Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar 28. nóvember 2024 19:50 Í yfirlýsingu sem Samtökin 78, Kvenréttindafélag Íslands, Barnaheill, Trans Ísland, Stígamót, Geðhjálp og UNICEF sendu frá sér þremur dögum fyrir kosningar er vók hugtakið, m.ö.o. pólitískur rétttrúnaður, skilgreint þannig að það sé meðvitund um mannréttinda- og jafnréttismál. Lýst er vonbrigðum með flokka sem kvartað hafi hástöfum yfir vókinu. Fullyrt er að í þeim kvörtunum hafi á sama tíma falist kvörtun yfir sjálfsákvörðunarrétti trans fólks, kvörtun yfir fullri og jafnri atvinnuþátttöku kvenna og kvörtun yfir fullum yfirráðum kvenna yfir eigin líkama. Þá hafi í fyrsta sinn í sögunni hafi pólitískt framboð talað fyrir því að taka til baka áunnin réttindi hinsegin fólks með því að banna heilbrigðisþjónustu fyrir trans börn og ungmenni. Hvatt er til ábyrgrar umræðu, Ísland sé opið og réttlátt samfélag þar sem allt fólk eigi að geta notið virðingar og kjósa þurfi eftir þeim gildum sem við höfum í hávegum. Í yfirlýsingunni er enginn flokkur nefndur á nafn og því liggja fleiri en einn flokkur undir grun. Það er því eðlilegt að Lýðræðisflokkurinn bregðist við þessari yfirlýsingu. Sá flokkur hefur svo sannarlega kvartað hástöfum undan pólitískum rétttrúnaði (m.ö.o. vókinu) á Íslandi undanfarið. Lýðræðisflokkurinn hefur hins vegar ekki kvartað yfir sjálfsákvörðunarrétti trans fólks, yfir fullri og jafnri atvinnuþátttöku kvenna eða yfir fullum yfirráðum kvenna yfir eigin líkama. Þaðan af síður hefur Lýðræðisflokkurinn talað fyrir því að banna heilbrigðisþjónustu fyrir börn og ungmenni. Lýðræðisflokkurinn hefur sett fram sína eigin skilgreiningu á vók eða pólitískum rétttrúnaði sem er mun nákvæmari en skilgreiningin í framangreindri yfirlýsingu. Vók er sú tilhneiging að gera eigin réttlætiskennd að æðsta mælikvarða á samfélagsleg viðfangsefni. Þekkja má vók einstaklinga af því að þeir hafa fullkomið óþol fyrir skoðunum sem samræmast ekki þeirra eigin skoðunum og vilja banna þær með valdboði. Það er ómögulegt að rökræða við vókista því þeir beita eingöngu tilfinningarökum. Sá sem gerir athugasemd við kostnað við hælisleitendakerfið er samkvæmt þessu ekkert minna en fasisti. Sá sem gerir athugasemd við að karlmenn gefi ungabörnum brjóstamjólk, eða að frjáls félagasamtök kynni umdeilda hugmyndafræði, þ.m.t. BDSM, sína í leik- og grunnskólum, er ekkert minna en transhatari. Nú hefur það gerst að Samtökin 78 hafa kært oddvita Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi til lögreglu vegna meintrar hatursorðræðu. Hann er boðaður í skýrslutöku hjá lögreglunni á Suðurnesjum kl. 13 einum degi fyrir kosningar. Oddvitinn mun að mati samtakanna hafa gerst sekur um hatursorðræðu vegna gagnrýni hans á að karlmenn gæfu börnum brjóstamjólk með aðstoð hormóna. Holur hljómur er í yfirlýsingunni sem Samtökin 78 skrifuðu undir að Ísland sé opið og réttlátt samfélag þar sem allt fólk eigi að geta notið virðingar og kjósa þurfi eftir þeim gildum sem við höfum í hávegum. Vandséð er að hinn þögli meirihluti venjulegra Íslendinga hafi það gildi í hávegum að frambjóðandi til Alþingis sé kærður fyrir hegningarlagabrot fyrir það eitt að tjá efasemdir um að karlmenn gefi ungabörnum á brjóst með aðstoð hormóna. Samtökin 78 hafa sýnt með framferði sínu að gagnrýni Lýðræðisflokksins á pólitískan rétttrúnað á fullan rétt á sér. Þau gildi sem samtökin hafa sýnt í verki að hafa í hávegum eru skortur á umburðarlyndi, óþol fyrir rökræðum, þöggun, og beiting opinbers valds gegn stjórnarskrárvörðu skoðanafrelsi og tjáningarfrelsi frambjóðanda til Alþingis. Er ekki komið nóg af tilfinningarökum á Íslandi þegar alvarlegar afleiðingarnar eru nú öllum ljósar? Vilja Íslendingar að starfrækt sé sannleiksráðuneyti Samtakanna 78 sem veltir yfir 200 milljónum á ári þar sem meirihlutinn kemur af almannafé? Höfundur er í fyrsta sæti Lýðræðisflokksins í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í yfirlýsingu sem Samtökin 78, Kvenréttindafélag Íslands, Barnaheill, Trans Ísland, Stígamót, Geðhjálp og UNICEF sendu frá sér þremur dögum fyrir kosningar er vók hugtakið, m.ö.o. pólitískur rétttrúnaður, skilgreint þannig að það sé meðvitund um mannréttinda- og jafnréttismál. Lýst er vonbrigðum með flokka sem kvartað hafi hástöfum yfir vókinu. Fullyrt er að í þeim kvörtunum hafi á sama tíma falist kvörtun yfir sjálfsákvörðunarrétti trans fólks, kvörtun yfir fullri og jafnri atvinnuþátttöku kvenna og kvörtun yfir fullum yfirráðum kvenna yfir eigin líkama. Þá hafi í fyrsta sinn í sögunni hafi pólitískt framboð talað fyrir því að taka til baka áunnin réttindi hinsegin fólks með því að banna heilbrigðisþjónustu fyrir trans börn og ungmenni. Hvatt er til ábyrgrar umræðu, Ísland sé opið og réttlátt samfélag þar sem allt fólk eigi að geta notið virðingar og kjósa þurfi eftir þeim gildum sem við höfum í hávegum. Í yfirlýsingunni er enginn flokkur nefndur á nafn og því liggja fleiri en einn flokkur undir grun. Það er því eðlilegt að Lýðræðisflokkurinn bregðist við þessari yfirlýsingu. Sá flokkur hefur svo sannarlega kvartað hástöfum undan pólitískum rétttrúnaði (m.ö.o. vókinu) á Íslandi undanfarið. Lýðræðisflokkurinn hefur hins vegar ekki kvartað yfir sjálfsákvörðunarrétti trans fólks, yfir fullri og jafnri atvinnuþátttöku kvenna eða yfir fullum yfirráðum kvenna yfir eigin líkama. Þaðan af síður hefur Lýðræðisflokkurinn talað fyrir því að banna heilbrigðisþjónustu fyrir börn og ungmenni. Lýðræðisflokkurinn hefur sett fram sína eigin skilgreiningu á vók eða pólitískum rétttrúnaði sem er mun nákvæmari en skilgreiningin í framangreindri yfirlýsingu. Vók er sú tilhneiging að gera eigin réttlætiskennd að æðsta mælikvarða á samfélagsleg viðfangsefni. Þekkja má vók einstaklinga af því að þeir hafa fullkomið óþol fyrir skoðunum sem samræmast ekki þeirra eigin skoðunum og vilja banna þær með valdboði. Það er ómögulegt að rökræða við vókista því þeir beita eingöngu tilfinningarökum. Sá sem gerir athugasemd við kostnað við hælisleitendakerfið er samkvæmt þessu ekkert minna en fasisti. Sá sem gerir athugasemd við að karlmenn gefi ungabörnum brjóstamjólk, eða að frjáls félagasamtök kynni umdeilda hugmyndafræði, þ.m.t. BDSM, sína í leik- og grunnskólum, er ekkert minna en transhatari. Nú hefur það gerst að Samtökin 78 hafa kært oddvita Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi til lögreglu vegna meintrar hatursorðræðu. Hann er boðaður í skýrslutöku hjá lögreglunni á Suðurnesjum kl. 13 einum degi fyrir kosningar. Oddvitinn mun að mati samtakanna hafa gerst sekur um hatursorðræðu vegna gagnrýni hans á að karlmenn gæfu börnum brjóstamjólk með aðstoð hormóna. Holur hljómur er í yfirlýsingunni sem Samtökin 78 skrifuðu undir að Ísland sé opið og réttlátt samfélag þar sem allt fólk eigi að geta notið virðingar og kjósa þurfi eftir þeim gildum sem við höfum í hávegum. Vandséð er að hinn þögli meirihluti venjulegra Íslendinga hafi það gildi í hávegum að frambjóðandi til Alþingis sé kærður fyrir hegningarlagabrot fyrir það eitt að tjá efasemdir um að karlmenn gefi ungabörnum á brjóst með aðstoð hormóna. Samtökin 78 hafa sýnt með framferði sínu að gagnrýni Lýðræðisflokksins á pólitískan rétttrúnað á fullan rétt á sér. Þau gildi sem samtökin hafa sýnt í verki að hafa í hávegum eru skortur á umburðarlyndi, óþol fyrir rökræðum, þöggun, og beiting opinbers valds gegn stjórnarskrárvörðu skoðanafrelsi og tjáningarfrelsi frambjóðanda til Alþingis. Er ekki komið nóg af tilfinningarökum á Íslandi þegar alvarlegar afleiðingarnar eru nú öllum ljósar? Vilja Íslendingar að starfrækt sé sannleiksráðuneyti Samtakanna 78 sem veltir yfir 200 milljónum á ári þar sem meirihlutinn kemur af almannafé? Höfundur er í fyrsta sæti Lýðræðisflokksins í Reykjavík suður.
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar