur verið sönn í sínu, bætt við sig níu þingmönnum. Sjálfstæðisflokkurinn vinnur ákveðinn varnarsigur þó hann hafi aldrei haft það jafn bágt. Þetta verður ekki eins öflugt hjá Viðreisn og kannanir gáfu til kynna,“ sagði Inga. Hún benti á að Viðreisn væri aðeins að fá tveimur prósentum meira en Flokkur fólksins. „Við erum að fá tvo nýja þingmenn og þetta er stórkostlegt. Við í Flokki fólksins erum með 14 prósent og komin með tíu þingmenn, að sjálfsögðu munum við taka utan um fólkið okkar af öllu hjarta.“ Verðum að hlusta á þjóðina En í hvaða átt viltu halla þér, spurði Kristján. Inga var ekki alveg tilbúin á þessu stigi að gefa það upp, en þó má lesa ýmislegt í orð hennar. „Við sjáum það náttúrlega að samfélagið okkar, kjósendur okkar eru að refsa stjórnarflokkunum og vilja ekki sjá þá. Hvað við gerum kemur í ljós en auðvitað hlustum við á fólkið í landinu. Þannig er nú lýðræðið.“ Inga benti á að fráfarandi ríkisstjórn hafi ekki gert það eftir síðustu kosningar. Þá hafi VG tapað stórfellt en samstarfið hangið á stórsigri Framsóknarflokksins. „Það var ekki hlustað á það. Ég vil hlusta á þjóðina okkar og ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur þannig að það verði eins farsælt og unnt er.“
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Viðreisn Samfylkingin Flokkur fólksins Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Fleiri fréttir Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Sjá meira