Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar 29. nóvember 2024 20:40 Ég var einn af þeim sem ætlaði að refsa VG. Ég ætlaði að láta þau finna fyrir því að hafa unnið með Sjálfstæðisflokknum og gefið of mikinn afslátt af sínum helstu stefnumálum. Nú er ég einn af þeim sem ætlar að treysta VG. Það var ekki auðveld ákvörðun að taka sæti á lista hjá VG. Ég hef verið fremstur í flokki þeirra sem gagnrýndu ríkisstjórn undanfarinna ára harðlega, m.a. fyrir ófullnægjandi árangur í umhverfis- og loftslagsmálum. Flokkurinn var að mælast utan þings í könnunum og ég var staddur í miðjum verkefnum, m.a. hjá Ungum umhverfissinnum sem mér fannst erfitt að stökkva frá. En ég áttaði mig svo á því að mér þótti mikilvægara að hafa áfram flokk á þingi sem talar hátt og skýrt fyrir náttúruvernd og útrýmingu ójöfnuðar heldur en að refsa flokknum fyrir fortíðina - og að ég vildi taka þátt í því að reyna að tryggja þessa rödd þó að það væri áhættusamt og að ég þyrfti að fórna mínu hlutleysi og stökkva frá verkefnum sem voru í miðri framkvæmd og mér þótti vænt um. Ég sá líka og fann að VG hafði, þrátt fyrir þetta erfiða samstarf, náð merkilega miklum árangri á ýmsum sviðum, að hann hefði brennt sig á samstarfinu og myndi ekki fara í það aftur, að flokkurinn væri farinn aftur í sterku grænu og rauðu ræturnar sem munu ráða för héðan í frá og að það hefði átt sér stað góð og heilbrigð endurnýjun meðal frambjóðenda og í forystunni. Ég lít mikið upp til Svandísar Svavarsdóttur, Guðmundar Inga og fleiri reynslubolta innan raða Vinstri Grænna. Ég kynntist Mumma fyrst á fundi sem við í Ungum umhverfissinnum áttum með honum um Hálendisþjóðgarð snemma árs 2021 og Svandísi kynntist ég fyrst fyrir alvöru á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna árið 2022. Á þeim fjölmörgu fundum sem ég hef átt með þeim síðan hefur ástríða þeirra fyrir náttúruvernd og sanngjarnara samfélagi alltaf skinið í gegn. Ég hef lært margt af þeim og hef fundið hvað það skiptir miklu máli að hafa fólk inni á þingi sem hefur einlægan áhuga á að eiga samtal við grasrótina og berjast fyrir hagsmunum náttúrunnar með stefnumótun og lagasetningu. Við þurfum VG á þing til að berjast gegn stórtækum virkjanahugmyndum Samfylkingarinnar. Við þurfum VG á þing til að berjast gegn einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu í boði Viðreisnar. Við þurfum VG á þing til að vera hávær rödd réttlætis, mannúðar og vísindanna sem mótvægi við sérhagsmunagæslu Sjálfstæðisflokksins, útlendingaandúð Miðflokksins og hættulega loftslagsafneitun ýmissa frambjóðenda þvert á flokka. Við þurfum VG á þing til að standa vörð um náttúruna, opinbera heilbrigðiskerfið, menntakerfið okkar, og halda áfram að útrýma ójöfnuði og útlendingaandúð í íslensku samfélagi. Ég var einn af þeim sem ætlaði að refsa VG. En ég hef áttað mig á því að ég vil frekar fyrirgefa það sem mér fannst erfitt að horfa upp á á síðasta kjörtímabili og treysta VG fyrir því og taka þátt í að berjast áfram fyrir betra, jafnara, sanngjarnara og umhverfisvænna samfélagi. Og ég vona að þið veljið líka að treysta. Samfélagið er betra með VG á þingi. