Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar 28. nóvember 2024 19:50 Í yfirlýsingu sem Samtökin 78, Kvenréttindafélag Íslands, Barnaheill, Trans Ísland, Stígamót, Geðhjálp og UNICEF sendu frá sér þremur dögum fyrir kosningar er vók hugtakið, m.ö.o. pólitískur rétttrúnaður, skilgreint þannig að það sé meðvitund um mannréttinda- og jafnréttismál. Lýst er vonbrigðum með flokka sem kvartað hafi hástöfum yfir vókinu. Fullyrt er að í þeim kvörtunum hafi á sama tíma falist kvörtun yfir sjálfsákvörðunarrétti trans fólks, kvörtun yfir fullri og jafnri atvinnuþátttöku kvenna og kvörtun yfir fullum yfirráðum kvenna yfir eigin líkama. Þá hafi í fyrsta sinn í sögunni hafi pólitískt framboð talað fyrir því að taka til baka áunnin réttindi hinsegin fólks með því að banna heilbrigðisþjónustu fyrir trans börn og ungmenni. Hvatt er til ábyrgrar umræðu, Ísland sé opið og réttlátt samfélag þar sem allt fólk eigi að geta notið virðingar og kjósa þurfi eftir þeim gildum sem við höfum í hávegum. Í yfirlýsingunni er enginn flokkur nefndur á nafn og því liggja fleiri en einn flokkur undir grun. Það er því eðlilegt að Lýðræðisflokkurinn bregðist við þessari yfirlýsingu. Sá flokkur hefur svo sannarlega kvartað hástöfum undan pólitískum rétttrúnaði (m.ö.o. vókinu) á Íslandi undanfarið. Lýðræðisflokkurinn hefur hins vegar ekki kvartað yfir sjálfsákvörðunarrétti trans fólks, yfir fullri og jafnri atvinnuþátttöku kvenna eða yfir fullum yfirráðum kvenna yfir eigin líkama. Þaðan af síður hefur Lýðræðisflokkurinn talað fyrir því að banna heilbrigðisþjónustu fyrir börn og ungmenni. Lýðræðisflokkurinn hefur sett fram sína eigin skilgreiningu á vók eða pólitískum rétttrúnaði sem er mun nákvæmari en skilgreiningin í framangreindri yfirlýsingu. Vók er sú tilhneiging að gera eigin réttlætiskennd að æðsta mælikvarða á samfélagsleg viðfangsefni. Þekkja má vók einstaklinga af því að þeir hafa fullkomið óþol fyrir skoðunum sem samræmast ekki þeirra eigin skoðunum og vilja banna þær með valdboði. Það er ómögulegt að rökræða við vókista því þeir beita eingöngu tilfinningarökum. Sá sem gerir athugasemd við kostnað við hælisleitendakerfið er samkvæmt þessu ekkert minna en fasisti. Sá sem gerir athugasemd við að karlmenn gefi ungabörnum brjóstamjólk, eða að frjáls félagasamtök kynni umdeilda hugmyndafræði, þ.m.t. BDSM, sína í leik- og grunnskólum, er ekkert minna en transhatari. Nú hefur það gerst að Samtökin 78 hafa kært oddvita Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi til lögreglu vegna meintrar hatursorðræðu. Hann er boðaður í skýrslutöku hjá lögreglunni á Suðurnesjum kl. 13 einum degi fyrir kosningar. Oddvitinn mun að mati samtakanna hafa gerst sekur um hatursorðræðu vegna gagnrýni hans á að karlmenn gæfu börnum brjóstamjólk með aðstoð hormóna. Holur hljómur er í yfirlýsingunni sem Samtökin 78 skrifuðu undir að Ísland sé opið og réttlátt samfélag þar sem allt fólk eigi að geta notið virðingar og kjósa þurfi eftir þeim gildum sem við höfum í hávegum. Vandséð er að hinn þögli meirihluti venjulegra Íslendinga hafi það gildi í hávegum að frambjóðandi til Alþingis sé kærður fyrir hegningarlagabrot fyrir það eitt að tjá efasemdir um að karlmenn gefi ungabörnum á brjóst með aðstoð hormóna. Samtökin 78 hafa sýnt með framferði sínu að gagnrýni Lýðræðisflokksins á pólitískan rétttrúnað á fullan rétt á sér. Þau gildi sem samtökin hafa sýnt í verki að hafa í hávegum eru skortur á umburðarlyndi, óþol fyrir rökræðum, þöggun, og beiting opinbers valds gegn stjórnarskrárvörðu skoðanafrelsi og tjáningarfrelsi frambjóðanda til Alþingis. Er ekki komið nóg af tilfinningarökum á Íslandi þegar alvarlegar afleiðingarnar eru nú öllum ljósar? Vilja Íslendingar að starfrækt sé sannleiksráðuneyti Samtakanna 78 sem veltir yfir 200 milljónum á ári þar sem meirihlutinn kemur af almannafé? Höfundur er í fyrsta sæti Lýðræðisflokksins í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í yfirlýsingu sem Samtökin 78, Kvenréttindafélag Íslands, Barnaheill, Trans Ísland, Stígamót, Geðhjálp og UNICEF sendu frá sér þremur dögum fyrir kosningar er vók hugtakið, m.ö.o. pólitískur rétttrúnaður, skilgreint þannig að það sé meðvitund um mannréttinda- og jafnréttismál. Lýst er vonbrigðum með flokka sem kvartað hafi hástöfum yfir vókinu. Fullyrt er að í þeim kvörtunum hafi á sama tíma falist kvörtun yfir sjálfsákvörðunarrétti trans fólks, kvörtun yfir fullri og jafnri atvinnuþátttöku kvenna og kvörtun yfir fullum yfirráðum kvenna yfir eigin líkama. Þá hafi í fyrsta sinn í sögunni hafi pólitískt framboð talað fyrir því að taka til baka áunnin réttindi hinsegin fólks með því að banna heilbrigðisþjónustu fyrir trans börn og ungmenni. Hvatt er til ábyrgrar umræðu, Ísland sé opið og réttlátt samfélag þar sem allt fólk eigi að geta notið virðingar og kjósa þurfi eftir þeim gildum sem við höfum í hávegum. Í yfirlýsingunni er enginn flokkur nefndur á nafn og því liggja fleiri en einn flokkur undir grun. Það er því eðlilegt að Lýðræðisflokkurinn bregðist við þessari yfirlýsingu. Sá flokkur hefur svo sannarlega kvartað hástöfum undan pólitískum rétttrúnaði (m.ö.o. vókinu) á Íslandi undanfarið. Lýðræðisflokkurinn hefur hins vegar ekki kvartað yfir sjálfsákvörðunarrétti trans fólks, yfir fullri og jafnri atvinnuþátttöku kvenna eða yfir fullum yfirráðum kvenna yfir eigin líkama. Þaðan af síður hefur Lýðræðisflokkurinn talað fyrir því að banna heilbrigðisþjónustu fyrir börn og ungmenni. Lýðræðisflokkurinn hefur sett fram sína eigin skilgreiningu á vók eða pólitískum rétttrúnaði sem er mun nákvæmari en skilgreiningin í framangreindri yfirlýsingu. Vók er sú tilhneiging að gera eigin réttlætiskennd að æðsta mælikvarða á samfélagsleg viðfangsefni. Þekkja má vók einstaklinga af því að þeir hafa fullkomið óþol fyrir skoðunum sem samræmast ekki þeirra eigin skoðunum og vilja banna þær með valdboði. Það er ómögulegt að rökræða við vókista því þeir beita eingöngu tilfinningarökum. Sá sem gerir athugasemd við kostnað við hælisleitendakerfið er samkvæmt þessu ekkert minna en fasisti. Sá sem gerir athugasemd við að karlmenn gefi ungabörnum brjóstamjólk, eða að frjáls félagasamtök kynni umdeilda hugmyndafræði, þ.m.t. BDSM, sína í leik- og grunnskólum, er ekkert minna en transhatari. Nú hefur það gerst að Samtökin 78 hafa kært oddvita Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi til lögreglu vegna meintrar hatursorðræðu. Hann er boðaður í skýrslutöku hjá lögreglunni á Suðurnesjum kl. 13 einum degi fyrir kosningar. Oddvitinn mun að mati samtakanna hafa gerst sekur um hatursorðræðu vegna gagnrýni hans á að karlmenn gæfu börnum brjóstamjólk með aðstoð hormóna. Holur hljómur er í yfirlýsingunni sem Samtökin 78 skrifuðu undir að Ísland sé opið og réttlátt samfélag þar sem allt fólk eigi að geta notið virðingar og kjósa þurfi eftir þeim gildum sem við höfum í hávegum. Vandséð er að hinn þögli meirihluti venjulegra Íslendinga hafi það gildi í hávegum að frambjóðandi til Alþingis sé kærður fyrir hegningarlagabrot fyrir það eitt að tjá efasemdir um að karlmenn gefi ungabörnum á brjóst með aðstoð hormóna. Samtökin 78 hafa sýnt með framferði sínu að gagnrýni Lýðræðisflokksins á pólitískan rétttrúnað á fullan rétt á sér. Þau gildi sem samtökin hafa sýnt í verki að hafa í hávegum eru skortur á umburðarlyndi, óþol fyrir rökræðum, þöggun, og beiting opinbers valds gegn stjórnarskrárvörðu skoðanafrelsi og tjáningarfrelsi frambjóðanda til Alþingis. Er ekki komið nóg af tilfinningarökum á Íslandi þegar alvarlegar afleiðingarnar eru nú öllum ljósar? Vilja Íslendingar að starfrækt sé sannleiksráðuneyti Samtakanna 78 sem veltir yfir 200 milljónum á ári þar sem meirihlutinn kemur af almannafé? Höfundur er í fyrsta sæti Lýðræðisflokksins í Reykjavík suður.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun