„Ég mun deyja á þessari hæð“ Jakob Bjarnar skrifar 28. nóvember 2024 17:39 Dagur segist nú hafa það uppáskrifað að hann sé fyndinn. vísir/vilhelm Dagur B. Eggertsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, hefur verið kærður til héraðssaksóknara fyrir að hafa með ummælum sínum í orðaskaki á Facebook-síðu Baldvins Jónssonar reynt að villa um fyrir Sjálfstæðismönnum í kjörklefanum. Baldvin er tengdafaðir Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og er þekktur fyrir að gantast á síðu sinni, að vera maður orðaleikjanna. Baldvin mælti með D-vítamíni en Dagur sagði að það gæti verið varhugavert. Kæran á hendur Degi. Góður rómur er gerður að ábendingu Dags en þó voru ekki allir sem eru ánægðir með hans framlag. Magnús Rúnar Kjartansson er einn þeirra sem spyr: „Ætlar þú virkilega að bjóða þig fram sem mikinn reynslubolta í pólitík?? Kanntu ekki að SKAMMAST ÞÍN.“ Dagur svarar Magnúsi Rúnari snarlega og lætur hann ekki eiga neitt inni hjá sér: „Já, hvet alla kjósendur Sjálfstæðisflokksins til að strika yfir mig.“ Einhverjir vildu meina að þarna væri Dagur að rugla kjósendur Sjálfstæðisflokksins í ríminu og skrifaði Vísir þá sérstaka frétt þar sem áréttað var að þarna væri um að ræða grín. Það er Sigurjón M. Egilsson starfsmaður Samstöðvarinnar sem birtir kæruna á Facebook-síðu sinni en þar má sjá að Lúðvík Lúðvíksson ritar undir. Bréfið er stílað á Héraðssaksóknara, með vísan til skrifa Dags á síðu Baldvins vilji Lúðvík kæra. Ummælin sem eftir Degi eru höfð voru birt á vefsíðunni Vísi 25. nóvember sl. og eru sett í gæsalappir af vefmiðlinum þannig að ég geri ráð fyrir að séu rétt eftir höfð: Þá segir að Lúðvík telji að Dagur, sem er velmenntaður læknir og hafi áratugalanga reynslu af stjórnmálum hafi brotið gegn kosningalögum. Þau séu til þess fallin að geta afvegaleitt kjósendur. Þetta megi Degi vera fullljóst. Dagur segir, í samtali við Vísi, ekki hafa þungar áhyggjur af þessu máli. „Ég átti í áralangri baráttu og hef gert daglega tilraun til að vera fyndinn, með misjöfnum árangri. Eins og fjölskylda mín og samstarfsfólk getur vitnað um. Verst fannst mér þegar ég var að vinna með Jóni Gnarr og hann sagði út um annað munnvikið að við skyldum láta atvinnumönnum eftir grínið. En nú er ég kominn með það á pappír að ég sé fyndinn og ég mun deyja á þeirri hæð,“ segir Dagur og kímir. Hér fyrir neðan má sjá hvernig þetta gekk fyrir sig á Facebook-síðu Baldvins: Dómsmál Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Andri Steinn Hilmarsson, starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, gerir athugasemd við frétt Vísis sem hann telur geta alið á misskilningi. Hann segir vert að taka vel utan um hvað má og hvað ekki má í kjörklefanum. 25. nóvember 2024 11:46 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Sjá meira
Baldvin er tengdafaðir Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og er þekktur fyrir að gantast á síðu sinni, að vera maður orðaleikjanna. Baldvin mælti með D-vítamíni en Dagur sagði að það gæti verið varhugavert. Kæran á hendur Degi. Góður rómur er gerður að ábendingu Dags en þó voru ekki allir sem eru ánægðir með hans framlag. Magnús Rúnar Kjartansson er einn þeirra sem spyr: „Ætlar þú virkilega að bjóða þig fram sem mikinn reynslubolta í pólitík?? Kanntu ekki að SKAMMAST ÞÍN.“ Dagur svarar Magnúsi Rúnari snarlega og lætur hann ekki eiga neitt inni hjá sér: „Já, hvet alla kjósendur Sjálfstæðisflokksins til að strika yfir mig.“ Einhverjir vildu meina að þarna væri Dagur að rugla kjósendur Sjálfstæðisflokksins í ríminu og skrifaði Vísir þá sérstaka frétt þar sem áréttað var að þarna væri um að ræða grín. Það er Sigurjón M. Egilsson starfsmaður Samstöðvarinnar sem birtir kæruna á Facebook-síðu sinni en þar má sjá að Lúðvík Lúðvíksson ritar undir. Bréfið er stílað á Héraðssaksóknara, með vísan til skrifa Dags á síðu Baldvins vilji Lúðvík kæra. Ummælin sem eftir Degi eru höfð voru birt á vefsíðunni Vísi 25. nóvember sl. og eru sett í gæsalappir af vefmiðlinum þannig að ég geri ráð fyrir að séu rétt eftir höfð: Þá segir að Lúðvík telji að Dagur, sem er velmenntaður læknir og hafi áratugalanga reynslu af stjórnmálum hafi brotið gegn kosningalögum. Þau séu til þess fallin að geta afvegaleitt kjósendur. Þetta megi Degi vera fullljóst. Dagur segir, í samtali við Vísi, ekki hafa þungar áhyggjur af þessu máli. „Ég átti í áralangri baráttu og hef gert daglega tilraun til að vera fyndinn, með misjöfnum árangri. Eins og fjölskylda mín og samstarfsfólk getur vitnað um. Verst fannst mér þegar ég var að vinna með Jóni Gnarr og hann sagði út um annað munnvikið að við skyldum láta atvinnumönnum eftir grínið. En nú er ég kominn með það á pappír að ég sé fyndinn og ég mun deyja á þeirri hæð,“ segir Dagur og kímir. Hér fyrir neðan má sjá hvernig þetta gekk fyrir sig á Facebook-síðu Baldvins:
Dómsmál Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Andri Steinn Hilmarsson, starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, gerir athugasemd við frétt Vísis sem hann telur geta alið á misskilningi. Hann segir vert að taka vel utan um hvað má og hvað ekki má í kjörklefanum. 25. nóvember 2024 11:46 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Sjá meira
Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Andri Steinn Hilmarsson, starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, gerir athugasemd við frétt Vísis sem hann telur geta alið á misskilningi. Hann segir vert að taka vel utan um hvað má og hvað ekki má í kjörklefanum. 25. nóvember 2024 11:46