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður og sérfræðingur í umhverfis- og loftslagsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Ricart Andrason Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég var einn af þeim sem ætlaði að refsa VG. Ég ætlaði að láta þau finna fyrir því að hafa unnið með Sjálfstæðisflokknum og gefið of mikinn afslátt af sínum helstu stefnumálum. Nú er ég einn af þeim sem ætlar að treysta VG. Það var ekki auðveld ákvörðun að taka sæti á lista hjá VG. Ég hef verið fremstur í flokki þeirra sem gagnrýndu ríkisstjórn undanfarinna ára harðlega, m.a. fyrir ófullnægjandi árangur í umhverfis- og loftslagsmálum. Flokkurinn var að mælast utan þings í könnunum og ég var staddur í miðjum verkefnum, m.a. hjá Ungum umhverfissinnum sem mér fannst erfitt að stökkva frá. En ég áttaði mig svo á því að mér þótti mikilvægara að hafa áfram flokk á þingi sem talar hátt og skýrt fyrir náttúruvernd og útrýmingu ójöfnuðar heldur en að refsa flokknum fyrir fortíðina - og að ég vildi taka þátt í því að reyna að tryggja þessa rödd þó að það væri áhættusamt og að ég þyrfti að fórna mínu hlutleysi og stökkva frá verkefnum sem voru í miðri framkvæmd og mér þótti vænt um. Ég sá líka og fann að VG hafði, þrátt fyrir þetta erfiða samstarf, náð merkilega miklum árangri á ýmsum sviðum, að hann hefði brennt sig á samstarfinu og myndi ekki fara í það aftur, að flokkurinn væri farinn aftur í sterku grænu og rauðu ræturnar sem munu ráða för héðan í frá og að það hefði átt sér stað góð og heilbrigð endurnýjun meðal frambjóðenda og í forystunni. Ég lít mikið upp til Svandísar Svavarsdóttur, Guðmundar Inga og fleiri reynslubolta innan raða Vinstri Grænna. Ég kynntist Mumma fyrst á fundi sem við í Ungum umhverfissinnum áttum með honum um Hálendisþjóðgarð snemma árs 2021 og Svandísi kynntist ég fyrst fyrir alvöru á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna árið 2022. Á þeim fjölmörgu fundum sem ég hef átt með þeim síðan hefur ástríða þeirra fyrir náttúruvernd og sanngjarnara samfélagi alltaf skinið í gegn. Ég hef lært margt af þeim og hef fundið hvað það skiptir miklu máli að hafa fólk inni á þingi sem hefur einlægan áhuga á að eiga samtal við grasrótina og berjast fyrir hagsmunum náttúrunnar með stefnumótun og lagasetningu. Við þurfum VG á þing til að berjast gegn stórtækum virkjanahugmyndum Samfylkingarinnar. Við þurfum VG á þing til að berjast gegn einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu í boði Viðreisnar. Við þurfum VG á þing til að vera hávær rödd réttlætis, mannúðar og vísindanna sem mótvægi við sérhagsmunagæslu Sjálfstæðisflokksins, útlendingaandúð Miðflokksins og hættulega loftslagsafneitun ýmissa frambjóðenda þvert á flokka. Við þurfum VG á þing til að standa vörð um náttúruna, opinbera heilbrigðiskerfið, menntakerfið okkar, og halda áfram að útrýma ójöfnuði og útlendingaandúð í íslensku samfélagi. Ég var einn af þeim sem ætlaði að refsa VG. En ég hef áttað mig á því að ég vil frekar fyrirgefa það sem mér fannst erfitt að horfa upp á á síðasta kjörtímabili og treysta VG fyrir því og taka þátt í að berjast áfram fyrir betra, jafnara, sanngjarnara og umhverfisvænna samfélagi. Og ég vona að þið veljið líka að treysta. Samfélagið er betra með VG á þingi. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður og sérfræðingur í umhverfis- og loftslagsmálum.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun