Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar 29. nóvember 2024 14:12 Á undanförnum árum hefur Evrópusambandsaðild dúkkað upp í umræðu íslenskra stjórnmála með reglulegu millibili, aðallega hjá Viðreisn og Samfylkingunni. Það virðist enginn hafa áhuga á þessari aðild nema þegar gengur illa á Íslandi og birtast þessir flokkar með innantóm loforð um gull og græna skóga. Íslendingar hafa þó sýnt ESB lítinn áhuga og hefur helsta andstaðan gegn ESB-aðild verið tengd áhrifum hennar á tvær grunnstoðir íslensks atvinnulífs: Sjávarútveg og landbúnað. Þessar greinar njóta nú þegar sérstöðu undir samningi Íslands um EES (Evrópska efnahagssvæðið) sem veitir undanþágu frá reglum ESB, sérstaklega er áhyggjuefni hvernig aðild gæti ógnað sjálfstæði og sjálfbærni íslensks sjávarútvegs. Sjávarútvegurinn og Evrópusambandið Við inngöngu í Evrópusambandið myndi Ísland verða aðili að sameiginlegri sjávarútvegsstefnu ESB (CFP). Þessi stefna hefur verið umdeild og víða gagnrýnd, þar sem stór hluti fiskistofna innan ESB er ofveiddur. Hjá Íslandi hefur stjórnkerfi fiskveiða byggt á vísindalegum ráðleggingum, takmörkun á erlendu eignarhaldi og einstaklingsbundnum kvótum. Þetta hefur tryggt sjálfbærni og komið í veg fyrir að útlendingar stýri veiðum í íslenskri lögsögu. Evrópu-flokkar Íslands, Viðreisn og Samfylkingin, hafa auðvitað haldið því fram að við myndum fara fram á að viðhalda þessum sérstöku þáttum ef við færum í ESB. Reynslan frá öðrum aðildarríkjum sýnir þó að slíkar sérlausnir eru erfiðar í framkvæmd og geta breyst með dómum Evrópudómstólsins eða breytingum á reglugerðum ESB. Það væri virkilega sorglegt fyrir Ísland að gefa upp fiskimiðin í ljósi sögunnar. Frá árinu 1952 hefur Ísland í fjórgang stækkað fiskveiðilögsögu sína og þurft að berjast fyrir því m.a. í þorskastríðunum. Þessar deilur sýna skýrt hversu lífsnauðsynlegt það er fyrir Ísland að halda óskertu forræði yfir sínum veiðislóðum. Við inngöngu í Evrópusambandið væri slíkt forræði í hættu, þar sem ákvarðanir um fiskveiðistefnu yrðu teknar í Brussel. Þar hafa stærri aðildarríki, með fjölmennari og sterkari hagsmunahópa, meiri áhrif, sem gæti ógnað stöðu Íslands sem sjálfstæðrar fiskveiðiþjóðar. „Kvótaflakk“ er annað áhyggjuefni. Það lýsir sér í því að skip skrá sig í öðru aðildarríki ESB til að nýta sér kvóta þess ríkis. Fyrir Ísland gæti þetta þýtt að erlend skip, t.d. frá Spáni, fái aðgang að íslenskri lögsögu í gegnum slíkar leiðir. Þetta vandamál er sérstaklega mikilvægt vegna þess að sum aðildarríki veita fiskiskipum sínum ríkulegar niðurgreiðslur, sem setur Ísland í ósanngjarna samkeppnisstöðu. Fulltrúahlutverk á alþjóðavettvangi Í dag hefur Ísland sjálfstæða rödd á alþjóðavettvangi þegar kemur að fiskveiðum. Ef Ísland gengur í ESB myndi Evrópusambandið taka yfir það hlutverk og ákvarðanir yrðu teknar fyrir hönd Íslands í Brussel. Þetta væri álitamál, ekki síst þar sem Ísland hefur verið leiðandi í sjálfbærum fiskveiðum og gæti misst áhrif sín í þessum málaflokki. Reynslan frá Írlandi, þar sem sjávarútvegurinn hefur orðið fyrir verulegum skaða í kjölfar aðildar að Evrópusambandinu, ætti að vera víti til varnaðar fyrir Ísland. Íslendingar hafa byggt afkomu sína á sjálfstæðri stjórn og skynsamlegri nýtingu náttúruauðlinda, þetta þarf að íhuga af fullri alvöru þegar kemur að aðild að Evrópusambandinu. Sjálfstæði í sjávarútvegsmálum er ekki aðeins spurning um efnahagslega sjálfbærni, heldur einnig um þjóðarlegt fullveldi. Að ganga í ESB væri stórt skref til baka fyrir Ísland í þessu samhengi og eru hetjur okkar úr þorskastríðunum að velta sér í gröfunum yfir því að barátta þeirra hafi hugsanlega verið til einskis. Höfundur er varaformaður Guttorms, Ungliðahreyfingu Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur Evrópusambandsaðild dúkkað upp í umræðu íslenskra stjórnmála með reglulegu millibili, aðallega hjá Viðreisn og Samfylkingunni. Það virðist enginn hafa áhuga á þessari aðild nema þegar gengur illa á Íslandi og birtast þessir flokkar með innantóm loforð um gull og græna skóga. Íslendingar hafa þó sýnt ESB lítinn áhuga og hefur helsta andstaðan gegn ESB-aðild verið tengd áhrifum hennar á tvær grunnstoðir íslensks atvinnulífs: Sjávarútveg og landbúnað. Þessar greinar njóta nú þegar sérstöðu undir samningi Íslands um EES (Evrópska efnahagssvæðið) sem veitir undanþágu frá reglum ESB, sérstaklega er áhyggjuefni hvernig aðild gæti ógnað sjálfstæði og sjálfbærni íslensks sjávarútvegs. Sjávarútvegurinn og Evrópusambandið Við inngöngu í Evrópusambandið myndi Ísland verða aðili að sameiginlegri sjávarútvegsstefnu ESB (CFP). Þessi stefna hefur verið umdeild og víða gagnrýnd, þar sem stór hluti fiskistofna innan ESB er ofveiddur. Hjá Íslandi hefur stjórnkerfi fiskveiða byggt á vísindalegum ráðleggingum, takmörkun á erlendu eignarhaldi og einstaklingsbundnum kvótum. Þetta hefur tryggt sjálfbærni og komið í veg fyrir að útlendingar stýri veiðum í íslenskri lögsögu. Evrópu-flokkar Íslands, Viðreisn og Samfylkingin, hafa auðvitað haldið því fram að við myndum fara fram á að viðhalda þessum sérstöku þáttum ef við færum í ESB. Reynslan frá öðrum aðildarríkjum sýnir þó að slíkar sérlausnir eru erfiðar í framkvæmd og geta breyst með dómum Evrópudómstólsins eða breytingum á reglugerðum ESB. Það væri virkilega sorglegt fyrir Ísland að gefa upp fiskimiðin í ljósi sögunnar. Frá árinu 1952 hefur Ísland í fjórgang stækkað fiskveiðilögsögu sína og þurft að berjast fyrir því m.a. í þorskastríðunum. Þessar deilur sýna skýrt hversu lífsnauðsynlegt það er fyrir Ísland að halda óskertu forræði yfir sínum veiðislóðum. Við inngöngu í Evrópusambandið væri slíkt forræði í hættu, þar sem ákvarðanir um fiskveiðistefnu yrðu teknar í Brussel. Þar hafa stærri aðildarríki, með fjölmennari og sterkari hagsmunahópa, meiri áhrif, sem gæti ógnað stöðu Íslands sem sjálfstæðrar fiskveiðiþjóðar. „Kvótaflakk“ er annað áhyggjuefni. Það lýsir sér í því að skip skrá sig í öðru aðildarríki ESB til að nýta sér kvóta þess ríkis. Fyrir Ísland gæti þetta þýtt að erlend skip, t.d. frá Spáni, fái aðgang að íslenskri lögsögu í gegnum slíkar leiðir. Þetta vandamál er sérstaklega mikilvægt vegna þess að sum aðildarríki veita fiskiskipum sínum ríkulegar niðurgreiðslur, sem setur Ísland í ósanngjarna samkeppnisstöðu. Fulltrúahlutverk á alþjóðavettvangi Í dag hefur Ísland sjálfstæða rödd á alþjóðavettvangi þegar kemur að fiskveiðum. Ef Ísland gengur í ESB myndi Evrópusambandið taka yfir það hlutverk og ákvarðanir yrðu teknar fyrir hönd Íslands í Brussel. Þetta væri álitamál, ekki síst þar sem Ísland hefur verið leiðandi í sjálfbærum fiskveiðum og gæti misst áhrif sín í þessum málaflokki. Reynslan frá Írlandi, þar sem sjávarútvegurinn hefur orðið fyrir verulegum skaða í kjölfar aðildar að Evrópusambandinu, ætti að vera víti til varnaðar fyrir Ísland. Íslendingar hafa byggt afkomu sína á sjálfstæðri stjórn og skynsamlegri nýtingu náttúruauðlinda, þetta þarf að íhuga af fullri alvöru þegar kemur að aðild að Evrópusambandinu. Sjálfstæði í sjávarútvegsmálum er ekki aðeins spurning um efnahagslega sjálfbærni, heldur einnig um þjóðarlegt fullveldi. Að ganga í ESB væri stórt skref til baka fyrir Ísland í þessu samhengi og eru hetjur okkar úr þorskastríðunum að velta sér í gröfunum yfir því að barátta þeirra hafi hugsanlega verið til einskis. Höfundur er varaformaður Guttorms, Ungliðahreyfingu Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmum.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun